Heimilisblaðið - 01.01.1949, Blaðsíða 35
HEIMILISBLAÐIÐ
33
— Vesalings maðurinn! Þér liafið ekki lieyrt sögu lians? sagði
frúin.
— Ég lief heyrt nokkuð af henni, svaraði ég. Louis sagði
mér það.
— Ég verð að viðurkenna, að mig hryllir stundum við hon-
um, svaraði hún lágum rórni. Hann liefur þjáðst — hræðilega
mikið, og það fyrir okkur. En ég vildi, að iiann hefði ekki ein-
mitt orðið fyrir þessu við slíkan og þvílíkan starfa. Njósnarar
eru nauðsynlegir, en maður vill lielzt ekki þurfa að umgangast
þá. Allt, sem á eittlivað skylt við svik, er svo hræðilegt.
Fijótur, Louis! iirópaði ungfrúin, komdu með koníak,
ef það er tii! Ég er viss um, að þér eruð — ennþá veikur, herra
minn.
— Nei, þakka yður fyrir, tautaði ég liásri röddu, og reyndi
eftir fremsta megni að ná stjórn á mér aftur. Ég er alveg heil-
brigður. Þetta var — gamalt sár, sem ég finn stundum til í.
4. kafli.
Frú og ungfrú.
p|N svo að engu sé leynt, var það ekki gamalt sár, sem olli
mér slíkum sársauka, heldur orð frúarinnar. Þegar Clon
vakti athygli mína á sér í garðinum þá fyrir skömmu, hafði
gamla liarkan bvrjað að ná tökum á mér, og nú höfðu orð frú-
arinnar hneppt mig að fullu í gömlu brynjuna. Ég sá nú, með
heiskju í liuga, það sem mér hafði kannske gleymzt um stund,
hversu mikið liyhlýpi var staðfest milli mín og þessara kvenna,
hversu ólík sjónarmið okkar, réynsla og markmið voru. Ég
hæddist með sjálfum mér að hinum fínu tilfinningum þeirra
— eða hélt að ég gerði það — en engu minna dár dró ég að
heimsku sjálfs mín, að ég skyldi láta mig dreyma, þótt ekki
væri nema augnablik, að ég gæti, kominn á minn aldur, snúið
aftur — snúið aftur, og lagt allt í liættu fyrir duttlunga, hik
eða töfra einnar einverustundar.
Ég þykist þess fullviss, að eittlivað þessu líkt hafi mátt ráða
af svip mínum, því þegar frúin leit á mig, sá ég bregða fyrir
vandræðaglampa í augum hennar, og ungfrúin fjasaði í liálfgerðu
Liti um hitt og þetta. Ég ímyndaði mér að minnsta kosti, að
þessu væri þann veg farið, og ég flýtti mér að stilla mig aftur,
og konurnar tvær gleymdu hrátt, eða virtust gleyma, ])essu at-
viki, og liugsuðu urn það eitt, að halda að mér hinum fábreyttu
en ljúffengu réttum, sem bornir voru á borð.
Framhald.
S K R I T L U R
-— Hvers vegna nota Kínverjar hvít
axlabönd?
-— Það veit ég ekki.
— Þeir gera það til að halda hux-
unum upp um sig.
— Einmitt það, en veiztu, hvers
vegna Japanar nota svört axlabönd?
— Já, þeir nota þau sennilegu lika
lil að Iialda huxunum upp um sig.
— Nei, þeir nota þau til að missa
ekki buxurnar niður um sig.
Vinur niinn einn sótti skó konu
sinnar í viðgerð. Hann fékk ekkert
hréf utan um skóna hjá skósmiðn-
unt, svo að hann varð að hera þá
lausa í hendinni, þótt hunn kæmi
sér varla að því. A heimleiðinni sat
maður andspænis honum í strætis-
vagninum og einblíndi á hann. Þegar
vinur minn fór út úr vagninum, sagði
ínaðurinn: — Þú ætlar ekki aldeilis
að láta liana elta þig, karlinn!
Maður nokkur átti selló með ein-
um streng, sem hann lék á klukku-
stundum saman og liélt þá fingrin-
um alltaf á sama staðnum. Mánuð
eftir mánuð varð kona hans að hlusta
á þennan sárgrætilega hávaða. Að
lokum sagði hún í örvæntingu sinni:
— Heyrðu, ég hef tekið eftir því, að
á öðrum sellóum eru fjórir strengir
og þeir senx leika á þau, eru á sí-
felldri hreyfingu með fingurna.
Maðurinn hætti að leika rétt sem
snöggvast og sagði óþolinmóður:
— Auðvitað hafa hinir fjóra strengi
á þeim og eru á sífelldri hreyfingu
með fingurna. Þeir eru að leita að
rétta staðnum, en þann stað hef ég
þegar fundið!
LiSþjálfinn: Hvað gengur að þess-
um nýliða?
HermaSurinn: Hann er veikur.
LiSþjáljinn: Hann er ekkert veik-
ur, liann heldur hara að hann sé það.
Skömmu síðar.----------
LiSþjáljinn: Hvernig líður nýlið-
anum, sem hélt að liann væri veikur?
HermaSurinn: Nú heldur ltann, að
hann sé dauður.