Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1936, Page 16

Heimilisblaðið - 01.03.1936, Page 16
46 HEIMILISBLAÐIÐ Hann var blindaður af tárum og mátt- vana. Hann ætlaði að taka upp tómu flöskuna, en gat ekki valdið henni. Hann misti hana og- hún dansaði frá honum, eft- ir borðinu. Og upp úr stútnum kom grá- klæddur risi, nákvæmlega eins útlits og hinir fyrri. Hann nam staðar á miðju gólfi, hneigði sig og beygði og baðaði út höndunum. »Herra,« mælti hann, — »ég kem til þess að létta þér lífið.« Maðurinn hallaði sér aftur á bak í stóln- um og hvesti augu,n á risann. I þetta sinn var hann hvergi smeykur. »Eruð þér kominn aftur, herra minn,« sagði hann rólega. »Komið nær mér. Hér sjáið þér fyrir yður ógæfusaman mann, sem allar vonir hafa brugðist. Ég þakka yður fyrir það, sem þér eruð búinn að gera fyrir mig, — en mér verður ekki hjálpað. Ég bið yður að fara leiðar yðar og lofa mér að vera hér í næði.« Risinn hneigði sig enn, og virtist bera mikla lotningu fyrir manninum á stóln- um, en hann mælti ekki orð. Hann gekk þegjandi til mannsins, snerti öxl hans og stritaði síðan við einhverja ósýnilega, þunga byrði, eins og hinir risarnir höfðu gert. Síðan hneigði hann sig þrisvar og þvarf síðan út um vegginn. En maðurinn stóð á fætur og bar sig borginmannlega, og honum fanst hann hafa stækkað að vexti og manndómi. Hann stakk annari hendinni í buxnavasann, en benti með hinni hendinni á vegginn, sem risinn hafði horfið út um. »Ég veit ekki, hver þessi gráklæddi mao- ur var, eða hvað hann vildi méi*,« mælti hann. »Hann getur fundið mig þar, sem mig er að hitta, ef hann vill mér eitthvað, — á skrifstofu minni eða heima hjá mér.« Hann fór að ganga fram og aftur um gólfið og bar sig ákaflega fyrirmannlega. »Hver maður hefir sína sérstöku tign ... og sérstakt verðmæti — sérstakt stari' í þágu, konungsins og fósturjarðarinnar. ------Hér,« sagði hann og barði á brjóst sér, svo að glumdi í, — »er aðalsskírteini mitt. Og hér,« — hiann studdi vísifingr- inum á enni sér, »er tign mín.« »Hver veit, nema að konungurinn hengi heiðursmerki á brjóst mér, einn góðan veðurdag. Guð varðveiti hans hátign, hann á engan trúrri þegn í öllu ríki sínu. Og vel gæti ég enn átt það eftir, að verða, til dæmis, einkaskrifari hans.« Síðan hnepti hann að sér yfirhöfninni, setti á sig hattinn og barði bylmings högg í borðið, með stafnum sínum. »Þarna liggux dalur, fyrir vínið,« sagði hann við þjóninn, þegar hann kom inn. »Og hérna,« — hann fór að leita í öllum vösum sínum, — »hérna, — hérna er ann- ar dalur handa. yður.« Hann fleygði öðrum dal á borðið og gekk út, hnakkakertur. Þegar flónin sjö sáu hann, þyrptust þau að honum og vildu öll taka, í hen.djna á honum. Hann drakk með þeim og hélt ræðu fyrir minm þeirra, og svo dönsuðu þeir allir umhverfis borðio. Síðan yfirgaf hann þessa félaga og sett- ist hjá manninnm, sem orðið hafði fyrir hinni miklu sorg, og hlbstaði með athygli á upphaf sögu hans, en fór svo frá hon- um og tók undir með mönnunum fjórum, sem voru að hallmæla kvenfólkinu, og bölvaði stjórninni með manninum, sem beð- ið hafði ósigur í stjórnmálum. Síðast rétti hann hendina gilda manninum, sem stóð fyrir innan veitingaborðið, sló á öxlina á honum og ætlaði að segja eitthvað við hann, en mundi ekki hvað það var, þegai1 til kom. Svo fór hann út. Það var komið kvöld og búið að kveikja á götuljóskerunum. Honum fanst strætið miklu breiðara en það hafði verið, og hann gekk eftir því miðju, og skeytti ekkert um vagnana, sem þutu um það, fram og aft- ur. ökumennirnir hreyttu. í hann ónotum, en hann hafði spaugsyrði á takteinum, — og alt gekk vel.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.