Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1947, Blaðsíða 36

Heimilisblaðið - 01.09.1947, Blaðsíða 36
192 HEIMILISBLAÐlP BÓKAFREGN gefa sig að trúmálum og hefur flutt fjölda erin,'‘1 um trúmál og gefið út margar hækur sama ef»,s- Ilafa ]>ær valtið mjög mikla athygli í Bretlantlj víðar. Þykja þær hin snjöllustu trúvarnarrit. liefur Bókagerðin Lilja gefið út eftir sama höfun hókina Rétt og rangt. FRÁ TOKYÓ TIL MOSKVU, eftir Ólaf Ólafsson, kristnihoða. Eins og kunnugt er hefur Ólafur um 14 ára skeið dvalið í Kína sem trúboði. Hann hefur ferðast mikið um Austurlönd og mun vafalaust hafa mestan lcunnugleika og þekk- ingu á þeitn löndunt allra íslendinga. Hann hefur auk þess ferðast kriugum hnöttinn. Það segir sig sjálft, að svo víðförull maður hefur frá mörgu að segja. Enda er hann þegar orðinn þjóðinni kunnur af fyrirlestrarferðum sínum hér a landi og einnig af útvarpserindum sínum. Bólc þessi er samin upp úr fyrrnefndum erindunt, en er allmikið aukin að efni, sem ekki hefur áður komið fyrir almennings sjónir. Er hér unt að ræða afbragðslýsingar á sögu, lifnaðarháttum og löndum fjarlægra þjóða eftir glögg- an sjónarvott, sem er lagið að flétta ótrúlega miklum fróðlcik inn í skemmtilega og lifandi frásögn. Kaflar hókarinnar heita: Sóleyjar. — Land og saga. — Með viðkomu í Japan. — Gengið á Fúsíyama. — Kristnir þjóðarleiðtogar. — Kínamúrinn. — Man- sjúría. — Lagt upp í langferð. — Frá syðsta tanga til nyrztu skóga. — Síbír. Bókin er prýdd fjölda rnynda, 1>. á. m. einni lit- mynd af hinu helga' fjalli Japana, Fúsíyama. HETJUR A DAUÐASTUND, eftir Dagfinn Hauge, sem var fangelsisprestur í Akershusfangelsinu í Osló á stríðsárunum. Bókin er að mestu útdráttur úr dagbókum prests- ins og segir frá kynnum hans af mönnum, sem dærnd- ir höfðu verið til dauða í fangelsinu. Félck hann t. d. oft tækifæri til að vera hjá þeim síðustu nóttina, sem þeir lifðu og hafði því góða aðstöðu lil að kynn- ast haráttu þeirra og sálarþreki. Ennfremur gefur hókin glöggar upplýsingar unt þau átök, sem áttu sér stað í Noregi á styrjaldarárunum. Bókin hefur vakið geysilega athygli um öll Norð- urlönd og verið gefin út í fjöldamörgum útgáfum. í Noregi var hún metsöluhók. Ástráður Sigurstein- dórsson íslenzkaði bókina. GUÐ OG MENN, eftir C. S. Lewis, Andrés Björnsson íslenzkaði. Höfundurinn er þekktur hókmenntafræðingur við há- skólann í Oxford. Fyrir fáum árum tók hann að PASSÍUSÁLMARNIR í rnjög smekklcgri vasaútgáfu, sem séra Sigurbjór Einarsson, dósent, hefur búið undir prentun. Er í að hann annist um útgáfu annara andlegra ljóða serfl Hallgríms Péturssonar, sem Lilja áformar að ge^‘' út með svipuðu sniði og Passíusálmana. Þessari útgáfu Passíusálmanna fylgir litprentað 11 ilblað og ennfremur hið upprunalega titilhlað l'öf undarins sjálfs. Þá fylgir inngangur eða heilsun höf undarins og söinulciðis niðurlagsorð hans, sem slePI’’ hefur verið í mörgum síðari útgáfum Passíusálinannfl- í kringum hverja síðu er prentaður snotur rainm1' sem niikil prýði er að. Þá má rninnast á einn k»s* enn við þessa útgáfu, sem þeir munu vel kunna fl^ meta, sem sækja kirkjur á föstunni, en það.er, núiner er við öll eriiuli sálmanna, þannig, að a»ð veldara er að nota þá til söngs. Bókagerðin Lilja er ung að árum, en hefur sam1 verið mikilvirk. Árið 1943 sendi hún frá sér fyrsl11 þrjár bækurnar, árið 1944 fjórar hækur, 1945 scS hækur, 1916 sex bækur, og nú, 1947, ellefu b*h»r' Merkasta þeirra allra niá sjálfsagt telja Sölva, slcn 1 sögu séra Friðriks Friðrikssonar, sem verður í tv'el stórum bindum og mun vera voii á fyrra hi»dinU nú fyrir jólin, en það síðara mun lcoma út 1 ' í tilefni af 80 ára afmæli höfundarins. Þá forniar Lilja að gefa tit sögur frú Guðiú|lflr heit. Lárusdóttur, í ritsafni. Annast sonur Iie»»fll' Lárus Sigurbjörnsson, útgáfuna, og maður he»nflr‘ séra Sigurhjörn Á. Gíslason, ínun rita inngang n,e æviágripi. Er áætlað að verkið muni verða 4 1»" í stóru hroti imi 400 hls. hvert. 1., 3., 4., 7., 11., 20., 31. Þessir.árgangar af Heimilisblaðm11 verða keyptir á afgreiðslu hlaðs' ins í Bergslaðastræti 27, R'íh-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.