Heimilisblaðið - 01.01.1942, Blaðsíða 18
16
HEIMILISBLAÐIÐ
I.
. 0 v e ð r i ð.
Aldrei nokkurntíma þau 23 ár, sem Helen Car-
son var búin að lifa, hafði henni fundizt hún vera
jafn einmana og óhamingjusöm eins og nú, þegar
hún stóð á þilfari skonnortunnar »Stormflugan« og
starði út yfir hinn óendanlega flöt Kyrrahafsins.
Það var tíu daga ferð frá Honolulu, þar sem hún
hafði lagt af stað á þessu hvíta skipi. Eftir fjóra
daga mundi eyjan Fenai koma í augsýn. En þang-
að var ferðinni heitið fyrst um sinn. Hvað síðar
mundi verða hafði hún enga hugmynd um. Nú vav
Helen kvíðafull, það hafði hún ekki veríð, þegar hún
kom til Honolulu. Þá hafði hún verið vongóð og
titrað af eftirvæntingu gagnvart æfintýrinu. Því
það var æfintýri, að hún vélritunarstúlka frá Lond-
on var komin hinumegin á hnöttinn. Hinir geisl-
andi sterku litir Kyrrahafsins, og fegurð hitabeltis-
héraðanna höfðu alveg töfrað hana. En nú vissi liún,
að bak við þessa fegurð voru duldar hættur, sem
hún gat ekki komizt hjá. Þær ógnuðu stöðugt meira,
eftir því sem »Stormflugan« nálgaðist Fenai.
Allan daginn hafði skonnortan siglt fyrir fullum
seglum. Mildur og hlýr blær hafði borið hana yfir
hið bláa, gáraða haf. Nú hrópaði Abel skipstjóri
einhverja skipun frá stjórnpalli sínum. Það kom
hraði á hina innfæddu skipsmenn og »Stormfiug-
an« breytti stefnu. Seglunum var snúið. Þau liðu
flöktandi til annarar hliðar, lílcust grófu tjaldi, sem
væri dregið frá.
Beint fyrir stafni sást eyja, sem var svo fögur
að Helen stóð á öndinni af undrun.
f sólsetursbjarmanum virtist eyjan svífa í perlu-
.kenndri þoku.
Við strönd hennar var hinn djúpi hafblámi rof-
inn af glitvandi löðri, sem þeyttist um neðansjávar
rif, en ylir eyjunni lá róslitt mistur. Eyjan var mjög
Úr dagbok læknis.
Alkunnur læknir í Bandaríkj-
unum við algengum sjúkdóm-
um, Chideckel að nafni, hefir
ritað smáathugasemdir um
sjúklinga sína á hinum 25
starfsárum sínum, en þó ekki
til að setja þær á bækur. Það
eru eingöngu smágreinar, sem
lýsa ýmsum smáatvikum úr
starfi læknis, sem hefir mörgu
að sinna. Nokkrar þessar smá-
greinar hans hefir eitt blað í
Bandaríkjunum tekið upp, og
mun mörgum þykja gaman að
iesa þær.
»Megrunarfarganið virðist
hafa altekið marga þar vestra,
og gert skynsamt fólk að fá-
bjánum. Hún Bernardine Starks
leitaði til mín og ég sagði henni,
að hinir bústnu kálfar hennar
væru það af því, að hún hefði
svelt sig, en þá sagði hún, að
ég væri ekki með öllum mjalla.
Hún átti vinkonu, sem var át-
vagl mikið, og hún var iíka með
bústna kálfa.
*
Og þá var það hún frú Penn-
ington, sem gekk með allt of
mikla mergð rauðra korna í
blóðinu. Hún þverneitar því, að
eta feitmeti; hún kveðst held-
ur vilja láta grafa sig horaða,
en lifa, róandi í spiki.
*
Þá er það hún Lucy Wood-
ward — hún er dauðhrædd um
að kærastinn hennar segi skil-
ið við hana, og má hana telja
eina af þessum fágætu, hraustu
manneskjum, sem eru reiðubún-
ar til að þola illt fyrir gott inál-
efni. Hun var heldur óþolin-
móð, þegar hún kom inn til mín,