Heimilisblaðið - 01.01.1942, Blaðsíða 21
HEIMILISBLAÐIÐ
19
Hún heyrði hann hlæja að baki sér, en hann fylgdi
henni ekki eftir.
Niðri á ganginum mætti Helen háum og grönn-
um manni í velktum léreftsfötum. Á jakka hans
og skyrtubrjósti var vindlingaaska. A augum hans
var undarlegur tingljái. Hann kom slagandi eftir
ganginuin með hendurnar djúpt niðri í buxnavös-
unum. Vindlingur dinglaði í munnviki hans. Þeg-
ar hann mætti Helen nam hann staðar lítið eitt.
Hún fann brennivínsþel', sem allt af fylgdi honum,
og þó hafði hún aldrei séð hann drekka.
»Þarna kemur stulkan með köldu augun og heita
hjartað«, sagði hann og glotti.
Helen varð reiðileg á svip og blóðið þaut fram 1
kinnar hennar. Hún var brædd við Louis Salvatore,
en Walter Crome hafði hún viðbjóð á.
»Færið yður, svo að ég komist fram hjá, hr. Crome«,
sagði hún stuttaralega.
»Vissulega, vissulega«, glotti hann og vék til lilió-
ar. En svo nam hann staðar og horfði á eftir þess-
ari beinvöxnu stúlku, meðan hún gekk inn þröng-
an ganginn.
Þegar Hélen hafði skellt klefadyrunum hart á efí-
ir sér, muldraði hann:
»Frænka Carsons gamla konungs. Það er hún, þótt
ættareinkennin séu ekki skýr. En ég skal elta þetta
stúlkubarn á heimsenda og til baka aftur unz við
finnum Carson konung, hann og perlur hans, finun
lrundruð eins og gallalausar perlur, fimm hundruð
frosin tár. Ég ætla upp að fá mér að drekka«.
Helen Carson sat fyrir frarnan spegilinn í klef-
anum sínum og hugsaði um þessa tvo menn.
»Hvers vegna elta þeir mig?« spurði hún sjálfa
sig. Louis Salvatore get ég á vissan liátt skilið. Hann
er samvizkulaus þorpari, sem vill giftast mér, að
því er hann segir. Það er þess vegna, sem hann of-
sækir mig. En Walter Crome, hann get ég ekki
skilið«.
Hún sat og fitlaði við granna gullfesti, sem hún
hafði um hálsinn. I festinni hékk þungur hringur,
sem annars var falinn undir kjólnum hennar. Hún
tók hann og vó hann í lófa sér. Það var þungur.
sterklegur gullhringur, signetshringur með áletruðu
fangamarki. Það var karlmannshringur allt of stóv
á liönd hennar, þess vegna bar hún hann í festi um
hálsinn. Þessi hringur hafði flutt hana frá London
kringum hálfan hnöttinn. Helen hafði fengið hring-
inn fyrir tveimur mánuðum hjá málafærslumanni
í London. Bréf nokkurt hafði fylgt hringnum. Fyrst
hafði málafærslumaðurinn skrifað henni, og l)eðið
hana að koma á skrifstofu hans. Hann vildi tala
ið að kannast við þá staðreynd,
að þér eruð orðnar gráhærðar«.
»Viljið þér, að ég taki því með
ró, að ég visni upp? Nei, þá fer
ég til annars læknis«.
Hún kom ekki aftur og hún
gerir það víst heldur aldrei
til að borga.
Gamli gráhærði doktor Wilk-
ins kvartar. yfir því að hinn
úrelti heimilislæknir hans sé
horfinn, hann, sem var vinur
allra og gaf ráð við öllu.
»En það sem þessir gömlu
karlar vissu ekki um læknis-
listina væri nóg til að fylla
heilar bókhlöður«, sagði ég.
»Drengur minn«, sagði hann
með hægð. »Þeir eru e.kki færri,
sem læknast hafa við vinsam-
legt orð og klapp á öxlina en
við allar þær lyfjaávísanir yl'-
irleitt, sem skrifaðar hafa ver-
ið«.
Ég var kallaður til frú Jak-
obsen. Hún hafði verið á leið
til kaupmannsins, en dottið á
liálli gangstétt og handleggs-
brotnað. Þegar ég fór, spurði
grannkona hennar, frú Strauss,
hvernig henni liði. »Hún er fá-
bjáni«, sagði hún blátt áfram.
»Þegar hált er, og hætt er við
hálsbroti, þá áitti hún að senda
manninn sinn«.
Fyrir nokkrum vikum varaði
ég Melvin Sevier við áreynslu
á hjartað, og sagði, að hann
þyldi ekki að hlaupa Maraþon-
hlaup það, er hann hafði lofað
að taka þátt í. En þá svaraði
hann: »Ég má lil að hlaupa.
Klúbburinn væntir þess af mér;