Heimilisblaðið - 01.01.1949, Qupperneq 28
26
HEIMILISBLAÐIÐ
upp á móti því bragði mínu, heyrðist röd(l hrópa innan úr
lnisinu:
— Skömm er að sjá til þín, Clon! Víktu til hliðar, víktu til
Iiliðar, heyrirðu það? Ég er hrædd um, að þér liafið orðið fvrir
slysi, lierra minn.
Á þessa leið voru móttökurnar í húsi þessu, og þar eð stundin
og aðstæðurnar voru liver annarri skuggalegri, minntist ég þeirra
æ síðan. Umhverfis anddyrið voru svalir meðfram veggjunum,
og ljósið virtist verða að engu vegna þess, live liátt var til lofts
og veggirnir dökkir. Mér fannst allt þetta því líkast, sem ég
væri staddur í geysistórum hellismunna, og þjónninn með kirkju-
garðsandlitið væri forynja. Hið eina, sem unnið gat bug á þessari
tilfinningu, var röddin, sem ávarpaði mig. Ég sneri mér skjálf-
andi á beinunum í áttina til hennar, og er ég skyggði hönd fyrir
auga, gat ég greint kvenmann, sem stóð undir svölunum. Við
hlið hennar sá ég djarfa fyrir manni, sem ég áleit, að væri
þjónninn, sem ég hafði séð í veitingaliúsinu um kvöldið.
Ég þagði og lineigði mig. Tennurnar nötruðu í munni mér.
Ég var máttfarinn og þurfti ekki að látast vera aumari en ég
var, og rödd konu þessarar vakti hjá mér einhverskonar hræðslu,
sem ekki var auðvelt að gera sér grein fyrir af liverju stafaði.
-— Einn inanna okkar liefur sagt mér frá yður, hélt konan
áfram utan úr myrkrinu. Það var leiðinlegt, að allt þetta skyldi
þurfa að koma fyrir yður, en ég er hrædd um, að þér hafði verið
ógætinn í orðum.
— Þetta er allt sjálfum mér að kenna, frú, sagði ég auðmjúkur.
Ég bið aðeins um liúsaskjól í nótt.
— Sú stund er enn ekki upprunnin, að við getum ekki veitt
vinum okkar það! svaraði hún með tiginmannlegri kurteisi.
Eigi slíkt eftir að ske, herra minn, munum við sjálf vera orðin
heimilislaus.
Það fór um mig lirollur, og ég forðaðist eins og heitan eldinn
að horfa á liana, því, ef satt skal segja,'hafði ég ekki gert mér
það nógu ljóst áður, með hvaða hætti þangaðkomu mína mundi
bera að höndum — ég hafði ekki gert mér grein fyrir smáatrið-
unum, og nú, þegar athafnastundin var upprunnin, var andstyggi-
leiki þessa auðvirðilega starfs mér næstum því ofraun. Mér
hafði alltaf getizt illa að starfi þessu frá uppliafi, en ég átti
einskis úrkostar þá og ég átti einskis úrkostar nú. Sem betur
fór duldi þreytan og sársaukinn svip minn, annars mundi ég
strax hafa vakið grun, því hafi nokkur maður nokkurntíma verið
skömmustulegur eins og hundur, eða liafi Gil de Berault nokk-
urntíma fundizt liann leggjast svívirðilega lágt, þá var það í
þetta sinn og á þessum stað -— á dyraþröskuldi frú de Coche-
forét, hlýðandi á alúðleg móttökuorð liennar.
Þó held ég, að einn maður hafi grunað mig. Dyravörðurinn
Clon hélt dyrunum ennþá þrjózkulega í hálfa gátt og horfði
á mig með fjandsamlegu glotti sínu, þangað til liúsmóðir lians skip-
alla þá gleði, alla þá lirifningu,
sem mér hefur hlotnazt af því
að virða fyrir mér verk handa
þinna. Sjá, nú hef ég lagt síð-
ustu hönd á þessa bók, sem
felur í sér árangurinn af iðju
minni. Yið samningu þessarar
bókar hef ég beitt allri þeirri
greind, sem þú liefur gefið mér.
Ég hef hirt mönnum allan mik-
illeik verka þinna, og ég lief
skýrt fyrir þeim vitnisburðina
um þau, að svo miklu leyti sem
minn takmarkaði andi liefur
leyft mér að ná yfir óendanleik
þeirra. Ég hef leitast við að
lyfta mér upp til sannleikans
eftir braut mannlegrar hugsun-
ar. Og ef ég, aumur jarðarmaðk-
ur, getinn og alinn upp í synd-
inni, kynni að hafa sagt eitt-
livað, sem ekki er þér samboðið,
ó, þá sýn mér það, til þess að
ég geti afrnáð það. Hef ég ekki
látið heillast af ginningu sjálfs-
þóttans með því að virða fyrir
mér hina undursamlegu fegurð
verka þinna? Hef ég ekki haft
frægð mína fyrir augum, þegar
ég reisti þennan minnisvarða,
sem ætti þó eingöngu að vera
vígður þér til dýrðar? Ó, ef
svo væri, þá vertu mér mildur
og miskunnsamur faðir, og unn
mér þeirrar náðar, að þetta rit,
sem ég hef nú nýlega lagt síð-
ustu liönd á, megi ávallt vera
vanmáttugt til að leiða illt af
sér, en megi þar á móti efla
dýrð þína, og verða til sálu-
bótar.
LJngi maSurinn: Dóttir yðar segist
gjarna vilja verða konan mín.
FaSirinn: Þér megið sjálfum yður
um kenna. Þér hafið hangið hér eins
og grár köttur á hverju kvöldi að
undanförnu.