Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1942, Blaðsíða 34

Heimilisblaðið - 01.01.1942, Blaðsíða 34
Í2 H EI M I L I S B L A Ð I Ð hluta«, sagði hann alvörugefinn, »og það er Jósöa, seni ætlaði að gera mér grikk við dyr skarðsins. Bið þú ekki fyrir hon- um, því að það er til einskis, það s\rer ég við höfuð Harmacs!« Og þegar ég skynjaði að það kæmi að cngu haldi, að ég liæði fyrir Jósúa, þá eyddi ég engum orðum að því framar. Ég reið nú af stað með aftureldingu og fimm Fungaherforingjar fylgdu mér. Þeg- ar ég reið yfir torgið, rnæíti ég þeim Aba- tíum, sem enn voru á lífi. Þeir voru rekn- ir áfram cnis og hjarðir dýra og komu nú til að hlýða á sinn dóm upp kveðinn. I þeim hóp var Jósúa frændi minn og' var dreginn á eftir hinum í reipi. er var bund- ið um hálsinn á honum, en annar gekk á eftir honum og hratt honum áfram. Jósúa vissi nefnilega, að nú træði hann sína banaslóð og gekk þá göngu tregur. Þegar hann kom auga á nrig varpaði hann sér til jarðar og' sárbeiddi mig að bjarga lífi sínu. Ég sagði að það stæði nú ekki í mínu valdi. En ef ég hefði getað það, þá sver ég það fyrir Guði, að ég hefði viljað frelsa hann, þrátt fyrir allt það, sem hann hafði gert á móti mér og móti Oliver, herra mínum, og móti félögum hans. En ég gat það ekki, enda þðtt ég gerði tilraun til þess einu sinni enn. En Barung vildi ekki heyra heiðni mína, svo að ég varð að svara Jósua á þessa leið: »Sárhið þú hann, tigni Jósúa, sem nú hef- ir völdin í Múr, því að sjálf hefi ég engin völd lengur. Sjálfur hefir þú skapað þér forlög' þín, svo að þú verður að ganga þá götu, sem þú hefir húið þér sjálfur«. »En hvert ert þú nú að fara ríðandi út yfir slétturnar? Göfuga Maqueda, þarf ég annars að spyrja? Þú ert á leiðinni til hins bölvaða heiðingja, sem ég óska að ég hefði saxað í stykki, og jafnframt því óska ég líka, að ég gæti drepið þig!« Síðan kallaði hann mig hryllilegum ó- nöfnum og þaut að rhér, eins og hann ætl- aði að slá mig af hestinum. En þá kippti sá í reipið um háls honum, sem hélt í það, hratt honum aftur á bak, svo að hann datt og' ég' sá hann ekki framar. Það var hörmulegt að ríða yfir hið opna torg í horginni, því að þá leiðina komu hinir bundnu Abatíar, hundruð karla, kvenna og' barna og hrópuðu með tárum og heiskum kveinstöfum, að ég' yrði að hjarga þeim frá dauða og þrældómi hjá Fungum. En ég svaraði: »Syndir yðar gegn mér og hinum hraustu, ókunnu mönnum er börðust fyr- ir yður, gef ég yður upp. En gangið í yð- ur sjálfa, Abatíar og segið, hvort þið getið fyrirgefið yður? Ef þið hefðuð hlýtt á það, sem ég sagði og þeir, sem ég kallaði yðuv til hjálpar, þá hefðuð þið getað hrakiö Funga yður af höndum og verið lausir við þá um aldur og æfi. En þér voruð hug- leysingjar. Þér vilduð ekki læra að bera vo])n og beita þeim, eins og aðrir menn; þér vilduð ekki einu sinni verja bergkast- ala yðar. Og fyrr eða seinna verður það fólk, sem neitar að verja sig, að falla og' gerasl þrælar þeirra, sem kunna að berj- ast«. Og nú, Oliver minn, hefi ég ekki meira að skrifa, nema það, að það gleður mig að ég hefi mátt þola svona mikið, gegn- um þrautirnar hefi ég öðlast þá g'leði, sem nú er gleði mín í dag. Og enn hefi ég', Maqueda, ekki óskað mér til baka til aö ráða ríki í Múr, ég, sem hefi fundið hjarta þitt lil að drottna yfir. — E n d i r. Hann: »ó, elskulega Anna! LSf mitt hefir hing- að til verið eins og eyðimörk. LAtið nú ást gera það að grænum gróðurreit«. Hún: »Látið þér nú ekki svona, maður. Pó að þér hafið verið á eyðimöirk, þá þurfið þér ekki að láta eins og úlfaldi«. A: »Hvernig stendur á því, að þú heíir gefið h,on,um Guðmundi hana dóttur þína? Ég hélt þó, að þið hefðuð verið óvinir«. B: »Já, og við erum það enn þá. En þá verður konan mín tengdamóðir hans, og það er hon- um mátulegt«. . J

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.