Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1942, Blaðsíða 33

Heimilisblaðið - 01.01.1942, Blaðsíða 33
HEIMÍLISBLAÐlÐ 31 aði hann á sinn ltonunglega hátt. »Héi ég þér því ekki uppi í Múr-skarðinu, er ég átti tai við þig' og mennina í'rá Vest- urlöndum, og getur soldán Fung'a gengið á bak orða sinna? Ég er búin að hernema aftur horg vora, eins og ég hafði svarið að gera og nú er ég búinn að láta eklinn hreinsa hana«. Og hann henti á æðancli logana. »En svo hyggi ég hana upp aft- ur og þú skalt verða drottning undir minni yfirstjórn«. »Nei, ekki það«, svaraði ég. »En í stað heitorðs þíns bið ég þig um þrennt«. »Seg það«, sagði Barung. »Það er þá fyrst að þú fáir mér góðan hest og vistir til fimm daga og mér leyf- ist að ferðast hvert sem ég vil fara, ao þú gefir manni nokkrum, Jafet að nafni, ef hann er enn á lífi, heiðursstöðu hjá þér, af því að hann er vinur minn. Og í þriðja lagi, að þú þyrmir leifum Abatí- þjóðarinnar«. »Þú mátt fara hvert sem þig iystir«, svaraði Barung. »Einhver njósnarmanna minna, sá í nótt fjóra hvíta menn sem riðu fögrum úlföldum til Egiptalands og sögðu mér frá því. En ég sagði, að þeir skyldu fara leiðar sinnar í friði. Það voru ráðvandir og hraustir menn, sem Abatí- arnir höfðu svívirt og þeir áttu skilið að fá frelsi. Já, þetta sagði ég, þótt einn af þeim væri eiginmaður dóttur minnar eða ao því kominn að verða það. En hún vill ekkerl vita af honum framar, — manni, sem heldur vildi flýja til föður síns en vera hjá henni, svo að ég hugði, að það væri bezt að láta hann fara. Ef ég hefði veitt honum eftirför, hefði hann mátt dauða deyja«. Þá svaraði ég djarflega: »Já, ég' \ ii fara á eftir þessum Vestanmönnum, ég sem nú er húin að yfirgefa Abatíana. Mig fýsir að sjá önnur lönd«. »Og" rifja upp fornar ástir við þann, sem nú hugsar þér illt?« sagði hann og strauk skeggið. »Nú, það eru engin undur. Hér hefir verið haldið brúðkaup, sé ég. Segðu mér, hvað ætlaðir þú þér að gera, göfgi niðji konunganna? Ætlaðir þú að taka Jósúa digra þér í faðm?« »Nei, fíarung, það var þessi brúðgumi, sem ég' vildi faðminn hjóða«, sagði, ég, og sýndi honum hnífinn, sem ég faldi í brúð- arkjólnum mínum, »Nei«, sagði hann brosandi, »ég hugsa að þú hafir fyrst og fremst ætlað að beita honum gegn Jósúa. En þú ert hreystikona, sem gazt bjargað unnusta þínum með því að leggja þitt eigið líf í sölurnar. En farðu nú samt varlega út í það, niðji ltonung- anna. Konurnar í ætt þinni hafa í marga ættliðu verið drottningar og þú gazt fram- vegis verið drottning undir minni yfir- stjórn. Hvernig ætti líka kona, komin af þeim, sem lengi höfðu drottnað, aíborið að þjóna hvítum manni i ókunnu landi?« »Það er nú einmitt það, Barung, sem ég ætla að komast að raun um. Og geti ég ekki afborið það, þá kem ég aftur til baka, en ekki samt til að ráða fyrir Abatíum; ég hefi sagt skilið við þá um aldur og ævi. En Barung, hjarta mitt segir, að ég geti sætt mig við það«. »Niðji konunganna hefir talað það«, sagði hann og hneigði sig fyrir mér með lotningu. »Bezti hesturinn minn bíður hennar og fimm minna hraustustu manna skulu ríða með henni, þangað til hún er áreiðanlega komin svo lang't, að hún sér tjöld útlendinganna. Og ég segi, sæll er sá meðal þeirra, sem var fæddur til að bera hinn ilmsæta rósaknapp Múrs á brjósti sínu. Að því er Jafet snertir, þá er hann í þjónustu minni. Hann gaf sig mér í hend- ur, af því að hann vildi ekki berjast með þjóð sinni, sökum þess sem þeir höfðu gert móti vinum hans, hvítu möhnunum. Það vil ég svo segja þér að endingu, að ég er þegar búinn að sltipa svo fyrir að stríðið skuli vera úti. Ég-vil ekki vega fleiri menn, heldur gera leifar Abatí-þjóðarinn- ar að þrælum. Þeir eru heiglar í orustum, en annars kænir og duglegir til annara

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.