Heimilisblaðið - 01.01.1942, Blaðsíða 15
HEIMILISBLAÐIÐ
13
helgum myndum, sem hann hafði haft
með sér norður, og mynd af Elínu með
blóðugt enni. Hugðu rnenn, að hann heföi
málað þá mynd sjálfur.
En brátt var orðið all mannmargt þar
hjá einsetumanninum og fór nú að ber-
ast að honum fé. Kristnum mönnum, sem
af honum fréttu, fannst sem eitthvað dul-
arfullt byggi hér að baki. Mönnum var
þetta svo óskiljanlegt, að ókunnur maö-
ur var að byggja Drottni musteri þarna
norður á hjara veraldar, í óþekktu byggð-
arlagi, þar sem menn héldu að væri koi-
dimm nótt annan helming ársins, en bjaft-
ur dagur hinn helminginn.
Pílagrímarnir sem heimsóttu Sóló-
wetski-klaustrið, og ákafastir voru, héldu
sumir áfram alla leið til bænhússins við
Munkafjörð og fórnuðu þar helgigjöfum
sínum 4 altari kirkjunnar og báðust fyr-
ir. Og það var venja þessara pílagríma,
að tína þarna nokkur villiblóm, áður en
þeir færi þaðan og hafa til endurminn-
ingar um pílagrímsförina. Geymdu þeir
síðan þessi blóm sem helga dóma.
Menn úr nærsveitunum komu einnig í
heimsóknir til Trífons til þess að skoða
bænhúsið, og fór hann þá að gefa sig
meira að Löppunum, sem voru menn
heiðnir, og fræða þá um kristindóminn.
En þeir voru tregir á að sinna prédikun-
um hans og einkum gerðust Nóídar eða
töframenn þeirra mjög andvígir Trífoni..
Réðust þeir að honum og hótuðu honum
lífláti, ef hann hefði sig ekki á brott úr
landi þeirra. Og í þjóðsögunum segir, að
beir hafi oft ætlað að framkvæma þessar
hótanir, »en Drottinn hélt hendi sinni
yfir honum«. Og þegar hann heimsótti
Þá, var hart á því, að þeir vildu hýsa hann.
Þeir blönduðu mat hans óþverra og gerðu
honum sitt hvað til angurs. En hann var
umburðarlyndur svo að fádæmum sætii
°g þolinmóður við þá, eins og sannkristn-
um mönnum sæmdi. »Hann umbar allt,
treysti öllum, vonaði allt og þoldi allt«.
Og að því kom, að þeir gátu ekki annad
i
en heiðrað hann og dáð, elskað hann og
virt. Og þá fóru þeir líka að gefa gaum
að prédikun hans. En vegna þess, að hann
var hvorki munkur eða prestvígður, gat
hann ekki skírt þá.
Enn bar þarna gesti að garði, en það
voru rússneskir fiskimenn, sem héldu til
á þessum slóðum á sumrin, og leituðu til
bænhússins og tóku þátt í guðsþjónust-
um. Þeir tóku það upp hjá sjálfum sér
að gjalda tíund eða offur, og á þann hátt
barst Trífon talsvert fé.
Sá hann nú, að hér mátti ekki við svo
búið standa. Honum var nauðugur sá einn
kostur, að leita aftur samvinnu við aðra
menn, því að hann þurfti að fá sér að-
stoðarmenn.
Tók hann sér nú ferð á hendur til Nov-
gorod, um árið 1530 og fékk leyfi Makaií
erkibiskups til þess að reisa kirkju við
Petsjengaá. Og þegar hann fór heimleiðis
aftur, voru í för með honum bygginga-
meistari og smiðir og reistu þeir með hon-
um fagra kirkju við Petsjenga, nokkru
nær firðinum en bænhúsið og skammt frá
árósunum.
Ekki var kirkja þessi vígð strax, og liðu
svo tvö ár. En árið 1532 fór Trífon til
Kólahéraðs, þar sem síðar reis upp borgin
Kóla, eða árið 1582. Árið 1529, — sumir
-ætla að það hafi verið 1475, — hafði munlc-
ur einn frá Sólówetski, Feódórit að nafni,
reist þar klaustur og kirkju, við mynni
Kólafljóts, og þar hitti Trífon prest einn,
Ilija að nafni. Þennan prest fékk hann
til að koma með sér til Munkafjarðar og
vígja kirkjuna. En kirkjunni var gefið
nafn heilagrar þrenningar. Og ekki var
þetta allt, því að presturinn færði kirkju-
smiðinn í munkakufl, skírði hann Trífon
og veitti honum prestsvígslu. Það er þess
vegna líklegt, að hann hafi heitið öðru
nafni, á meðan hann stundaði rán og
manndráp, en það hermir ekki sagan.
En prestur þessi skírði nú ennfremur alla
þá Lappa, sem Trífon hafði kennt krist-
in fræði.