Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1952, Blaðsíða 5

Heimilisblaðið - 01.05.1952, Blaðsíða 5
77 H EIM I LI S B L A Ð IÐ |j * Urgundarvíns í geysistórum S^> því að hann vildi ekki sia sterka drykki og allra sízt °kkteila. Chesterton var svo 'rðulaus um ytra útlit sitt fádæmum sætti. Vinkona pirra hjóna hefur sagt svo að þegar ekkert stoðaði, naii það verið hún, sem fann handa honum búning uatlu, sem hann varð kunnur Vrir að bera í blaðamanna- Verfinu og á öllum skop- ^yndum um víða veröld — sióru rómantísku Porthoskáp- !Ua> sem skýldi fitu hans, Versu mikið sem hann lét efti lr sér að auka við hana, arðabreiða hattinn og hár- Guann. En með skóreimarn- 61 gekk hann óhnýttar til auðadags, því að hún gat Ul elt hann á röndum, hvert 6ítl hann fór. ^ ^hesterton skrifaði um allt. . °num þótti gaman að vinna ^nan um fólk og það jók ^1 hans svo að undrum j^ti. Yfirþjónn á einu af , °et Street veitingahúsunum . Ur lýst honum þannig fyrir j sinum: „Mjög einkenni- ,6gUr maður. Hann situr og ^r- Síðan skrifar hann. Og Svo Ul ^ niaer hann að því, sem sfnn fiefur skrifað". En hann ^'far án afláts, dálk í Daily e^6'Vs °g heila síðu í Illustrat- ^ London News á hverjum s fnngangsorð að hverju síð11 6r’ ^ra Ustu skáldsögu Gorkís og 1 ^ Pess endalausan flaum af uúnu máli sem óbundnu. v S. staðar er hann skrifandi, ^njujgga j stílabækur, ekki h\j6lI1S 1 veitingahúsum, kaffi- 111 og knæpum, heldur einnig í bifreiðum, á efri hæð strætisvagna, já, meira að segja gangandi á götunni. Ef hann er ekki að skrifa, þá er hann að tala, hann eys í kringum sig þversögnum og rekur upp skellihlátra að sinni eigin fyndni. Og öllu öðru fremur lætur hann aka sér í bifreið, alltaf bifreið, enda þótt hann þurfi ekki að fara nema smáspöl og jafnvel þótt hann verði að biðja ökumann- inn að lána sér fyrir fargjald- inu. Fyndnin og þversögnin eru engin uppgerð hjá Chesterton, hann þarf ekkert að leggja á sig þess vegna. Það er hið eðlilega tjáningarform hans. Hann er líka fyndinn sem kristinn maður og lýðræðis- sinni — en það tvennt er eitt og hið sama að áliti Chester- tons. Aldrei hafa þessar í sjálfu sér virðingarverðu lífsskoðanir verið varðar með hnitmiðaðri snilliyrðum, áhrifaríkari myndum eða meira ruglandi þversögnum. I raun og sannleika hefur Chest- erton kannske aldrei verið eins snjall og eftir að vinur hans, Faðir Brown, — sá hinn sami og er leynilögreglumað- ur í hinum kunnu Föður Brown-bókum og hét í raun og veru Faðir O’Connor — sneri honum til kaþólskrar trúar. Danski heimspekingur- inn og blaðamaðurinn Harald Nielsen hefur kallað hann ný- tízku afturhaldsmann. Ernst Wigforss, sem á æskuárum sínum gaf út rit um hann, kallaði hann róttækan aftur- haldsmann. Báðar eru nafn- giftirnar vel til fundnar. Hann hefur sjálfur sagt svo frá, að alla heimspeki sína hafi hann lært af henni ömmu sinni gömlu. Hún samtvinnaði hið alþýðlega því, sem helgað var erfðavenjum. Þessa heim- speki, sem var „svo einföld, að jafnvel lærður maður mundi geta skilið hana“, ver hann með stílblæ fyrir vand- fýsna gáfumenn og notfærir sér til þess hárfínustu töfra- brögð nútímarökvísi, sem út af fyrir sig er þversögn. Hann ber takmarkalausa fyrirlitn- ingu fyrir vísindamönnunum, sérfræðingunum. Þeir eru vit- lausir, álitur hann. „Vitlaus er ekki sá, sem misst hefur skynsemi sína, heldur sá, sem misst hefur allt nema skyn- semina“. Þeir þramma hring eftir hring eins og fábjánar eftir sínum eigin hugsanastíg. Þeir sitja í hringakandi neð- anjarðarbrautinni og aka hring eftir hring, „án þess að geta innt af hendi hina frjálsu, orkueyðandi og leyndardóms- fullu athöfn að fara úr lest- inni við Gower Street“. Að betrumbæta slíkan ráðvilling er ekki að ræða við heimspek- ing, heldur að reka út djöful- inn. Hann hæðir skynsemis- trúarmennina fyrir að hungr- aðar sálir þeirra skuli ekki geta trúað á kraftaverk og yfirnáttúrlega hluti, þar sem sú mergð er til af vitnisburð- um manna um slíkt, að líkja má við löðrandi vatnsfall. Og ef menn geta ekki trúað vitn- isburði annarra manna, þá ættu ekki heldur þeir, sem ekki hafa komið til Ameríku, að viðurkenna að hún sé þeg- Frh. á bls. 103.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.