Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1942, Blaðsíða 13

Heimilisblaðið - 01.01.1942, Blaðsíða 13
HEIMILISBLAÐIÐ 11 FEODÓR OO ANNITA Saga frá Lapplandi, eftir J. A. FRIIS. II. Um Trífon og stofnun klaustursins. Sennilega er æðimörgum ókunnugt um í>að, að langar leiðir norður í Finnmörk, eða alla leið norður við Ishafsströndina, var einu sinni, fyrir langa löngu, mikið og merkilegt munkaklaustur, sem frægt var um gervallt hið grísk-kaþólska Rúss- land, fyrir helgi sakir, auðæfa og iðnaðar. En þetta er nú svo. Petta klaustur var nyrsta klaustrið á hnettinum á sinni tíð. Það var á sjötug- asta breiddarstigi norðurbreiddar eða því sem næst, skammt frá mynni Petsjenga- árinnar, rétt hustan við hin norsku landa- mæri Finnmerkur og Rússlands. Héruðin Næden, Passvík og' Petsjenga voru þá sam- eign Norðmanna og Rússa og töldu báð- ir til skatta af þeim. Nú er nyrzta klaustur lieims á eyju einni í Hvítahafinu, Sólówetski-klaustrið. -- Klaustrið við Munkafjörð er löngu undir lok liðið. Þar höfðu verið marg'ar og miki- ar byggingar auk skrautlegrar kirkju. og sjást engin verksummerki þeirra mannvirkja lengur. Allt er það nú hulirj mold og gróðri, glatað og gleymt. Á slétt- unni, þar sem klaustrið stóð, er nú gam- María (Theresia) drottning og Pétur liinn mildi Rússakeisari, er hann kom til Delft þá er hann varrn að skipasmíði í Zandam. Rit Leewenhoeks voru gefin út á hollenzku í Delft og' í Leyden og ágrip af þeim í enskri þýðingu, er Samuel Hoole hafði gert á árunum 1798—1801. Merkustu uppgötvanir hans eru: Rauðu blóðkornin 1673 og skolpdýrin 1675. Þá stækkaði sjóndeildarhringur vísindanna. B. J. all skógur. En íbúarnir norður þar geyma þó enn æfintýralegar munnmælasögur um munkana í klaustrinu, auðæfi þeirra og ýmislegar athafnir, hvalveiðar, skipabygg- ingar og siglingar, og viðskifti við fjar- læg lönd. Sá hét Trífon, sem stofnaði þetta klaust- ur. — Þeir, sem tiiheyra hinum grísk-kaþólska söfnuði norður þar, kannast vel við þetta nafn, því að enn er Trífon dýrling'ur þeirra og honum færðar fórnir og þakkargerðir. Ekki var hann þó maður heilagur og lýtalaus alla æfi. Munnmælaösgurnar herma, að á yngri árum sínum hafi hann verið ærið ódæll og ófyrirleitinn og »kappi jnikill í viðureign við óvini«, að hann hafi legið úti á landamærum Karels og Finn- lands og farið um víða með báli og brandi og laugað jörðina blóði. Helzt er svo að sjá, sem hann hafi þá verið foringi stiga- manna. Hvernig stóð á því, að hann varð svo heilagur maður? Hvað var það, sem olii því að hann snéri við blaðinu og til afí- urhvarfs og sannrar trúar? Munnmælin leysa einnig úr þessum gát- um. Þau segja, að í fylgd með Trífon á ránsferðunum, hafi jafnan verið kona, ung og fögur. Var hún oft í karlmannsfötuni og fylgdi honum ríðandi. Um það vissu menn ekki, hvort heldur hún var eigin- kona hans eða fylgikona. Elín hét hún, og segir sagan, að hún hafi verið af góð- um ættum, sem rekja mátti til tiginbor- inna manna í Rússlandi. En Trífon hafi hins vegar verið smáættaður, faðir hans fátækur prestur í Torsjök í Tver-umdæmi. Hann hafði ráðist sem kennari til föður stúlkunnar, á búgarði hans, og hafði það þá atvikast þannig, eins og gengur, að

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.