Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1942, Blaðsíða 2

Heimilisblaðið - 01.01.1942, Blaðsíða 2
2 H E I M I L I S B L A Ð I Ð Edwin Markham Hvernig' er fólkið? Um sumardag heitan með svefnhöfga brá í svalskuggum pálmanna spámaður lá. Hann friðsælan himinn í hvíldinni fann. — Um hádegi bar þar að langferðamann. Hann settist þar, si>urði, á spámanninn leit; með spjátrungsins glolti á vörina beit: »Já, reisuleg hfbýli, heilmikil torg! En hvernig er fólkið í þessari borg?* /Því ljúft er að svara«, kvað hlýlega hinn; >;en hvers konar fólk er hann nágranni þinn?« »Hann nágranni minn? — Ekki nokkurs manns bón hann nauðstöddum veitir — er skálkur og flón«. »Já, ákveðin lýsing; hún eykur mér sorg: þér eins reynist fólkið í þessari borg«. En seinna um daginn bar annan þar að, hann áði og hvíldist í forsælustað. Hann spaklegum augum á spámanninn leit og spurði í auðsærri þekkingarleit. »Já, reisuleg híbýli, heilmikil torg! En hvernig er fólkið í þessari borg?« »Því ljúft er að svara«, kvað hlýlega hinn, »en hvers konar fólk er hann nágranni þinn?« »Hver einasta sál, er í sveit minni býr, í sannleika virðist mér göfug og skír«. »Já, ákveðin lýsing, hún eyðir mér sorg: þér eins reynist fólkið í þessari borg«. Þó eydd sé nú borgin og ártafið gleymt, er efnið í sögunni vandlega geymt. »Lögberg«. Sig. Júl. Jóhannesson þýddi.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.