Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1936, Blaðsíða 30

Heimilisblaðið - 01.03.1936, Blaðsíða 30
60 HEIMILISBLAÐIÐ ist hún með fram lágri trjáröð öðru megin við það, því að þar gat hún látið myrkrið skýla sér. Það var komið miðnætti, og nú var hún á leiðinni til þess að uppfylla loforð sitt. Iljarta hennar barðist af kvíðvænlegri eft- irvæntingu. Hún átti að sjá hwnn! Hvað mundi hann segja við hana, og hverju átti hún að svara honum? Hún fann sig svo einkennilega heillaða af þessum einmana- lega manni, sem lifði eins og- útlagi, en jafnframt var rödd í sálu hennar, sem varaði hana við honum. Hann treysti henni, og hann þarfnaðist þeirrar stoðar og upp- örvunar, sem traust hennar ga.t veitt hon- um. — Iiún komst til skógarins, þar sem hún þekti hvern einasta troðning, og hún flýtti förinni að auða svæðinu. Fyrst núna datt henni í hug, í hve mikla hættu hann lagði sig með því að áræða svona nálægt bústöc)- um ofsækjenda sinna. Við og við nam hún staðar til þess að hlusta. en ekkert ann- arlegt hljóð barst henni til eyrna-, aðeins þetta lágværa smáskrjáf nær og fjær, sem gefur til kynna líf skóg'arins að naturlagi. Sylvía nam staðar í jaðrin.um á rjóðr- inu og gægðist yfir í skógarþykknið hinum megin. Þar sá hún mann koma út úr myrkrinu. Það var karlmaður, sem teymdi .hest á eftir sér. Áður en hún ])ekti manninn, þekti hún hestinn. Glætan, sem var yfir rjóðrinu, var nægjanlega mikil til þess, að hún gæti greint hinar svartdröfnóttu rákir á brún- um feldi dýrsins. Hún veifaði og hljóp nokkur ski'ef áfrafh á móti honum, Alt í einu, áður en hún var komin nema fáein skref inn í rjóðrið, kvað við riffi!- skot, og rétt á eftir því kváðu við tvö önnur. Hún stóð sem steini lostin. Hún sá ■manninn lijá hestinum hníga til jarðar, hæfðan af hinum banvænu kúlum, og nú kom hún auga á þrjá aðra menn, sem hver frá sínum stað þaut yfir rjóðrið í áttina til hins fallna. Sylvía skynjaði þetta alt á fáeinum sek- úndum, en áður en hún gæti ákveðið, hvaö til bragðs skyldi taka, gerðist dálítið nýtt í málinu. Skammbyssuskot kvað við og rétt á eftir annað. Liggjandi endilangur á jörðunni hóf Skugginn skothríðina. Sá næsti af á- rásarmönnunum greip um öxl sér, riðaði og féll, svo að segja í sama vetfangi hneig sá maður til jarðar, sem kom úr gagnstæðn átt, en sá þriðji þaut á stað og flúði í dauð- ans ofboði inn í hið skýlandi myrkur skóg- arins. Sylvía rak upp óp og hljóp áfram. En hróp, sem hljómaði eins og* öskur í kvöldu og særðu villidýri, stöðvaði hana. Hún sá Skuggann dragast til hestsins, grípa daúða- haldi í fætur hans og á þann hátt klifra upp í söðulinn. Hún sá hann snúa sér við í áttina til hennar og hrópa formælingu, sem hljómaði eins og þruma í eyrum hennar. Formælingar yfir öllum konum og yfir henni, sem hafði svikið hann í trygðum. Svo laut hann fram í söðlinum, og augna- bliki síðar var hann horfinn í myrkrinu milli trjánna. Mánuði seinna, áður en Chuck Parker var orðinn jafn-góður eftir sárið í öxlinni, og áður en sárið á fæti Jess Shermans var gróið, og áður en Harry Lang hafði náð sér eftir hræðsluna, fengu þessir þrír ungu menn bréf með þeirri ógnun, að einn góðan veðurdag' mundj Skugginn koma aftur og hefna sín á I>eim, af því að þeir hefðu verið nóg-u ragir til að skríða á bak við konu, Til Sylvíu kom hvorki bréf né skilaboö. Fyrir hana. voru lagðar spurningar hundr- uðum sama.n um það, hvemig maðurinn liti út, sem enginn annar en hún hafði séð ógrímuklæddan. En hún svaraði ]>eim öll- um með því að hrista höfuðið. Varir henn- ar voru lokaðar með sjö innsiglum, leynd- armálið var eign þess manns, sem áleit hana hafa svikið sig í trygðum.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.