Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1936, Blaðsíða 11

Heimilisblaðið - 01.03.1936, Blaðsíða 11
HEIMILISBLAÐIÐ 41 dagur svo, að hann þyrfti ekki að neita sér um einhverja gleði. Og- hann átti konu, sem hann hafði val- ið sér í æsku. og sem verið hpfði heitmej' hans árum saman, áður en þau giftust. Hún var góð kona cg trygglynd og bar kross s'nn með þolinmæði. En fremur var hun tilkomulítil, og þreytti hann stund- uni með blíðUlátum, eins og konum er títt. Tvo syni áttu þau, sem virtust óvenju- lega, efnilegir, og ollu þeim margra skap- rauna. Eg er nú búinn að gleyma, hvað maður- inn hét, — og hann er löngu dáinn, — en konan hans hét Henríetta. ★ Nú bar svo til dag einn, þegar maður- inn kom heim af skrifstofu sinni, að eldri drengurinn hafði rifið botninn í buxunum sínu.m. Og af því að vanda þurfti um við drenginn með hrísvendinum og hann þurfti strax að fá nýjar buxur, af því að hann átti engar aðrar en þær, sem hann hafði rifið, en átti að fara á dansskóla, — þá var maturinn kaldur, þegar þau settust að borðum. Þetta kom manninum í önugt skap, og þegar hann ætlaði að fara að troða í píp- una sína, eftir máltíðina, var hann svo utan við sig, að hann misti pípuhausinn niður á gólf, og hausinn brotnaði. Maðurinn fleygði sér upp í legubekkinn og breiddi dagblaðið yfir andlit sér, og hugðist að sofa úr sér ólundina. En ein- mitt þegar hann var nýsofnaður, kom kon- an hans og settist hjá honuro, grátandi. Hann settist upp, klappaði á kollinn á henni og spurði þýðum rómi, en með heift í huga, hvað það væri, sem fengi svo mjög á hana. Það kom þá í ljós, að það var útaf vinnu- konunni, sem ekki ynni nándar nærri fyr- ir fæðinu, sem hún át, hvað þá kaupinu, sem henni var greitt, Ekkert myndi hún, sem henni væri sagt, og alt gerði hún öf- ugt. Á hverjum deg’i bryti hún meira eða minna og eldhúsið væri eins og svínastía hjá henni, og altaf hengi einhver karl- mannsskepna. yfir henni. Það væri ekki um annað að tala, en að segja henni upp vist- inni. Hann hlustaði á raunarollu hennar til enda, — og hún var löng. Svo kinkaði hanr, kolli og leyfði konunni að gera, það sem henni sýndist sjálfri bezt. Og þegar hún var farin til starfa sinna, og hélt áfram að gráta, af því að henni fanst þetta alt svo sorglegt, stóð hann á fætur og gekk að arninum og staðnæmdist þar. Hann sneri bakinu að ylnum, hafði frakkalöfin í handarkrikunum, og hugsaði með sér, að vinnukonumar hlytu, að vera argvítug- ur kynflokkur, því að svona höfðu allar vinnukonur verið, sem þau hjón höfðu haft, síðan þau giftust. Á meðan hann stóð þarna og var að velta þessu. fyrir sér, kom konan hans inn aftur og sagðist hafa gleymt að segja hon- um frá því, að skósmiðurinn hefði komið um morguninn, með reikninginn, og að hann hefði gengið svo hart eftir peningun- um, að hún myndi ekki geta vísað honum á bug oftar. Þessu svaraði maðurinn engu, en svipur hans varð þannig, að konunni varð ilt við og hún þagnaði, en gekk til hans og ætlaði að sýna honum blíðu. En maðurinn bandaði henni frá sér, tók hatt sinn og staf, lokaði munninum og gekk út í bæ. ★ Stundarkorn ráfaði hann íim göturnaí' og; bölvaði veðrinu fyrir það, hvað það var vont, bænum fyrir það, hvað hann var ljótur og mönnunum fyrir það, hvað þeir voru andstyggilegir. Svo staðnæmdist hann, studdi stafnum þétt í steingötuna og starði á húsið á götuhorninu, þar sem gyltur vínberjaklasi hékk yfir breiðum, skuggalegum dymm, þröskuldslansum. Hann dró andann þungt og hélt áfram göngunni.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.