Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1934, Blaðsíða 26

Heimilisblaðið - 01.01.1934, Blaðsíða 26
26 HEIMILISBLAÐIÐ lega undir því komið að ókeypis sé með- tekið.« »En ég var þeirrar skoðunar,« svaraði ég, »að við fengjum alt ókeypis, og mér heyrðist ekki betur en ræðan þín snerist um það frá upphafi til enda.« »Pað er alveg rétt að ókeypis er með- tekið, en því miður hafa viðtakendurnir engan skilning á því. Kæruleysissvipur áheyrendanna, var næg sönnun þess. Hefoi þetta vesalings fólk trúað því í fullri al- vöru, að himnaríki stæði því til boða endur- gjaldslaust, þá hefði það ekki ráðið sér fyrir fögnuði. En hvert einasta andlit bar þess ljósan vott, að það trúði því alls ekki. Enda er það ofur skiljanlegt. Skoðanir sín- ar um Guð, Drottinn sinn, byggja menn á sjálfum sér, en þeir vilja aldrei láta nokk- uð af hendi rakna endurgjaldslaust, og geta þess vegna ekki heldur vænst þess af Guði. Menn alast upp í þeirri kórvillu, að þeir verði að ávinna sér sælu Guðs ríkis, og það er þeirra fyrsta spurning, fari þeir að hugsa í alvöru um andleg efni, »hvað gott á ég að gera, til þess að ég eignist eilíft líf?« »Pað er algild regla manna milli, að gjöf skal gjalda. Og boðendur fagnaðarerind- isins mega ekki þreytast á að vara menn við því að eigna Guði slíkt hugarfar, enda geti menn aldrei áunnið sér gjafir eða gert sig verðuga hans miskunnar. Drottinn ssg- ir: »Komið, kaupið án silfurs og endur- gjaldslaust. Guð í himnunum er okkur þess vitni, að þetta er ekki orðaskrum eintómt, heldur heilagur sannleikur. En hve menn eiga bágt með að trúa þessu; þeir trúa miklu fremur vitnisburðinum í sjálfum sér og gera eins og heiðingjarnir guði í sinni mynd, þ. e. s. ímynda sér að Guð sé eins og þeir, gefi ekkert endurgjaldslaust, en krefjist ríflegrar borgunar. Menn kæmu aldrei auga á þann hræðilega misskilning, ef Guð yrði þeim ekki yfirsterkari, ef orð hans væri ekki eins og hamar, er sundur- molar klettana. Hvílík fásinna að hugsa sér að ávinna sér velþóknunar Guðs með vandaðri breytni, þar sem allar dygðir mannanna eru þó eins og saurguð klæði.« »Við því er að segja,« tók ég fram í, »að menn verða dæmdir eftir verkwnum, og má því enginn láta sér á sama standa hvernig breytnin er; Guð ætlast heldur ekki til þess, að við stöndum á torginu auð- um höndum og gleðjumst yfir gjöfum hans. Helgunin er einn aðalkafli guðfræðinnar og er í mörgum liðum.« »Ekki aðeins í guðfræðinni,« sagði frændi brosandi, »heldur einnig, já fyrst og fremst, í veruleikanum. En fyrsta og helzta verkið, sem af okkur verður kraf- ist, er að gefa Guði, skapara okkar, hjarta okkar og vitsmuni, sál og líkama. Petta vill Guð að við gefum honum af frjálsum vilja og ókeypis, en ekki af nauðung eða þrælsótta, eða sem endurgjald fyrir hjálp- ræðið; því verður hjálpræðið að móttakast ókeypis og án verskuldunar, að fyr getur enginn þjónað Guði af frjálsum og glöð- um viija. Afstaða manna gagnvart hvor- um öðrum er með tvennu móti, menn eru nefnilega annaðhvort vinir eða viðskifta- menn. Viðskiftamenn gera alt í eigin hags- muna'skyni, en ekkert endurgjaldslaust, og gera miklar kröfur hvor til annars, og eru því kuldalegir yfirlitum og óánægðir. En vimr fara ekki í »hrossakaup«, en gera alt hver fyrir annan þóknunarlaust. Hinn guðdómlegi vinur okkar mannanna selui engum gjafir sínar, nei, hann gefnr og gefur konunglega. Og hann vill að við gef- um einnig af glöðu geði, og til þess að gera okkur það fært, gefur hann okkur ótak- markaðan aðgang að sínum konunglegu fjárhirzlum, og áminnir okkur því næst: »Gefið konunglega, ókeypis skuluð þér af hendi láta,« Þannig fórust honum orð. Eg reyndi að hugfesta mér það, enda var mig nú faric að renna grun í hvers vegna maður verður að hafa meðtekið ókeypis, ef nokkur von er um að ókeypis verði af hendi látið. Sunnudaginn næsta á eftir talaði ég í hlöðukirkjunni. Auðvitað valdi ég bestu

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.