Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1939, Blaðsíða 22

Heimilisblaðið - 01.01.1939, Blaðsíða 22
20 HEIMILISBLAÐIÐ yfir bókinni hvelfist heiður himinn andlegrar aðalsmensku. auk hins fegursta, ní&lfars; enda er ' það nú fyrir löngu vitað, að Jón Magnússon sé skáld af Guðs náð. Ást bans á sannleikanum og "viðbjóður hans á lyginni, gera höfundinn aó drenglundaðri þjóðhetju, er færist 1 auka við ár hvert. Fegurðinni syngur hann ómengað lof; hann beitir b.eldur ekki tæpitungu við þær stallsystur, hræsni og lygi; hann nefnir þær ávalt skírnar- nafninu«. Björn er sýslumannsson og á að ganga menntaveginn, og býr sig undir laganám heima. Urn of þykir hann alþýðlegur, vill sem mest vera með vinnufólki og ganga að ýmsum »ófínum« störfum með' því, þó kastar íyrst tólfunum,, þegar það vitnast að hann hefir fellt hug til vinnukonu a heimilinu. Faðir hans reynir auðvitað að iá hann til að hætta við ,slíkt, en Björn er fastur fyrir og fer sínu fram og það endar með því, að Björn fer burt að kalla má allslaus með unnustu sína, því Hjá írænda sínum, sem Hörður heitir,, fær hann svo eyðibýlið Reyðarfell. Kvæða- flokkurinn: Reyðarfell, er ungu hjónin komu að eyðibýlinu er meistaraverk, eins ¦og raunar allt í bókinni. Þar er þetta í: Grænn er blettur Reyðarfells við rætur. Rís þar grasið fyrst <t hverju vori. Það er tún, sem gamla umsjá grætur: gróðurteikn i lífsins hulda spori. Gamaii bær er glæstur logavöndum. Gluggi leiftrar þar I sólareldi. Það er eins og lífið lyfti höndum leystum undan dauðans myrkva feldi. Ungu h]ónin þessar sýnir sáu sólskins.kvöld að brúðkaupsdegi liðnum. Draumar svifu um heiðarlöndin háu. Hjarta þeirra sló með elfarniðnum. Og loks var bærinn reistur: Loks stóð hér bærinn, veglegt hús og h,átt, með hvítan stafninn móti sólarátt. Á eins manns höndum var hann mikið verk, en viiji JJjörns og trú var nógu sterk. Með dáð og ráðum skyldi vel um vanda það verk, sem á um langa tlð að standa. En allt var þröngt í búi hjá Birni og harnahópurinn óx, en kona hans var hon- um samhent og unnust þau hugástum. Og svo fór að hreppsnefndin vildi koma Birni til Ameríku. Oddvitinn er sendur að koma máli sínu svo við Bjorn að hann fallist á að fara vestur. Sá kvæðaflokkur heitir: »GuIl og grænír skógar«. Þeim kvæðaflokki lýkur með þessu erindi: — Bjorn niður í klakann hælnum heggur. Hnefarnir kreppast ósjálfrátt. Stendur hann þar sem virkisveggur, varnaimúr um kotið snautt og lágt. Logar i h,0num ofsaþrunginn eldur. — Oddvitinn burtu heldur. Björn bjó langan aldur á, Reyðarfelli. Þar mætti honum sú þunga sorg, að hann missti efnilegan son niður um ís á vatni. Þá varð myrkt, í huga Björns. Og heimkoman var þögul um þetta voðakvöld Björn veit í öllum sínum erfiðleikum og raunum hvert leita skal. — »Lífs míns. herra, hingað kem ég þreyttur. Harmur minn 1 nýja. von er breyttur. S.amt var för mín þung 1 þetta sinn. Höfuð mitt I hendur þér ég lagði. Huga, minn þér fyrst í nótt ég sagði, loks sem bajui ég flýði i faðminn þiim. Þvl er jafnað það, sem var til saka. þitt drottinvald að gefa og taka. Eða kanske aðeins til að gefa, efla, græða, huggá, llkna, sefa. Himnafað'ii, h,armur minn er þinn. Hjá þér, sem í dýrðarsölum drotnar, ' dimmir iíka, þegar reyrinn brotnar, þegar einhver ás.tvin missir sinn. Harmdögg þln um hjartasár mitt flæddi. Hún var það, sem mig til llfsins græddi«. Margt fleira fagurt vildi, ég til tína, úr þessari ágætu bók, en verð hér að láta staðar numið. Það er sem frískur svalandi blær leiki um sál manns, er maður les hana. Og hve mjög stingur hún ekki í stúf við þau ósköp af einskisnýtum þvættingi, sem nú er látið á »þrykk út ganga« — að maður tali ekki um allt það sauruga og ljóta, sem í ræðu og riti, bundnu og óbundnu máli, í stríðum straumum er veitt út yfir byggðir þessa lands. Heimilisblaðið hvetur alia Ijóðavini til að eignast bókina. PRENTSMIÐJA JöNS HELGASONAR

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.