Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1942, Blaðsíða 25

Heimilisblaðið - 01.01.1942, Blaðsíða 25
23 H EIMILISBLAÐIÐ »Hann féll útbyrðis, Salvatore greifi. Louis, hann féll útbyrðis«, æpti Helen í örvita skelfingu. Hún bjó sig til að hrópa, en aftur lagði Salvatore hönd- ina á munn hennar. »Helen, ég hefi séð allt«, sagði hann rólega, »það er of seint að reyna að hjarga honum. Ég' skal koma þessu i lag. Það er bara verra fyrir yður að hrópa«. »Sleppið mér, sleppið mér«, kveinaði Helen. »IIann drukknar. Við verðum að ná í hjálp«. »Þegið þér«. Salvatore greip um axlir Tiennar og bristi liana. »Hann er þegar horfinn. Við erum meira en sjómílu frá honum. Þér verðið að sætta yður vio þá hugsun, að hafa drepið mann. Ég sá, þegar þér ' hrunduð honum útbryðis«. Helen opnaði munninn. Hún ætlaði að segja eitt- hvað, en allt hringsnerist fyrir augum hennar. Hljóð- laust hné hún niður á þilfarið að fótuin Salvatores. Hann stóð yfir henni augnablik og litaðisl um. Svo er hann hafði gengið úr skugga um að enginn bafði séð þau, tok hann stidkuna upp og har hana inn í k'lefa hennar. Þegar Helen \raknaði til meðvitundar lá hún í rúmi sínu. Um enni hennar var bindi. Louis Salva- tore stóð við rúmið og virti hana fyrir sér, með kynlegum glampa í dökkum augunum. Ilelen hélt höndunum fyrir andlitinu og snökkti. »Crome?« stundi hún. »Hvernig fór um hann? Hvað hafið þér gert?« »Hvað átti ég að gera?« sagði hann og yppti öxl- um. »Ég sagði yður það strax út á þilfari áðan, að allt væri árangurslaust. Hans verður ekki saknað fyrr en einhverntíma á morgun. Croine var allt af fíillur. Þá ei ekkert auðveldara, en falla f.vrir horö. Sannleikurinn þarf ekki að koma í ljós«. »Hvað eigið þér við?« spurði Helen og settist upp, »haldið þér í rauninni að ég hafi hrundið 'nonum út með vilja?« »Ég held ekkert«. Salvatore yppti öxlum og virti hana fyrir sér með hálflokuðum augum. »Ég veit bara að ég sá yður slá hann, svo datt hann útbyrð- is, og síðast drukknaði hann. Það verður sama sem, þegar málið kemur fyrir dómstólana«. »Fyrir dómstólana«, hvíslaði Helen óttaslegin. »Já, þér heyrðuð rétt«. Það var illskulegt glott um andlit hans. »En málið þarf ekki að koma fyr- ii dómstólana. Þér getið gifzt mér, þá skal ég þegja. Skipstjórinr. hérna hefir konsúlsréttindi. Það er hægt ■að gifta okkur í fyrramálið, hvað segið þér um það?« »Nei«. Helen æpti orðið framan í hann. »Annars fer ég til skipstjórans og segi honum, að þér hafið hrundið honum út viljandi, og það hali upp á því að teikna myndir af nokkrum merkum mönnum, sem met höfðu gert eða setl, svo sem J. M. Barnett, í Áslr- alíu, sem sippaði (hoppaði yfir taug, er hann hélt milli handa sér) 11810 sinnum á 1 klukku- tímum og af manninum, sem spásseraði aftur á bak yfiv þvera Ameríku, horfandi í speg- il, og M. Pauliquen, sem hélt sér 6 mínútur 294|fi sekúndur niðri í vatni í París 1912. Eftir nokkur heilabrot valdi hann sér þessa yfirskrift yfir mynd- um sínum: »ötrúlegt, en satt.«. Myndirnar og þó einkum yfir- skriftin vakti forvitni manna og svo hélt hann áfram. Þegar lesendur fóru að skrifa honum, og heimta of honum sannanir íyrir fullyrðingum hans og nán- ari greinargerð, þá sá hann, að hann var kominn á réttan rek- spöl, og hætti við íþróttateikn- ingarnar. Fyrsta höfuðbaráttan hans \ ið aðdrðttanir um vísvitandi ósannindi háði hann þó árið 1926, er Lindberg flaug frá New York til París. Ripley teiknaði mynd af flugvélinni og ritaði fyrir neðan hana: »Lindbergh var 67. maðurinn sem flaug í einni lotu yfir Atlantshafið«. Afleiðingin varð afskapleg. Tal- símar hringdu, skeyti og bréf komu þúsundum saman. Menn voru almennt svo hrifnir af hinu eindæma flugi Lindberghs, að flestir voru húnir að gleyma því, að Englendingarnir Alcoek og Brown flugu frá Irlandi til Ameríku árið 1919, og sömu- leiðis voru þeir búnir að gleyma loftskipupum 2: enska skipinu R-34, sem flaug á því sama ári

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.