Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1942, Blaðsíða 29

Heimilisblaðið - 01.01.1942, Blaðsíða 29
HEIMILISBLAÐIÐ 27 sag't oss frá, þar sem mýrarnar v'oru nú þurrar. Af landabréfinu mátti sjá, að sú leið var styttri og Higgs var ákafur í því, að hún væri farin. Seinna komst ég að því, að ákafi hans kom af því, aö hann hugði, að vér kynnum að hitta þar á marg- ar merkilegar rústir frá fornöld. Eg hélf því fram, að vér skyldum fara þá leiðina, sem vér þekktum. Hún væri að vísu löng og þreytandi, en tiltölulega óhult, því aö í þeirri stóru eyðimörk væri fátt árásar- manna. Hróðrekur skar loks að fullu úr málinu með því að segja, að ef við færum norðurleiðina, þá yrði þar Fungum að mæta. Hann hafði sem sé riðið út spöl- korn á undan máltíðinni og þá komist á snoðir um mik-inn her, sem hann var viss um að væri her Barungs og hann hlyti að hafa farið þar fram hjá fyrir fám stund- um. »Vera má, að konair mín hafi verið ein í þeirri sveit og mig langar ekki til að hitta hana, pabbi«, sagði hann næsta al- vörugefinn. »Hvert mun ferð þeirra hafa verið heit- ið?« spurði ég. »Það veit ég ekki«, svaraði hann, »en ég hugsa, að þeir ætli að fara hringför og ráðast á Múr, úr hinni áttinni. Eða þeir eru að leita að nýju landi í norður- vegi«. »Jæja, þá förum vér gömlu leiðina«, sagði Oliver stuttur í spuna. Ég er eins og Hróðrekur búinn að fá nóg af mönn- um í þessu landi; göngurn til náða, þess er oss sannarleg þörf«. Ivlukkan 2 fórum vér aftur á fætur, og áður en lýsti af degi vorum vér búnir að binda upp á úlfaldana og ferðbúnir. Þeg- ai' lýsa tók af degi, sáum vér, að Hróðrek- u.r hafði haft rétt fyrir sér. Vér sáum slóð- iná eftir herinn, sem hann hafði minnst á. Og sá her hlaut að hafa verið margar þúsundir manria auk úlfalda og hesta. Af ýnisum munum, sem vér fundum el'tir þá, sáum vér, að það höfðu verið Fungar, Vér sáum þó ekkert til ferða þeirra sjálfra. Og af því að vér hröðuðum ferð- um, þá sáum vér um miðdegislevtið oss til mikillar fróunar, að vér vorum komn- ir að ánni Elbúr. Hún var í mjög litlum vexti, svo vér komumst þrautalaust yfir hana. Og það kvöld slóum vér tjöldum í skóginum fyrir handan ána. Það varð nú hlutverk Higgs aö gæta úlfaldanna þá nótt. Nú kom hann um aftureldingu og vakti mig. »Mér þykir leitt að raska *ró þinni«, sagði hann: »en ég sá eitthvert furðuljós á lofti á bak við oss, seni ég hygg að þú getir greint líka«. Eg fór áfætur líka og horfði í áttina. Ég sá móta fyrir hinu hrikalega Múr- fjalli á hinni heiðu og stjörnubjörtu nóttu. Himininn yfir fjöllunum var allur sveip- aður kynlegu, rauðu ljósi. Ég gerði méi þegar í hugarlund, hvað því mundi valda, en sagði þó ekki annað en þetta: »Förurn og segjum Orrne frá því«. Hann hafði lagst fyrir undir tré kvöld- ið fyrir; en hann svaf ekki. Ég hygg, að honum hafi varla komið dúr á auga alla nóttina, brúðkaupsriótt Maquedu. Hann var risinn á fætur og stóð uppi á hóli einum lágum og starði á þessi fjöll í fjar- lægðinni með rauða bjarmanum vfir sér. »Múr stendur í björtu báli«, sag'ði lrann hátíðlega. »Ö, Guð minn, það er kviknað í Múr«, og hann sneri sér hvatlega undan. I sama bili kom Hróðrekur. »Nú eru Fungar í Múr«, sagði hann, »og skera nú alla Abatía á háls. Gott er. aö vér er- um sloppnir út úr þessu. En svínið hann Jósúa fær næsta heita brúðkaupsveizlu. Barung hatar Jósúa, hann minntist oft á það«. »Veslings Maqueda«, sagði ég við Higgs. »Hvernig skyldi henni nú líða?« »Það veit ég ekki«, svaraði hann. »En þó að ég, eins og þið hinir allir hafi dáð hana, þá má ég nú segja, að hún átti skil- ið alla þá hegningu, sem hún gat fengið, falsarinn sá arna! En það er vissulega satt«, sag'ði hann í mildari róm, »hún fékk

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.