Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1949, Qupperneq 6

Heimilisblaðið - 01.01.1949, Qupperneq 6
4 HEIMILISBLAÐIÐ skólum okkar og annarra þannig, að nemendur verða að verja allverulegum liluta síns dýrmæta námstíma í erfitt og oft árangurslítið tungumála- stagl. Mönnum er gert að skyldu, að nema þrjú til fjögur erlend mál, og stundum fleiri, og læra fleiri tugi flókinna og leiðinlegra málfræðireglna. Ar- angurinn af öllu þessu námi er oft svo sorglega lítill, að eftir þriggja til fjögurra vetra nám er mikill hluti nemendanna naumast bænabókarfær í j)ess- um málum, livað })á lieldur að þeir geti tekið J)átl í almenn- um viðræðum við útlendinga. Það mun sízt bfsagt um Esper- anto, að menn séu betur á vegi staddir með eins vetrar nám að baki í því, en fjögurra vetra nám í Jjjóðtungunum. Ætti Jiví ekki að vera vandséð, hver létt- ir nemendum yrði að Jiví, ef þeir væru losaðir við Jjá óhemju miklu heimavinnu, sem mála- námið óhjákvæmilega leggur Jieim á herðar, en gætu lagt J)eim mun meiri áherzlu á önn- ur viðfangsefni, sem stæðu nær huga þeirra. Þeir, sem sérstak- an hug hafa á tungumálanámi, gætu engu að síður numið þau mál, sem þá langaði til, J)ar eð Esperanto-nám krefst miklu minni vinnu en annað tungu- málanám, en er })ar að auki ágætur undirbúningur undir nám í öðrum málum, bæði livað málfræði snertir og eins hitt, að orðstofnar þeir, sem Esper- anto er byggt á, eru mestmegnis teknir úr rómönskum málum. Stofnarnir liafa sömu grund- vallarmerkingu í Esperanto og í þeim málum, sem þeir eru fengnir úr, svo að bverjum manni ætli að vera |)að auð- skilið, liver hjálp er að því, að liafa J)egar aflað sér þekkingar á merkingu fjölda algengra orða liinna rómönsku mála, áð- ur en nám er hafið í þeim. IV. Ekki er svo að skilja, að Esperanto sé eina tilbúna mál- ið, sem fram hefur komið. Mesti fjöldi sh'kra mála hefur verið saminn, en ekkert J)eirra náð neinni teljandi útbreiðslu eða viðurkenningu nema Esper- anto. Menn munu kannast við að liafa heyrt nöfn eins og ldo, Volapiik, Novial o. fl., en ókost- ir J)eirra liafa orðið það J)ung- ir á metunum, að þau liafa fall- ið um sjálf sig af þeirri eðli- legu ástæðu, að aiinað mál, full- komnara að byggingu, einfald- ara, auðveldara og hljómfeg- urra, liefur verið fyrir hendi, sem sé Esperanto. Enn fremur hefur verið gerð tilraun með J)á furðulegu málsmíð, sem nefnd hefur verið Stofnenska (Basic-English). Er hún með þeim hætti, að tekin eru 850 orð úr enskri tungu, og látið svo heita, að slíkt sé nægilegur orðaforði til að tjá hvaða hugs- un sem er. \ mis algeng orð og setningar verður því að um- rita á hinn furðulegasta hátt, þar eð ekki er leyfilegt að nota nema viss orð úr hinni mjög svo fjölskrúðugu tungu Eng- lendinga. Má nærri geta, að slík misþyrming þjóðtungu hlýtur að verka illa á alla })á menn, sem unna fögru máli, enda hafa margir málsmetandi menn lát- ið J)á skoðun í ljósi á málskrípi þessu, að það sé svo tilbreyt- ingarláust og staglsamt, að varla geti J)ann mann, er liafi liaft Jmlinmæði til að komast í gegn um heila bók á J)ví. Ekki er lieldur líklegt, að nokkur enskumælandi maður nennti að eyða tíma í svo J)ýð- ingarlaust starf, að leggja á minnið, hvaða 850 orð það eru, sem heimilt væri að nota, og sterkar líkur eru fvrir }>ví, að nokkur misbrestur vildi verða á að halda sér innan Iiinna settu takmarka um leyfileg orð. Hitt er mjög sennilegt, að fvlgj- endur stofnenskunnar hugsi sem svo, að ef hægt verði að ginna menn til að leggja út í stofnenskunám, þá muni Jiað verða til J)ess, að J)eir fari að nema almennilega ensku, og sé J)á liver sem það gerir, lík- legur til að leggja enskunni lið sem alþjóðlegu hjálparmáli. En svo mun fara um stofnenskuna, sem önnur misheppnuð lijálp- armál, að innan nokkurs tíma mun menn aðeins ráma í nafn- ið sem hvern annan forngrip. V; Eins og fyrr er vikið að, er Esperanto myndað á þann hátt, að teknir eru orðstofnar úr evrópskum málum — einkum rómönskum — og þeim samd- ar einfaldar og auðlærðar málfræðireglur. Hver orð- stofn liefur sína óraskanlegu merkingu, en síðan eru mynd- uð af honum samsett orð með notkun viðskeyta og forskeyta ásamt samtengingu hinna ýmsu orðstofna, eftir því, sem þörf krefur. Málfræðireglurnar eru fáar og skýrar, og frá þeim eru engar undantekningar, sem

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.