Heimilisblaðið - 01.03.1936, Side 5
HEIMILISBLAÐIÐ
35
biskuipi byrginn. En Wolfgang kom sínu
fram, og er mælt að óþvegnar hafi veriö
kveðjurnar, sem þeim fóru á milli að skiln-
aði, enda hyað biskupi hafa hitnað svo
mjög, að hann fleygði Mozart á dyr med
eigin hendi.
Mozart settist nú að í Vínarborg og hafði
ofan af fyrir sér með kenslu og hljóðfæra-
slætti og eitthvert lítilræði mun hann hafa
haft upp úr tónsmíðum sínum.
Árið 1782 kvæntist hann og gekk að eiga
systur stúlku, þeirrar, sem han.n hafði f'elt.
hug til í Mannheim, Constance Weber.
Þau unnust hugástum og virðist hjóna-
bandið hafa verið í alla staði hið ástúðleg-
asta.. Áttu þau þó oftast við fátækt að búa
og jafnvel örbirgð, því að hljómleikarnir
voru. oftar en hitt fremur til frægðar en
fjár.
Aldrei varð Mozart eftirsóttur kennari,
enda mun hann hafa lagt litla rækt við
aðra nemendur, en þá, sem voru. gæddir
sérstaklega góðum hæfileikum, og sýndu
áhuga og einlæga. löngun til að komast
áfram. En ýmsir gerðu það fyrir fordild-
arsakir, að vera hjá honum í fáeinum
kenslustundum, til þess að geta flaggað
með því eftir á, að þeir væru nemendur
Mozarts.
En það er eins og þau hjónin hafi bæði
verið jafn bjartsýn og ókúgandi.. Það er
til dæmis sagt um þau, að þegar ekkert
var til eldsneytið, hafi þau dansað sér til
hita.
Þeim varð margra barna auðið, en ein
tvö þeirra komust upp, tveir drengir, en
annars er þeirra lítið getið. Og þó að Moz-
art sjálfur nyti svo mikils ástrikis,
á uppvaxtar árum sínum, verður ekki séð,
að hann gæfi sig neitt að uppeldi sona
sinna. Að Mozart látnum gekk Constance
síðar að eiga danskan mann, Nissen etats-
ráð og sendisveitarritara í Vien, sem síð-
ar skrifaði æfisögu, Mozarts, eftir fyrir-
sögn Constance, og reyndist drengjunum
ágætur faði,r.
Mozart var ósvikinn listamaður að skap-
gerð og í allri framkomu.. Hann var glað-
lyndur og góðlyndur, viðmótsþýður, og
hvers manns hugljúfi, þeirra er kyntist
honum, reyndist vinum sínum jafnan ein-
lægur og vildi alt fyrir þá gera. Hann var
alt af með hugann við hljómlistina. Ým-
ist söng hann eða blístraði og hendur hans
og fætur voru. á sífeld,u iði. Það var eins og
hljómlistin syði í honum.
Eins og áður er sagt, bar hann Htið skyn
á fjármál. Leikhússtjórar, textahöfundar