Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1939, Blaðsíða 9

Heimilisblaðið - 01.01.1939, Blaðsíða 9
HEIMILISBLAÐIÐ stæðinu, aö kolin brunnu svo afar fljótt og fjörugt. Þessa uppfundningu sína reyndi hann í fyrsta sinn á Rocket. Sigur Stephensons var þá pípukatlinum og útblásturspípunni að þakka. Eftir þetta var litið allt öðrum augum á Liverpool-Manchester-brautina en áður. Áður var áformað að láta flytja vörur ein- ar, en nú var fastákveðið að flytja far- þega líka. Var farin reynsluför með 30—40 manns, og allir gerðu góðan róm að þessu nýja flutningstæki. Brautin var opnuð til umferðar 1830. Urðu þá mikil umskifti frá því sem áður var. Áður fóru daglega 3G vöruvagnar ffiilK borganna til! að halda uppi viðskiftasam- bandinu. En innan skamms tíma þurfti ekki nema einn til að fullnægja flutnings- þörfinni, því að hann gat farið þeim mun fleiri ferðirnar. Áður fóru að meðaltali 500 manna á dag milli borganna en nú þegar í stað 1500. Vöruflutningurinn óx ekki að sama skapi sem farþegafjöidinn, því að félögin, sem áður vora nefnd, settu nú niður flutnings- gjöldin og gerðu sér nú allt far um að flutn- ingarnir gengi sem greiðast. Skurðurinn hafði þann kost fram yfir járnbrautina, að báta mátti ferma og afferma hjá vöru- geymslum kaupmanna, sem stóðu á, bakk- anum, en hitt e'yddi miklum tíma og fé að ferma og afferma járnbrautarvagnana. Fyrstu árin voru þó flutt um milljón punda af vörum tvisvar á dag eftir brautinni. Hluthafar í járnbrautarfélaginu fengu 10% í arð. VI. Nýjor endurbætur á eimreiðum. Áfskifti Stephensons af járnbrautalagningu heima og erlendis. Verksmiðja Stephensons smíðaði allar eimreiðar á þessa braut. Næstu breytingar Stephensons á vélinni voru það, að hann lengdi ketilinn og gerði vélina þyngri. Brautarteinarnir, sem fyrst voru lagðir, unðu þá of veikir; voru þeir þá teknir upp og aðrir 'sterkari lagðir í staðinn. Stephenson var forsmiður að öllum þeim brautum, sem nú voru nefndar. En frá þessum tíma og til 1845 fer saman saga Stephensons og saga járnbrautanna á Eng- landi, því að hann tók beinlínis eða óbein- línis þátt í lagningu þeirra allra. Hann var og iðulega hafður að ráðunaut við járn- brautarlagningar erlendis og fór í þeim erindum til Belgíu og Spánar (1845). Mjög lagðist Stephenson alvarlega á móti því járnbrautar-æði, sem greip landa hans og sagði það fyrir, að af því myndi' illt eitt hljótast, ef farið væri að stofna til járnbrauta af gróðahyggjv eúani, Stephenson átti i höggi við ýmsa út af lögun og fyrirkomulagi sporbrautanna; eK allstaðar varð skoðun hans ofan á og enn í dag bera járnbrautirnar á sér merki hans. Ýmsar smávægilegar endurbætur hafa verið geröar síðan á eimreiðunum, einkum að því að auka dráttarkraft þeirra svo, að auka ekki þyngd vélarinnar óhæfilega. En að öllu verulegu er innri bygging eim- reiða enn í dag eins og hún var í Rocket frá hendi þeirra feðga, Stephensons og Ró- berts. Fyrsta eimreið Stephengons fór 21 km. á klukkustund. Þá þótti öllum sá hraði vera »vonum framar«. En nú fara hröð- ustu lestir 150 km. á sama tíma. VII. Æfilok Stephensons. Starf hans og einkenni. SíðUstu ár æfi sinnar lét Stephenson af störfum og lifði bjart og fagurt æfikvöld og naut virðingar og þakklátssemi þjóðar sihnar í ríkum mæli. Hann bjó síðast í Tupton-House í Chesterfield og hafði þá einkum búskap og garðyrkjustörf sér til skemmtunar. Hann dó 12. ágúst 1848. 1 viðurkenningarskyni fyrir þá, »dýr- mætu þjónustu, sem Stephenson hefði veitt mannkyninu«, var leitað samskota handa honum eftir það er Liverpool-Manchester- brautin var opnuð til umferðar, Samskot-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.