Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1942, Blaðsíða 14

Heimilisblaðið - 01.01.1942, Blaðsíða 14
12 H E IM I L I S B L A Ð I Ð þau l'eldu hugi saman, fátæki kennarinn og heimasætan. Hún flýði ineð honum að heiman og fylgdi honum síðan í svaði!- förum hans. En hún var kona göfug að geöslagi og neytti oft góðra áhrifa sinna á Trífon og ii.jargaði saklausum mönnum, sem hann ætlaði að sýna grimmcl. Segir sagan svo, að þeirra samvistum hafi iokið með skelfilegu atviki. Konan hafði ætlað að hjarga ungum manni, sem verið hafði um liríð með Trífon. Var hann ákærður af féiögum sínum fyrir svikráð við Trífon og þá félaga. Petta var dauða- sök. En jx'gai' Trífon ætlaði að höggva manninn banahögg, hljóp Elín fram fyr- ir hann og hugðist að bera af honum högg- ið. Varð Trífon þá óður af afbrýðissemi, enda hafði hann þá verið undir áhrifum víns, að liann hjó til konu sinnar og klauf bjart og fagúrt enni hennar, en hún hné fram, í faðm honum og með útbreiddan faðm, alblóðug, og var örend um leið. Trífon varð yfirkominn af skelfingu og iiörfaði undan. Hann starði á iík konunn- ar og mátti ekki ma-la, en félagar hans stóðu umhverfis þau óttaslegnir. Peytti Trífon þá blóði drifnu sverðinu frá sér, langar leiðir, tók höndum fyrir andiit sér, rak upp tryliingslegt ógnar-öskur og fleygði sér ofan á líkið. Að nokkurri stundu liðinni, stóð hann upp aftur. Félagar hans voru horfnir. Sjálfur var hann gerbreyttur maður. Harin skildi við útilegumennina, félaga sína, og fór lengi einförum og huldu höfði. Elín stóð honum fyrir hugskotssjónum. jafnt í vöku og svefni, með, ennið alhlóðugt. Hann hafði elskað þessa konu og hún hafði öllu fórnað hans vegna. Hann tærð- ist upp og varð líkari vofu en mennsk- um manni. En því meiri, sem þrenging- ar hans urðu, því ásæknari urðu draum- órarnir. Eina nóttina dreymdi hann Elínu, sem oftar. Fannst honum hún þá vera iífs og eins og hún hafði átt að sér, að öðru ieyti en því, að sárið var ílakandi á enni henn- ar og draup úr því blóð. Pótti honum hún yrða á sig og tala skýrt: »Trífon! Trífon! Engan frið færð þú, hvorki hér né annars heims, nema þú ger- ir yfirbót. Yfirbót! Heyrir þú það?« »Hvað vilt þú, að ég geri?« þóttist Tríf- on segja. »PÚ skalt fara xit á hjara veraldar. Par er hrjóstrugt land og þar eru miklir erf- iðieikar. Par skalt þú boða fátæklingum fagnaðarerindi Drottins«. Pessi draumur varð tii þess, að nú ágerd- ist enn að miklum mun vandfýsni Tríf- ons. Hann sór það við himininn, að láta sér aldrei koma inn fyrir varir »drykk þann, sem af humlum er gerður«, að neyta ekki kjöts, heldur nærast eingöngu at' fiski og villtum ávöxtum. Hann girti sig svarðreipi í stað hins skrautbúna sverð- beltis og klæddist grófri úlpu, en lín kom aldrei nálægt hans líkama. Lagði hann nú af stað fótgangandi tii hins ókunna, hrjóstruga heimskautalands. Hann hélt áfram æ lengra, þangað til hann kom til strandar. Taldi hann þá för sinni iokið. Þar bjó þjóð, sem dýrkaði hjáguöi og tilbað myndir, skriðdýr og orma. Hann liyggði sér kofa á öðrum bakka Petsjenga-árinnar, árið 1524. Reist-i hann kofa þcnnan um mílu vegar frá botni Munkafjarðar. Þar hafðist hann við í nokkur ár og átti ekki samneyti við aðra menn. Sér til iífsviðurværis veiddi hann fisk, en nærðist annars á rótum og berj- um, sem hann tíndi í skóginum. Fóru nú að berast til suðlægari sveila fregnir af einbúa þessum, sem dvaldi einn þarna iangar leiðir norður við fshaf við lélegt viðurværi og lifði þar heilögu líf- erni í strangri sjálfsafneitun. Og píla- grímar tóku að streyma þangað norður til að sjá hinn heilaga mann. Hann byggði sér nú ofurlítið bænhús. Sjálfur feildi iiann efniviðinn í það, í skóg- inum, og bar trén á bakinu heim að grunn- inum. I þessu Iiænhúsi kom hann í.vrir

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.