Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1952, Blaðsíða 27

Heimilisblaðið - 01.05.1952, Blaðsíða 27
Heimilisblaðið 99 ^ Framhaldssaga barnanna JjVERS VEGNA ætti hann ekki að segja allt eins og Var þá þegar? Nei, hann vildi 6kki „kjafta frá“. Þó að hann Vlssi, að Tómas hefði unnið til refsingar, þá ætlaði hann að k°ma fram eins og hetju s^mdi og ekki segja frá neinu. — Hvernig datztu ofan í skurðinn, Albert? spurði skóg- arvörðurinn aftur. Segðu mér bað. Albert anzaði því ekki, enda ^Pé höfuð hans magnvana nið- 1111 á öxl mannsins, svo að L ‘°Uum gleymdist, að hann ^efði ekkert svar fengið við sPUrningu sinni. ~~ Ógnar mæða er þetta, Sagði skógarvörðurinn eins og Vlð sjálfan sig, og það er að vissu leyti ég, sem á sök á þessu böli. En ég hugs- aði ekki um neitt nema veika dr eUgmn minn og var næstum J1''! örvita, svo að ég gleymdi P^ssari vandræða byssu; og að Pgsa sér að vesalings dreng- Uriun skuli verða örkumla alla lítið betur farinn en hvít- v°ðungur. Það hefði næstum Pví verið betra að hann hefði feilgið að deyja. ^ann tautaði þetta í hálf- 11111 Hljóðum, en Albert heyrði Saint allt sem hann sagði. Hann hafði engan heyrt tala þannig um ólán sitt fyrr, og hann kenndi sárt til í hjarta. Hann hugsaði með sjálfum sér, að Bom hefði alveg rétt fyrir sér. Það hefði verið miklu betra að hann hefði fengið að deyja, heldur en að lifa þannig, öðr- um til mæðu og meðaumkunar, — ósjálfbjarga eins og hvít- voðungur. — Æ, hvers vegna hafði hann orðið fyrir þessu óláni ? Þeir voru nú komnir heim til Alberts. Skógarvörðurinn hringdi ekki dyrabjöllunni, heldur opnaði dyrnar sjálfur og bar drenginn rakleitt inn í stofuna, þar sem gleði og glaumur ríkti. — Ég er hræddur um að dagar hans hefðu verið taldir ef mig hefði ekki borið þarna að, sagði skógarvörðurinn, sem kunni illa glaðværðinni, sem ríkti þarna á meðan drengur- inn var að bana kominn niðri í skurðinum. — Ó, elsku drengurinn minn! Hvað er að þér? varð frú Will- én að orði og leit til hans ást- úðaraugum, og með óttabland- inni ástúðar-umhyggju, sem sýndi sig í orðum hennar og athöfnum. En athygli Alberts beindist í aðra átt, er hann heyrði Le- onhard segja: — Hvað er þetta, Albert! Ekki gat mér komið til hugar að þú gætir ekki gengið þenna spöl einn! Albert leit til hans ásökun- araugum, en kom ekki upp einu orði, því að hann hafði nú fengið ákafan skjálfta, bæði vegna kulda og geðshræring- arinnar út af þessu öllu saman. Þegar hann var kominn í hlýja rúmið sitt, seinna um kvöldið, og búinn að fá heitt að drekka, sagði hann allt í einu: — Er það ekki rétt, mamma, að það hefði verið betra, að ég hefði dáið? — Nei, nei, Albert! Hvernig hefur þér getað dottið það í hug, elsku drengurinn minn? — Hann Bom sagði það, svaraði Albert og hraus hug- ur við umhugsuninni um þann sársauka, er þessi orð skógar- varðarins höfðu valdið hon- um. Hann sagði, að ég mundi verða ósjálfbjarga eins og hvít- voðungur alla ævi. — Það var ljótt af Bom að segja þetta, sagði móðir hans með áherzlu. Hann hefur eng- an skilning á því, að það er hægt að eiga annan styrk en líkamlegan, og hann getur þér hlotnazt. Það er líka hægt að verða mikill maður með öðru móti en því, að vera langur og limastór, eins og Bom. Albert greip hendi móður sinnar með báðum höndum og kyssti hana. Orð hennar höfðu verkað eins og græðilyf á sorg- bitið hjarta hans. — Mamma, — ég ætla að reyna — ég reyni — ég hef reynt —, sagði hann hæglát-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.