Heimilisblaðið - 01.03.1936, Qupperneq 32
62
HEIMILISBLAÐIÐ
ist brenna á tindinum þarna eitthvert
kvöldið? Það mundi verða umræðuefni fyr-
ir fólkið á þessum g'rösujm«
Joe Shriner kinkaði kolli. Það var alment
vitað, að Skugg-inn hafði tilkynt í bréfum
sínum til mannanna þriggja, sem ráðist
höfðu, aftan að honum, að þegar hann kæmi
aftur, skyldi hann tilkynna, komu sína meo
því að kynda bál á tindi Sajnson-íjallsins,
svo að hver og einn væri varaður við því,
að nú væri hann aftur meðal jreirra.
»Nú verð ég anna.r,s að halda á stað,«
sagði Joe Shriner. »Ég leit hérna við aðeins
til þess að segja þér joessar fréttir at
Skugganum. Það gæti þó altaf átt sér
stað, að þú hugsaðir ofurlítið um það.«
Hann st<x) á fætur og þreif hatt sinn.
Andartaki seinna sat hanin á hesti sínum
og þeysti niður götuna, jmr sem hann reið
í stórum boga, til þess að verða ekki á
vegi tvegg'ja reiðmanna, áður en hann
hvarf í fiéttu rykskýi um leið og hann fór
fyrir hornið.
Algie Thomas Jtekti undir eins reiðmenn-
ina tvo, sem komið .höfðu í ljós niðri á
götunni. Það voru tveir af verstu bardaga-
mönnum borgarinnar, Johnson og Alec
McGregor. En það var ekki að þeim, sens
hann beindi athygli sinni. Niður hlíðina
fyrir endanum á götunni kom ungur maö-
ur. Hann stökk klett af kletti, fimur eins
og' steingeit, þangað til hanrí að lokum
stökk niður á Iijóðveginn. Algie fylg'di hon-
um með augunum.
Ungi maðurinn hélt rakleitt til borgar-
innar og kom rambandi inn í götuna með
hálfvegis riðandi, hálfvegis líðandi göngu-
lagi, sem er sérkennandi fyrir æfða fót-
göngumenn. Meðferðis hafði hann engan
farangur, en þó var eitthvað í fari hans,
sem greinilega benti í þá átt, að hann væri
langt að kominn.
Hann var ekki kominn la.ngt niður eftir
götunni, jjegar þar varð alt i uppnámi.
I fáum orðum sagt atvikaðist það þannig:
Ungi maðurinn hafði náð reiðmönnunum
tveimur og hafði gengið til hliðar við þá.
En í sömu svifum snarsnerist hestur Mc
Gregors við og sló með báðum afturlöpp-
unum aftur unclan sér, svo að annar hóf-
urinn fór ekki nema þu.mlung frá höfði
unga mannsins. Það var svo spaugilegt aö
sjá ókunna manninn stökkva til hliðar, að
bæði McGregor og Johnson urðu að halla
sér aftur á bak í söðMnum og- öskra. af
hlátri.
Það yár auðsjáanlega ekkert fjarri unga
manninum að skoða þetta a]t sem grín.
Hann hallaði höfðinu aítur og hló eins
hjartanlega og báðir reiðmennirnir. En
honum varð þó fljótlega ljós yfirsjón sín,
þegar McGregor lét hestinn ganga aftur
á bak til hans og endurtaka árásina meó
hófunu.m á höfuð hans.. Ungi maðurinn
vatt sér aftur fimleg'a. til hliðar, en í þetta
skifti ógnaði hann reiðmanninum mec<
kreptum hnefanum.
Gamli sheriffinn sá fram á, hvað verða
mundi. Ögnun með kreptum hnefa var ekki
vön því að ríða hávaðalaust af í Silver Top,
séi'staklega ef þessir tveir reiðmenn voru
annars vegar.
Atburðirnir niðri á götunni gerðust nú
með leiftur hraða. Alec McGregor svaraði
ógnun unga mannsins j)annig, að hann lét
hina þungu svipu ríða þvert yfir andlit
hans, og ókunni maðurinn hikaði ekki eitt
andartak við að ráðast á .hanm.
Með stökki eins og villiköttur þaut hann
upp frá jörðinni og lenti svo að segja beint
framan í McGregor, áður en honum vansc
tími til að lyfta. svipunni til annars höggs
eða. taka upp skammbyssu sína. Á næsta
augnabliki voru báðir menmirnir skollnir
af hestinum og' ultu í fangbrögðum inn
undir hest Johnsons, svo að hann varð að
fara aftur á bak til jiess að verða ekki
fyrir. Varla var hann vikinn til hliðar, þeg-
ar annar af bardagamönnunum stóð á fæt-
ur. Hinn lá aftur á móti grafkyr á jörð-
inni, barinn til óbóta og meðvitundariaus
eftir hnefahöggin, sem hann hafði lagt sig