Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1936, Page 4

Heimilisblaðið - 01.03.1936, Page 4
34 HEIMILISBLAÐIÐ sýnd,, — Í>ví honum var jafnvel skipað á bekk, með hinum auðvirðilegustu þjónum, — þá er eins og það hafi engin veruleg áhrif haft á glaðlyndi hans og' bjartsýni. Staðan er honum þó leiður þaggi, sem sjálf- sagt er að rogast með, — en hann leitast jafnan við að gera sér þá þy,rði, sem létt- asta. Vakandi og sofandi er hann með hug- ann fullan af nýjum og nýjum viðfangs- efnum, og notar næturnar og hverja tóm- stund, til þess að móta hugmyndir sínat og koma þeim í þúning. Það gilti einu hvar hann var staddur, ef honum datt eitthvað gott í hug, því honum var jafn auðvelt að skrifa. heilar tónsmíðar upp úr sér, eins og að hripa sendibréf. Hin næstu ár samdi hann fjölda tón- verka, og komust ýms I>eirra á framfæri í stórborgum álfunnar og vöktu mikla athygli. Fjögur ár hélt hann að mestu, leyti kyrru fyrir í Salzburg, en tók sér þá orlof til utanfarar og var ferðinni heitið til Parísar. Móðir hans var með honum í þein'i ferð, er. gamli Mozart var heima í Salzburg, þau lögðu leið sína um Þýzkaland og hélt Moz- art hljómleika í ýmsum borgum þar, og var tekið forkunnar vel. Einkum í Miinchen og- Mannheim. En honum sóttist ferðin seint og dvaldist einkum lengur í Mann- heim en til var ætlast. Mun það hafa vald- ið því að hann kyntist þar ungri stúlku, sem hann varð hugfanginn af. En þegar gamli Mozart heyrði um það brall, skrif- aði hann syni sínum og rak á eftir hon- um með að halda áfram ferðinni til Par- ísar. Honum var tekið fremur fálega í París að þessu sinni. Undrabarnið Wolfgang Mozart var gleymt, og nú kom hann þar fram sem fulltíða maður, en aðrir, honum eldri listamenn, voru þá í »móð«, einkum þeir Gluch og Pucchini, og héldu að sér athygli fólks. Þó tókst Mozart að vekja á sér nokkra athygli, en þá veiktist móðir hans og lézt eftir skamma legu. Hann tók sér lát hennar mjög nærri og lagði þegar af stað heimleiðis. Hann kom við í Mannheim, en þar biðu hans sár vonbrigði, því að stúlkan, sem hann hafði felt hug til þar, vildi nú ekkert af honum vita. Heimkoman til Salzburg var því frem- ur ömurleg, en listin var Mozart jafnan þrautalending, ' þegar hann þarfnaðist huggunar eða afþreyingar. Og svo reynd- ist honum í þetta sinn. Hann hélt nú kyrru. fyrir í Salzburg ár- langt. En þá var hann beðinn að semja söngleik, sem leika átti í Míinchen, og sendi hann þá óperuna »Idómeneo« og varð það upphaf frægðar hans, sem þýzks meistara. Um þetta leyti átti hann sem oftar við mjög þröngan kost að þúa. Svo sem títt er um listamenn, var honum mjög ósýnt um að gæta fengins fjár. En þess ber líka að geta, að fjárkröggur hans voru oft því aö kenna, hve örlátur hann var á fé sitt til hjálpar nauðstöddum kunningjum sínum. Ekki er þó að sjá að hann hafi borið sig neitt illa. Hann segir í kunningjabréfi frá þeim tíma, meðal annars: »Eg bý í einm herbergiskytru, og þegar ég er búinn að koma þar fyrir hljóðfærinu mínu, rúm- fleti, borði og kistu, þá er eiginlega ekk- ert pláss þar fyrir sjálfan mig«. »Idomeneo« var leikinn 1781 og tekið fá- dæma vel, og ári siðar var önnur ópera eftir hann leikinn í Vínarborg. Það vai- »Die Entfúhrung aus d.em Serail«. Þess- ari óperu hefur að vísu ekki verið veitt sú athygb, sem vert er. Þó hafa merkir menn, svo sem Gluck og Weber talið hana hafa að geyma margt það göfugasta og sér- kennilegasta í verkum Mozarts. Um þessar mundir (1781) var Mozart orðin svo óþærileg vistin hjá erkibiskupn- um, að hann gat ekki lengur við unað. Ætlaði honum að ganga erfiðlega að losna úr þeim fjötrum, því að faðír hans reyndi í lengstu lög að aftra því að hann byði

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.