Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1939, Blaðsíða 4

Heimilisblaðið - 01.01.1939, Blaðsíða 4
2 HEIMILISBLAÐIÐ Skuggsjá. Jarðskjálftinn mikli i Cliile. í jaröskjnlftununi miklu í Chile 25. janúar fór- ust um 30 000 manna og 50 000 lemstruðust meira og minna. Ibúunum ú því svæði líöur mjög ilia, þvl að öll símasambönd slitnuðu, svo að ekki vai- hægt að lút.a vita, hvernig sakir stóðu I raun og veru. Ráðstafanir voru gerðar til að koma I veg fyrir drepsóttir. Á öllu landskjálftasvæðinu eru rústir. Borgirnar Limares, Parrel og San Carlos eru gjöreyddar, eins og C h i 1 1 a n. Petta gerð- ist allt á 3 mínútum. 1 síðastnefndu borginni er allt I rúscum, og af bjarmanum af eldunum urðu rústirnar háifu ógeðslegri. I Chillan bjuggu 40 000 manna. Alistaðar lágu dauðir menn og særðir. Peii’, sem eftir lifa, segja að landskjálftinn hafi staðið nokkrar mínútur. Ljósin slokknuðu, húsin tóku að hrynja og þá gaus eldurinn upp. I3aö voru einar tvæi’ til þrjár manneskjur, sem sluppu ómeiddar úr almennings-leikh.úsinu; húsið hrundi, er stóð á miðri leiksý.ningu. I Conceplion skemmdist stór höfuðkirkja svo mjög, að Iiana vei’ður að sprengja af grunni. Skotnar voru fjórar peisónur, sem voru þar á fei’ð til rúna. Tjónið aí landskjálftunum er metið á 1500 millj. pesos. Meðal hinna afmáðu bæja eru: Flor- ida, Qualqi og Tome. Enginn veit tölu á fjölda særðra manna. Eldfjallið Llaima gaus skömmu síðar og olli gosið úrhellisi’egni, svo að nærri var ómögulegt að forða fólkinu undan. Kyrrahafið sr hið mikla jarðskjálftasvœði. Landskjájftarnir I Chile beina athygli vori i að heimsins stærsta. jarðskjálftabelti, Kyrrahafs- ströndinni. Þar hefir hver ógnaraldan rekið aðra öldum samán. Eftir endilangri ströndinni liggja eldfjöl), sem valdið hafa feiknalegum landskjálft- um, er þau hófu gosin. En landskjálftar hafa líka átt sér stað, þar sem eldfjöllin eru útbrunnin og kveðið mikið að þeim. Árið 1724 skall 30 metra há jarðskjálftabylgja yfir Callao, b.afnarborg Lima, höfuðstaðarins I Perú, eyddi öllum húsum og drap því sem næst alla íbúana. Árið 1906 gengu jarðskjálftar og þar af leiðandi voðaeldur I San Fransiskó og I Japan hafa jarð- skjálftar gengið livað eftir annað. Mestur land- skjálfti varð þar 1923, eyddist þá mikill hluti af höfuðborginni Tokio og tugir þúsunda manna fórust. Árið 1935 kom jarðskjálfti á eyjunni For- mosa og margar þúsundir manna fórust. Hinu megin Kyrrahafsins er eftirminnilegast- ur jarðskjálftinn I Kaliforniu 1933. Hann geys- aði sérstaklega I kringum borgina Los Angeles og mörg hundruð manna fórust og særöust. Siðast gengu jarðskjálftar 1932 I Suður- Ameriku um vorið, kom þá eldur I löngum íjall- garði I Andesfjöllunum, og þá féll aska yfir borg- ina Buenes Aires, sem þó er svo fjarri. Stór heruð eyddust. Arið 1928 gekk jarðskjálfti mikill í Talca- héraðinu 1 Chile. Þá fórst líka, margt manna. Ölclungur dönsku konungsœttcirinncir. Valdimar prins, andaðist á laugardagsmorgun- inn 14. janúar þ. á. rúmlega áttræður. Valdiniar var fæddur 27. okt. 1858; var hann yngsti sonur Kristjáns konungs IX. og Lovísu drottningar. Hann var því bróðir Friðriks kon- ungs. áttunda og Georgs fyrsta Giikkjakonungs og föðurbróðir Kristjáns tlunda og Hákonar sjó- unda Noregskonungs. Hann var útlærður sjóliðs- foringi, gekk á sjóliðsskólann 1875, og varð ann- ar sjóliðsforingi 4 árum seinna. Upp frá þvl hækk- aði hann I tigninni og varð vara-aðmlráll 1911. en sagði af sér embætti á þvl sama, ári. á sínum sjóliðsforingjadögum fékk Valdimar færi á að sjá meira af heiminum en flestir fræncl- ur hans. Hann tók þátt I mörgum leiðangrum, svo sem til Vestur-Indlands 1879- 80, og Austur- Aslu 1899- 3 900. 1 þeim leiðangri var hann foi- ingi á herskipinu »ValkyrjanAnnars lifði hann kyrrlátu llfi, eins og venja er til um hina yngri meðlimi konungsættar. Boðinn var honum kon- ungdómur I Búlgaríu 1887, en hann hafnaði því ’boði. Prins Va.ldimar kvrentist Maríu prinsessu af Orleans 1885, var hún sonarsonardóttir Lúðvíks Filips Frakkakonungs. Synir lians allir: Áki, Erik og Vigge hafa afsalað sér erfðarétti til konung- dóms I Danmörku og nefna sig Danmerkurprinsa og greifa aí Rosenborg. Fjórði sonui inn, prins Axel, varð formaður Austur-Asíu-félagsins eftir O. A. Andersen, kvæntur Margrétu prinsessu. Og fimmta barnið er Margrét, gift René, prinsi af Bourbon-Parma. Krossinn í Pompei. Allt aí er verið að grafa upp borgina Pompei, senr fór I kaf undir öskufalli úr Vesúv-fjalli árið 79 e. Kr. Nýlega hefir þar verið grafið upp hús, og í því húsi fannst krossmerki greinilega höggv- ið I einn vegginn. Með því telja menn að fengin sé sönnun fyrir þvl, að kristindómurinn hafi feng- ið inngöngu í þá litlu og þó nýbyggðu borg, áö- ur en hið eyðanda gos kom upp I Vesúv. Visinda- mennirnir vinna kappsamlega að því, að finna nýjar fornmenjar undir öskunni.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.