Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1936, Blaðsíða 14

Heimilisblaðið - 01.03.1936, Blaðsíða 14
44 HEIMILISBL AÐIÐ hvers, og’ skugga brá yfir svip hans. Hann setti frá sér glasið og krosslagði hendurnar yfir brjóstið. »Það var konunni minni að kenna. Nöldr- ið í henni kom mér í slæmt skap. Hún var að skæla út af buxunum, vinnukonunni og' skóaranum.« Hann hallaði sér aftur á bak í legubekk- inn, starði fram undan sér og- hnyklaði brúnir. »Hún er alt af skælandi og nöldrar í sífellu. Hún byrjar að fárast um það á jól- unurn, hvernig hún eigi að fara að því, að fá nýjan kjól fyrir hvítasunnuna. Og svo þegar hvortveggja er komið, kjóllinn og hvítasunnan, fer hún að vola um það, hvernig við eigum að fara að því, að borga nýársreikningana. Svona, er það blessað kvenfólkið, — það skælir Iregar buddan er tóm.« »Og ekki er hún að fást um það, hyernig hún er ásýndum. Hún hefir ekki tíma til þess fyrir krökkunum og húsverkunum. En ofurlítið ætti hún þó að geta. haldið sér til. Konan á að halda sér til fyrir manninum sinum.« Svipurinn varð smámsaman skuggalegri og honum varð æ þyngra í skapi út af örlögum sínum. »Pað er síður en svo, að hún sé falleg, þegar hún er komin í röndóttu nátt-treyj- una.« »Hún er orðin gömúl og slitin, — og þaö er slæmt. — Þegar ég kem þreyttur og þvældur heim, af skrifstofunni, þarfnast ég blíðuhóta.« Hann greip glasið með titrandi hendi og drakk úr því í einum teig. »Mér gæti liðið eins og fiski í vatni. En ég var altof ungur, þegar ég trúlofaðist. Það er mergurinn málsins. Nú er hún orð- in gömul og búin að vera, en sjálfur er ég á bezta aldri. Maðurinn á að eiga unga konu, sem getur glatt hann með fegurö sinni, skreytt borð hans og laðað vini að heimilinu. Æi-já. Æi-já!« Hann þreif ílöskuna, til þess að renn.a í glasið, en af nýju, en rak um leið upp hljóð og slepti flöskunni. Upp úr stútnum kom maður, alveg- eins og sá fyrri. Hann var gráklæddur, eins og hinn, fyr- irferðalítill fyrst, en stækkaði enn oðar. Á svipstundu var hann kominn allur upp úr flöskunni, og stóð á gólfinu, mikill og ægilegur, hneigði sig og baðaði út hönd- unum. »Herra,« mælti hann um leið og hann hneigði sig djúpt þrisvar sinnum. »Eg kem til þess að létta þér lífið.« »Guð hjálpi mér, — eruð þér kominn aftur,« varð manninum í legubekknum að orði. En risinn hristi höfuðið og svaraði í mjúkum málróm: »Eg hefi ekki komið hér fyrri, herra minn. Getur verið, að ]>að ha,fi verið ein- hver kunningja minna, En hafi þér geðj- ast að honum, þá skaltu ekki slá hendinni við því, sem ég býð þér. Ef þú vilt svo vera láta, þá skal ég taka á mig hjúskap- aráhyggjur þínar, svo að þú getir gert þér glaðan dag.« Maðurinn í legubekknum horfði á I>enn- an óvænta gest um stund, og óttinn hvarf. »Eg er yður mjög þakklátur fyrir til- boð yða.r,« svaraði hann. »En það er senni- lega hægra að segja en gera. Eg var trú- lofaður í ellefu ár, og nú er ég búinn að vera giftur í níu ár. Það er tæplega hægt að flýja frá því.« »Láttu mig um það, herra,« mælti ris- inn og horfði fast á hann viðfeldnum aug- um. »Ég hefi borið meiri ógæfu, en ógæfu þína. Leyfir þú mér þetta?« Hann tók eitthvað ósýnilegt á herðar sér og streyttist við það, eins og sá sera fyrr hafði komið. Maðurinn horfði á þetta, og -honum fanst það eðlilegt. Svo hneigði risinn sig þrisvar og hvarf út um vegg- inn, og sáust engin vegsummerki.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.