Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1942, Blaðsíða 27

Heimilisblaðið - 01.01.1942, Blaðsíða 27
H E I M I LI S B L A ÐI Ð 25 Rödd hans varð ógnandi. »ö, að ég væri dáin«, hvíslaði Helen. Louis Salvatore hélt fast utan um hana. Hann hristi hana. »Vertu ekki að gráta«, sagði hann. »Pxi ert konan mín, brúður mín, mín —« Hann ætlaði að kyssa Helen, en þá var eins og ósýnileg hönd hrifsaði þau hvort frá öðru. Skipið tók ægilega veltu, og sveiflaði Salvatore á gólfið, en Helen slengdist á rúmið. Um skipið fór hræði- legt högg, og svo heyrðist ömurlegt urg, eins og botn »Stormflugunnar« bærist yfir sker. Allur skipsskrokkuririn titraði og svo var allt kyrt. »Bíddu hérna. Ég kem bráðlega aftur«, sagði Louis Salvatore, sem skyndilega hafði staðið upp, og geisl- ist út um dyrnar, sem hann skellti á eftir sér. Hel- en settist á rúmið. Henni sortnaði fyrir augum. Hún hélt sig væri að svima. Hún heyrði, hvernig' fárviðrið æddi úti fyrir, hvern- ig sjóirnir buldu á skipinu og skoluðu yfir þilfarið freyðandi og sjóðandi. Hún vildi komast að vatnsflöskunni. Hún stóð upp og gekk nokkur skref, en henni virtist ómögu- legt að komast áfrarn. Hún hné niður á klefagólfio. Pegar Helen raknaði við aftur, heyrðí hún stöð- ugt orgið í veðrinu. Það var ljós í klefanum. Henni fannst skipið hefjast og hníga. Einkennilegt gutl- andi hljóð barst að eyrum hennar. Hún reis hvat- lega upp og gekk til dyra. Hún varð sem æðisgeng- in, þegar Ijósið slokknaði um leið og hún opnaði hurðina. Á ganginum var alveg dimmt. Hún þreif- aði sig áfram gegnum myrkrið. Ekki mætti hún neinum. Hún kom upp á þilfar, starði út í dimma hvassviðrisnótt, niðdimma, með svörtum skýjum sem rákust fyrir storininum. Enginn sást á þilfarinu. Helen hljóp eftir því og hrópaði í angist, en enginn svaraði. Hún heyrði aðeins öskrið í storminum. Hún sá að björgunarbáturinn var horfinn. Bátaklærnar voru tómar. Á augnabliki varð henni ljóst, að hún var ein um borð og »Stormflugan« var að sökkva. Hún sá ægi- legan brotsjó færast að skipinu. Ein hugsun leiftr- aði í gegnum vitund hennar: »Það er úti um mig«. Á einkennilegan hátt gladdist hún yfir því. Hinn dökki brotsjór var frelsari hennar. Nú varð hún laus \ ið manninn, sem hún hafði verið neydd til að eiga — Louis Salvatore. Hún stóð þráðbein og örugg, þegar bylgjan kom. Hún greip hana og lyfti henni og »Stormflugunni<: h.átt í hinum sterka faðnvi sínum. Framh. Chulalongkorn, Phra Paramindr Maha, Rama V. konungur í Síam (1853— 1910) átti 3000 konur, og 370 börn, 134 syni og 236 dætur; þótt hann heíði þetta mikla kvennabúr, þá samdi hann sig mjög að siðum Norðurálfumanna og kom á mörgum umbótum. líann var sá af konungum Austurlanda, sem fyrst fór út fyrir landamæri sln. Hann kom til Danmerkur árið 1907. Hænsnahundur, sem Herbert Bell átti I Pennsylvaníu, U.S.A., helfraus meðan hann stóð frammi fyrir veiðidýrinu.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.