Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1942, Blaðsíða 20

Heimilisblaðið - 01.01.1942, Blaðsíða 20
18 HEIMIHSBLAÐIÐ aga. Það eru menn, sem hafa flúið heiminn, með freistingum hans og lystisemdum. Þeir kalla heim- kynni sitt: Einstæðingseyjuna«. Helen horfði aftur til eyjarinnar, sem var hjúpuð hinni perlukenndu þoku milli hafs og himins. Söng- urinn var hljóðnaður, og' ekkert heyrðist nema báru- gjálfrið við kinnunga »Stormflugunnar«. »Það voru kvöldklukkurnar, sem hringdu«, sagði Louis Salvatore. Nú getið þér verið hreykin yfir að hafa heyrt í kvöldklunkunum á Einstæðingseyj- unni«. Það var skerandi háð í rödd hans. »Eru þeir aleinir á eyjunni?« spurði Helen. »Það hljóta að koma þangað skip stöku sinnum, og auð- vitað getur einhver bræðranna veikzt«. »Meðal bræðranna eru einnig duglegir læknar. Auð- vitað ber það við að skip kemur til eyjarinnar, en þó ekki árlega. Skipið kemur einung'is til þess að flytja þangað nýjan bróður, einhvern, sem hefir ákveðið að segja skilið við freistingar heimsins. En þeir, sem einu sinni eru komnir til eyjarinnar yfir- gefa hana aldrei. Bræðurnir talast ekki við. Þeir nota aðeins röddina til bæna«. Það var háð í rómi Salvatores. »Annars tala þeir einungis í brýnni nauð- syn. Á Einstæðingseyjunni eru menn, sem gengið hafa í klaustur, þegar þeir voru ungir. Þeir eru orðn- ir eldgamlir nú, en frá þeirri stundu, sem þeir klædd- ust í kufl klaustursins hafa þeir aldrei séð konu«. Allt í einu hló hann stríðnislegum hæðnishlátri: »Að hugsa sér, ef ung og lagleg stúlka eins og þér væri sett þar á land. Það yrði, svei mér, hneyksli. Gaman væri að sjá hvernig þeim atburði lyki«. »En hve þér eruð vondur og ruddalegur«. Helen sneri sér gremjulega frá honum. Salvatore yppti öxíum, en hætti að hlæja, og stðð grafkyrr nokkur augnablik. Einstæðingseyjan hafði raunar veitt honum ýmislegt til umhugsunar. »Einvera og sjálfsafneitun eru þeirra hamingja«, sagði hann að síðustu. »Hver hefir sinn smekk. Ekki skal ég afneita heiminum, meðan hafið á auðæfi af perlum, og þúsundir eru til af fögrum konum, ’nanda þeim mönnum, sem geta unnið ástir þeirra«. Hann hló aftur, og Helen virti hann fyrir sér á hlið. Drættir í kringum þykku varirnar og glamp- ar í svörtum augum hans gerðu hana hrædda. Hann hélt áfram, og nú var eins og hann talaði við sjálf- an sig: »Þér fyrirlítið mig, Helen, en samt skal ég vinna yður. Þér verðið í faðmi mínum áður en ferðinni lýkur. Ég hef tekið mína ákvörðun. Þér skuluð verða konan mín«. Helen sneri við honum baki og gekk burt reið. er svo himinlifandi glaður, að hann hefir heitið að greiða mér 100 dali (dollars) aukrcitis. Á ég aðitaka við peningunum, eða á ég að reyna að koma hon- um í skilning um, að þetta hafi verið tilviljun ein og neita að taka við dölunum? Ég held, ég taki við þeim. * Þá er það velefnaður, 68 ára gamall maður, og á þrjú börn. Hún var 24 ára. Þau komu til mín til að spyrja, hvort það gæti komið til mála, að þau giftu sig. Þau virtust vera bál- skotin hvort í öðru. »Nei«, sagði ég við hann, »það ættuð þér ekki að gera. Þér gangið með hjartabilun og get- ið dottið niður dauður, þegar minnst varir«. Tveimur vikum síðar voru þau gift. Jæja, hugsaði ég með mér; litli gullgrafarinn hefir laglega veitt upp úr! Hann er nú dáinn fyrir nokkrum dögum. Ég las í blöð- unum, að hann hefði verið bezti vinur föður hennar. Ég las þar líka, að hann hefði gert erfða- skrá sína, rétt áður en hann dó, og arfleitt börn sín að öllum eigum sínum, en brúði sína að engu. Hún hafði sjálf komið þessu svona^ fyrir, að því er þar segir. Það er óskiljanlegt, eða það er, ef til vill, skiljanlegt. •f* Ekkja nokkur, frú Veroniea Rushmore heimsótti mig; hún var 68 ára. »Liðagigtin í yður og tauga- verkurinn kemur af blýeitrun, og blýeitrunin kemur aftur úr hárlitunarefnum. Þér eruð farn- ar að gerast gamlaðar. Þér verð-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.