Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1934, Blaðsíða 14

Heimilisblaðið - 01.01.1934, Blaðsíða 14
14 HEIMILISBLAÐIÐ Dheila — undir eins og þeir komast til þess. Og svo get ég líka sagt yður, að vini yðar er borgið í svipinn.« »Vini m....? Þér eigið við Lontzen?« »Já, einmitt, Lontzen. Zaad bjargaði honum undan þeim, sem eltu hann, og hef- ir af einhverjum ástæðum tekið hann und- ir vernd sína. Og nú heldur Tagar, að það sé ég, strokuþrællinn hans, sem er nú hjá Zaad.« Hún tók andann á lofti. »Hann er þá í engri hættu. Zaad hefir þá ekki gert honum neitt?« Oaverley hristi höfuðið. »Er það annars ekki furðulegt? Eg skil ekkert í, hvernig Lontzen hefir farið að því að snúa á Zaad. En Lontzen hefir alt af verið liðugt um málbeinið. Eg hugsa, að hann hafi snúið karlinum um fingur sér« - - Caverley gaf Bó hornauga. — »En á því sviði þekkið þér hann sjálfsagt sæmilega vel.« Hún svaraði þessu engu. »En ef Zaad er okkur vinveittur, hversvegna getum við þá. ekki, þér og ég, flúið héðan og reynt að komast til Khadrim?« Hún skalf af ákafa og eftirvæntingu. »Núna undir eins! 'I kvöld!« »Það kemur ekki til málak »Hvers vegna ekki? Hvers vegna ekki?« »Það er ekki á hverju kvöldi, að manni er fagnað eins og heimkomnum höfðingja- syni,« mælti hann. »Eigið þér við að þér séuð ánægður með að þér séuð hreykinn af þessum hræði- lega félagsskap? Að þér viljið heldur vera hér kyr?« Hún leit reiðilega á hann. »Og þér viljið halda mér hér í þrælkun af þeirri ástæðu?« Bros hans bliknaði. »Eg myndi glaður drepa bæði einn og tvo menn til þess að geta losnað héðan, ef um það væri að ræða.« Ilún leit á hann snöggt og rannsakandi. »Hvers vegna getum við þá ekki flúið héð- an. Á meðan Zaad er okkur vinveittur . ..« »Já, en hve lengi stendur það? Eg skil ekkert í, hvað Lontzen getur hafa sagt honum og ef til vill talið honum trú um. Ég er alveg viss um, að það hefir verið eitthvað í þá áttina, að Zaad gæti haft heilmikið gagn af Lontzen. En um leið og því gagni er lokið, þá er líka úti um Lontzen. Og ef við færum til Khadrim, væri einnig úti um okkur. Og gætið þér að einu, kæri vinur.« Hann þreif í herð- arnar á henni og hristi hana ofur lítið, eins og hann væri að vinsa upp í henni heilbrigða skynsemi. En svo slepti hann takinu og kipti snöggt að sér hendinni. »Zaad hatar alla útlendinga engu síður en Tagar. Við værum því talsvert ver sett í Khadrim, heldui- en við erum hér. Því megið þér ekki gleyma.« Hún varð hljóð við, og það var auðséð, að orð hans vöktu athygli hennar. »En hváð eigum við þá, að gera?« spurði hún þreytulega, er hún loksins tók til máls aftur. »Verið hyggin, þolinmóð og varkár. Ég varð að bíða í tvö ár eftir fyrsta. tæki- færinu til að flýja. Fyr eða seinna verð ég ef til vill svo heppinn að verða sendur með riddarasveit svo langt út í eyðimörkina, að til mála geti komið að stelast frá þeim og bjarga okkur. En þangað til verðum við að láta sem ekkert sé, og halda áfram í sömu átt, og nú stefnir, hve erfitt sem það kann að verða.« »En þegar við flýjum — ef það þá verð- ur nokkurn tíma,« mælti Bó, »þá verðum við að taka Carl með okkur.« »Það var ekkert smáræði! Eruð þér þá fús til að leggja lífið í söiurnar fyrir hann?« »Get ég í rauninni verið þekt fyrir ann- að?« svaraði hún rólega. »Ekki var nú Lontzen svo nærgætinn, þegar hann hleypti á. brott og skildi yður eftir.« »Ég held nú hreint ekki, að hann hafi gert það,« sagði hún ákveðið og kerti hnakkann. »Úlfaldinn hlýtur að hafa fælst með hann. Ég get alls ekki trúað því, að hann hafi farið svo ódrengilega að ráði sínu að forða sjálfum sér, en skilja mig eftir.« Caverley virti hana fyrir sér stundar- korn og lét brýrnar síga. Svo brosti hann g’óðlátlega og hristi höfuðið. »Það hlýtur að vera dásamlegt að njóta svo takmarka- lauss trausts annars, að það standist allar raunir, — jafnvel þó maður fari að ráði sínu eins og fuyard.« »Hvað þýðir fuyard?« »Það er ljótt orð, sem hermenn nota sín á milli. Það er notað um mann, sem bregst félögum sínum, þegar á reynir, og yfirgefur þá.« »Ég get ímyndað mér, að Rainy Caver- ley sé vel kunnugt um þess háttar.« »Já, það getið þér verið viss um,« svar- aði hann stutt og laggott.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.