Heimilisblaðið - 01.09.1947, Síða 28
184
HEIMILISBLAÐIP
því tilvalin til að auka á tortryggni liennar.
En þar sem hún liafði lofað að þegja, ákvað
hún að efna loforð sitt, en hún hafði ekki
lofað að leita sér ekki óbeinna upplýsinga.
Hún lét þess vegna setja liestana aftur fyrir
vagninn og lagði af stað í heintsókn til nokk-
urra kunningjakvenna sinna, eins og ekkert
sérstakt væri um að vera.
Sú, sem hún heimsótti fyrst, var gömul
hirðmær, sem var mjög heyrnarsljó og því
ntjög fáfróð um viðburði þessa heims. Heini-
sóknin var þess vegna ákaflega stútt. Önnur
í röðinni var Adína furstynja. Hún var hvorki
heyrnarsljó né mállaus, en liún hafði ríka
ástæðu til að þegja. Það hafði Gretsky greif-
nyja enga hugmynd um, en einliver ósjálf-
ráð grunsemd, byggð á langri lífsreynslu, kom
henni til að halda eins konar yfirheyrslu
yfir furstynjunni — en þó án þess að hún
tæki eftir því. Ef til vill hugsaði greifynjan
líka um það, að Rezof væri lífvarðarfor-
ingi og hann væri bróðir liinnar fögru furst-
ynju og ætti kannske einn eða fleiri vini, sem
hefðu flækzt inn í þetta hneykslismál. En
þar var enn ein ástæða til þess að fá furst-
ynjuna til að leysa frá skjóðunjni.
Fyrst ræddu þær um tízkuna, svo um dans-
leik, sem aðallinn ætlaði að lialda í góð-
gerðarsömum tilgangi. Því næst urn kirkju-
ránið, og loks komst greifynjan með lagi að
efninu .
— Það er vonandi, að lögreglan verði heppn-
ari í þetta sinn en í sambandi við hneykslis-
málið í „Rauðhettunni“ fyrir inánuði síðan,
þér munið.
Furstynjan hristi höfuðið.
— Okkar kæri Klineus hershöfðingi var
óheppimi í því máli, hélt greifynjan áfram,
sem ekki var ókunnugt um daður Adínu
við hann. Það er kynlegt, að hann skyldi
láta snúa svona á sig. Þeir komust ekki að
neinu, að ég held.
— Engu.
— Að geta ekki fundið neinn hinna þriggja,
það er í rauninni injög athyglisvert. Menn
segja, að hann sé að verða hyskinn í starfi
sínu. Er það satt?
Adína gekk í gildruna.
— En sú hugmvnd! hrópaði liún með helzt
til miklu fjöri. Hann er starfsamari en nokkru
sinni áður.
—- Nú, fyrst svo er, því betra, sagði greit’
ynjan góðlátlega. Það er sagna þe6sa nllS'
heppnaða ináls, að þetta hefur komizt á loft-
— Hvað komizt á loft? Hvar er það sagt-
Þarna niðri? Með „þarna niðri“ átti liún við
vetrarhöllina. Greifynjan bandaði liendin111
neitandi, en Adína var móðguð.
■— Nei, það gagnar ekki, að þér neitið þvl'
Allir vita, að þér eruð þögul sem gröfn1-
Það er, sannast að segja, kynlegt uppátæk1
að segja slíkt um mann, þó að hontim hafi
ekki tekizt vel með eitt einstakt mál. E°
ef þér viljið lieyra mína skoðun um niálið’
greifafrú, þá er öll sagan um „Rauðhettu»a
og það, sem þar gerðist, skammarlegasta
skröksaga.
— Það lialdið þér?
— Ég er viss í minni sök. Ég hef sann-
anir fyrir því, að hvorki þessi stúlkukind 111
faðir hennar liafa nokkru sinni verið til-
Það er allt sainan uppspuni „hinna rauðu ’
til þess að gera árás á aðalinn og linekkja
veldi hans. Faðirinn er leppur og dóttir
lians brúða með gleraugu.
— Nú, svo að þér haldið, að . . .
— Að liinir seku hafi ekki fundizt, 3
því að enginn glæpur hafi verið framu111’
lauk Adína máli sínu. Þér sjáið, að aun1
ingja hershöfðinginn hefur töluverðar afsak
anir.
• f
— Það er mér mikið gleðiefni, svaraði greI
ynjan og stóð á fætur. Það eru enn inikh1
betri og líklegri sannanir fyrir þessu en þesS
ar, sem þér nefnduð.
— Og þær eru? spurði Adína ,um leið °r
hún fylgdi gesti sínum til dyra.
— Að hann sækist eftir hylli yðar, n1*®
fagra, litla vinkona, og allir vita, að þér eru
ekki sú, er tekur á móti hylli annarra en okkar
tignustu og beztu manna.
Þetta var sagt ineð svo yndislegu hrosi °£
með svo mikilli mýkt í röddinni, að Ad111,1
furstynja gleypti við því sem liinu sætastu
liunangi. Þegar hún var orðin ein, sagði ku
við sjálfa sig, að greifynjan hefði verið dóu*1
leg- _ . -g
Á sömu stundu sagði Gretsky greifynja V1.
sjálfa sig: — Það er áreiðanlegt, að hun
ættingja eða vin, sem inn í málið er flæktur'
Það er ekki hlaupið að því að gera vinuU1
yðar miska, furstynja, þér kunnið að verja þa'