Heimilisblaðið - 01.03.1936, Side 27
HEIMILiISBLAÐIÐ
57
seg-ja, að hann sé,« sagði hún hörkulega,
»þá væri han.n djöfull í- mannslíki.«
Maðurinn kiptist ómerkjanleg-a við og
togaði hattinn dýpra niður á ennið. Því
næst varð stutt {rögn. Hún fann, að hann
horfði á hana með rannsakandi augnaráði.
»Því trúið }>ér ekki um ha.nn?« spurði
hann til að reyna hana.
Hún hikaði andartak. Hún var ekki
alveg viss um, hvort það var glens, sem
fólst í rödd hans, eða. hvort hæðnin var
horfin. Svo sagði hún og bar ört á, eins
og hún vildi sem fyrst losa sig við spurn-
inguna:
»Mundi það hafa nokkra þýðingu íyrir
yður, hverju ég trúi um Skuggann?«
»Eg er hér stad.dur til þess að heyra,
hverju þér trúið um Skuggann, miss
Rann,« sagði hann.
Sylvia Rann greip andann á lofti. Frá
fyrsta augnablikinu, sem hún hafði séð
manninn, hafði henni verið ljóst, hver það
var, sem hún var andspænis. Engu að síð-
Ur verkaði játning hans á því eins og
taugaáfall.
»Þér vitið .... þér þekkið nafn mitt,«
stamaði hún.
Hann svaraði með því að kinka. kolli.
»Hver þekkir ekki hina fögru Sylviu
Rann,« sagði hann. »Þér vitið það ekki,
en ég hef séð yður nokkrum sinnum áður.
Og í hvert skifti hef ég fundið til þess, að
við yður yrði ég að tala. Það er þess vegna
að ég er staddur hérna í kvöld.«
Sylvíu fanst aftur eins og hjarta hennar
ætlaði að hætta að slá. Hennar vegna hafói
Skugginn, maðurinn, sem allir óttuðust og
lögðu í einelti með brennandi hatri, hætt
sér svo nálægt dvalarstað ofsækjenda
sinna. Skugginn var lcominn til hennar.
Hvers vegna?
»Segið þér mér, til hvers þér eruð kom-
inn hingað?« spurði hún.
Hann hugsaði sig um eitt andartak.
»Það hef ég þegar sagt yður,« var svar
hans með sömu tvíræðu röddinni og áður.
»Til þess að tala við yður. Mér fannst endi-
lega, að þér munduð skilja mig. Þér eruð
ekki eins og aðrir, þess vegna hélt ég, að
við hlytum að geta. talað saman. Þér vitio,
að ég er ekki heldur eins og aðrir.«
Það fór hrollur um hana, Jjegar hún
heyrði þessi orð. Hvaða. sérkennilega afl
var það, sem þessi maður hafði við sig?
Að baki orðuro hans lá harka, sem næstum
því lamaði hana. Hún var enn ekki viss
um, hyort það var ruddalegt og napurt
kænskubragð, sem d,uldist í framkomu
hans, eða hvort mannlegar tilfinningar
leyndust í þessum stuttarale.ru setningum,
sem voru í þann veginn að vinna hana á
hans vald, Þar sem hann hélt þarna kyrru
fyrir í hinni djúpu skógarmyrkursræmu,
fanst henni augu bans horfa hæðnislega á
sig. Myndinni af slöngunni, sem lamar
bráðina með augnatillitinu, brá fyrir í huga
hennar. Skyndilega greip hana þrá til þess
að losa sig úr þessum töfrum, til þes,s ao
keyra sporana í síðurnar á hestinum og
flýja burt úr návist hans. En henni var
ómögulegt að breyta hugsuninni í verknað.
Augnatillit hans hélt' henni fastri á sama
staðnum.
Hendur hennar hafa }xj hlotið að verða
fyrir áhrifum af hugsuninni. Hesturinn
varð allt í einu órólegur undir henni.
Maðurin laut fram og greip í tauminn.
á hestinum.
»Miss Rann,« sagði hann biðjandi. »yilj-
ið þér hugsa um það, sem ég hef sagt?«
»Hvað?«
»Viljið þér koma aftur og tala við mig?«
Sylvía svaraði spurningunni ekki. Hún
tók á öllu þreki sínu til Jress að hlægja kald-
hranalega, »Hvernig vitið þér, nema ég
ljóstri upp um yður undjr eins og ég hei:
stigið yfir þröskuldinn heima?« sagði hún.
»Enginn hefur séð yður á svo stuttu færi
nema ég.«
»Það gætuð þér aldrei gert,« svaraði
hann rólega.
»Engin,n hefur séð framan í Skuggann,«