Heimilisblaðið - 01.01.1942, Blaðsíða 35
heimilisblaðtð
33
Einn af öðrum.
»Hann kallar sauði sína með nafni
— •— — og gengur á un.dan þeim
og sauðirnir fylgja honum af því að
þeir þekkja raust hans«.
(Jóh. 10, 3—4).
Þegar faðir eða móðir líta á barnahóp-
inn sinn, eða kennari eða prestui á iæri-
sveina sína, þá hugsa þeir meðal annars:
Ö, að þessi hópur gæti allur orðið born
Guðs! Sú hugsun er þeim ofraun, að nokk-
urt eitt af þessum kæru ung'mennum verði
ekki með, þegar hópurinn kemur saman
við markið, og' í sauðahóp er þó allt aí
einhver mislitur; en hirðirinn rekur þá þó
alla heim að kvöldi, þrátt fyrir allt.
Á þessari hugsun byggir kaþólska kirkj-
an sálgæzlu sína; þar ríður á því fyrst og'
fremst af öllu, að heyra kirltjunni til og
vera henni hlýðinn; kirkjan tekur svo
að sér að ábyrgjast hverja einstaka sál.
En þetta er ekki það, sem vakti fyrir
Jesú.
Hirðirinn rekur ekki sauðina á undan
sér með staf. Stafinn hefir hann til að
reka úlfana á flótta, en hirðirinn gengur
sjálfur á undan sauðunum og kallar á þá
með nafni og hver sauður út af fyrir sig
þekkir raust hans og fylgir honum og
með því eina móti komast þeir þangað
sem hann fer á undan þeim, út í græn-
an grashaga og að vötnum, þar sem þeir
niega næðis njóta og' koma síðan heim
aftur að kveldi.
Að svo miklu leyti sannast það líka í
Guðs ríki, að hver er sinnar hamingju
smiður. En eitt skulum vér þá hugfesta:
Stundum yfirgefur hirðirinn hjörðina í
girðingunni og fer einn síns liðs út í hag-
ana og leitar að einum sauð, sem týnsc
hefir. En það er öllum óviðkomandi, nema
bonum sjálfum, eða er ekki svo? Það snert-
ii' oss víst ekki? Jú, að þessu leyti: Vér
eigum aldrei að örvænta um einn einasta
af þeim, scm oss eru nánir og kærir. Með-
an kærleikur vor knýr oss til að þjást og
berjast í bæn fyrir týndri sál, þá verum
vissir um það í allri djörfung, að hirðir-
inn muni þrátt fyrir allt, finna hann að
lokum, því að hann segir sjálfur: »Hvað
sem þér biðjið um í mínu nafni, það mun
ég gera«. En nafn hans er f r e 1 s a r i
og h i r ð i r.
Guð allrar náðar, úthell þú yfir oss þín-
um náðar og bænar anda, svo að \ ér mætt-
um vera jafn hungrandi eftir náðuninni,
sem vér erum brennandi í bæninni og
komast með því að lokum heim frá úlf-
um og eyðimörk til föðurhúsa og friðar.
— Amen. Johannes Johnson.
ÚR BRÉFI-
Einn góður \ inur Heimilisblaðsins skrif-
ar þannig:
»... Gætuð þér ekki stækkað blaðið of-
urlítið eða ætlað lesendum ofurlftið rúm
í bTaðinu fyrir eitthvað sem þeir hefðu
áhuga fyrii að láta birtast á prenti og
væru þeirra hugðarefni, bæði í bundnu
og ðbundnu máli? — Þessi dálkur mætti
svo heita: »Fyrir lesendurna«, eða eití-
hvað á þá leið. — £g held að svona ný-
breytni yrði mjög vel tekið, enda þótt að
blaðið hækkaði ofurlítið í verði af þeim
ástæðum. Þetta gæti jafnvel orðið til þess
að blaðið yrði víðlesnara og ktfDpendum
fjölgaði, sérstaklega í sveitum ...«
Þessari uppástungu er fljótsvárað. Mér
þætti mjög vænt um, að fá slikt efni frá
lesendum blaðsins, sem gæti svo birzt í
sérstökum dálki, einum eða fleirum, eftir
ástæðum. En um þau mál, sem deilum
valda, tek ég ekkert í blaðið. Það hefir
ætíð haldið sér utan við allar deilur.
Ætti svo uppástungumaður að ríða á vað-
ið og senda blaðinu eitthvað um sín hugð-
arefni - í bundnu eða óbundnu máli --
þá koma fleiri á eftir.
Viðvíkjandi því, að stækka blaðið, þá
helzt að auka tölublaðafjölda, og þá að
hækka verðið, um það væri gott að heyra
álit sem flestra, áður en ákvörðun værí
um það tckin.