Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1934, Blaðsíða 31

Heimilisblaðið - 01.01.1934, Blaðsíða 31
HEIMILISBLAÐIÐ 31 Íbuggíjt Kolkrabbai' spilla fiskveiðuin. Oft er þess getið, að maðkar, engisprettur, rottur og fuglar geti komið fram í svo ægi- legri mergð, að það verði hrein landplága. Nú síðasta kastið má bæta kolkrabbanum við á skrána. Pað er sagt, að sumarið 1930 hafi verið svo mikil ógegnd af kolkrabba með Miðjarð3r- hafsströndum, að hann hafi nærri því eytt öll- um fiski. Peir eru sérstaklega tiðir þar, sem mikið er fyrir af humrum og öðrum kröbbum, sem þeir geta haft sér til matar; á þessum grynn- ingum hefir svo allur fiskur horfið að heita má. Þegar netin voru tekin upp, þá voru þau full af kolkröbbum af öllum stærðum i stað humra. Slysasnckkjan »Móloló«. Blöð i Bandaríkjunum skýra frá því, eins og hreinasta undri, að eimskipið Móloló, sem flytur farþega milli vesturstrandar Ameríku og Hawai, hafi komist til hafnar slysalaust og á tiltekn- um tíma. — Pað er eins og slysin hafi elt þetta skip frá upphafi vega sinna. Á fyrstu ferðinni rakst flugvél á það og flugmennirnir fórust. Sjúkrabíll sá, er sótti likin, þegar skipið kom að hafnarbakkanum, ðk yfir heldri konu og dó hún samstundis, og bróðir annars flugmannsins var staddur niðri á bryggju, en mannþröngin hnepti hann út af bryggjunni I sjóinn og þar druknaði hann. Það voru því engin undur. þó að Mólolð væri upp frá þeim degi kallað »Slysasnekkjan«. Og hvað eftir annað kom það fyrir, að farþegar vildu ekki fara með því skipi, þótt það ætti að fara beint til Hawai. Menn bjuggust við nýjum slysum, og þau létu heldur ekki á sér standa. Á einni ferðinni kom eldur upp i skipinu og margir fórust. Eftir mikla og ra:kilega viðgerð rakst Móloló á viðgerðarstöð- inni á annað gufuskip og brotnaði svo, að henni varð naumast bjargað fljótandi inn i skipakvína aftur. Þegar búið var að gera við Móloló meö ærnum kostnaði, var hún innan skams sett að nýju í Hawai-ferðirnar. — Þegar Móloló nú kom heim úr síðustu ferðinni óbrotin með öllu og slysalaust, þá fóru ritstjórar blaðanna að ræða þá spurningu, hvort slysaálögin væri nú í raun og veru vikin frá Mólolð. Blblíustofniin Moodys í Cliicago. Hr. Carl Hanson'hefir fyrir hönd ofanneíndr- ar stofnunar farið þess á leit við Heimilisblaðið, að það birti eftirfarandi ársskýrslu stofnunar- innar (D. L. Moody stofnaði hana 1886): Samkvæmt ársskýrslu Moodys-stofnunarinnar fyrir árið 1932, sem forseti hennar, dr. James M. Gray, gefur út, þá skarar það ár fram úr öllum liðnum árum, að þvl er tölu lærisveina snertir. Eigi færri en 16,716 nemendur hafa ver- ið ritaðir inn í hinar ýmsu deildir stofnunarinn- ar, eða 1,018 í dagskólann, 1,311 I kvöldskólann og 14,172 1 bréfaviðskiftaskólann. Ráðningar-ritstofa skólans útvegaði á skóla- árinu 258 körlum og 176 konum, sem á skólann gengu, launuð störf í Chicago. Nemendur unnu alls fyrir 250,000 dollurum sér sjálfum til upp- eldis. útvarpsstöð skólans (kallmerki: WMBI) flutti fagnaðarerindi Krists til mikils fjölda áheyr- enda á ellefu tungumálum: grísku, sænsku, þýzku, dönsku, rússnesku, norsku, hollenzku, ítölsku, spánsku, ensku og þar að auki á tungu Gyðinga og Araba. Á árlegu bréfaviðskiftavikunni bárust að 10,000 bréf frá útvarpshlustendunr um öll Bandarikin og frá öllum héruðum I Kanada og frá Mexiko og Ástralíu. Öll útgjöld skólans voru 1,721 dollar á hvern einasta dag í árinu. Fjöldi nemenda, sem á ætt að rekja til Norð- urlanda, er við nám á þessum skóla ár frá ári. Frá Gyðiiiguin. Um síðustu aldamót var hin forna þjóðtunga Gyðinga, hebrezkan, talin að vera »dautt mál«. Nú eru það 165 þúsundir Gyðinga, sem tala þetta tungumál daglega, og fer þeim altaf fjölg- andi, sem nota það. Árið 1920 áttu Gyðingar aðeins 24.000 ekrur lands I Gyðingalandi. En 1930 voru þeir búnir að eignast 297.000 ekrur af frjósamasta landinu. Það er mælt, að rafstöðin i Jórdansdalnum sé stærsta aflstöðin i heimi. Hún framleiðir nægi- legt rafmagn fyrir alt Gyðingaland, bæði til ljósa og annara nota. Árið 1931 fluttu 4000 Gyðingar heim til Gyð- ingalands. Þar af voru 233 fjölskyldur, sem áttu 5000 dollara hver. — Þeir koma ekki í stórhópum, eins og t. d. þegar þeir komu heim úr útlegðinni í Babýlon. En orð Jesaja spámanns eru að rætast: »Þér munuð saman tindir verða einn og einn, israelsmenn!« (Jes. 27: 12). í janúarmánuði þ. á. komu 2249 innflytjendur heim til Gyðingalands, þar af 37 auðmenn. Vegna aðþrengdra kjara, bæði í Þýzkalandi og viðar, leita þeir heim til forna ættlandsins, eins og fyrir er sagt í Guðs orði.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.