Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1952, Blaðsíða 22

Heimilisblaðið - 01.05.1952, Blaðsíða 22
94 ir öll einkenni sjúkdómsins og veit, að hann er ólæknandi. Það voru ennþá timm menn eftir í stofunni. Þeir fóru frá barnum, ekki allir í einu, en tveir og tveir i senn, rétt eins og þeir þyrftu að ræða mikilvæg viðskiptamál í einrúmi. Eftir komu Ogden-bræðranna var hljótt í stofunni, eins og á undan hnefaleikakeppni, þegar þaggað er niður í áhorfendum smátt og smátt og kyrrðin verður svo algjör að heyra má saumnál detta. Þannig var það í barnum eftir að Ogden-bræðurnir komu. Þeir voru háir, vel vaxnir og herða- breiðir, í alla staði myndarlegir menn. Þeir höfðu þann sið að vera síhlæjandi, og þeir, sem ekki þekktu þennan hlátur vissu ekki, hvernig bæri að taka hann, því hlátur getur verið tvíeggjað sverð. Núna brostu þeir íbyggnir hvor til annars, um leið og þeir lyftu glösunum. Þeir skáluðu ekki við gestgjafann eins og venjulega. Þeir vörpuðu ekki fram góðlátlegu gamni til annarra við barinn eins og þeir voru vanir. I þetta skipti voru þeir fljótir að drekka. Svo settu þeir glösin all harkalega frá sér á borðið. Þeir tóku að íhuga ráð sitt. Þeir voru komnir til þess að drepa Harrison Destry. Það var þeim ljóst og öðrum, er inni í veitingastofunni voru. En þeir þurftu einhverja tylliástæðu til þess. Þeir kærðu sig ekki um að ganga beint til verks og skjóta dónann niður eins og hund! Þeir skiptust á nokkrum kjarn- yrtum setningum og ræddu um, hvernig heppilegast mundi vera að snúa sér í málinu. En Destry gaf þeim enga ástæðu til að ráðast gegn sér. Hann horfði alltaf með sama sljóa svipnum út í loftið án þess að mæla orð, bað ekki um neinar skýringar, spurði ekki um álit neins. Að lokum sagði hann hæglátlega. — Láttu mig fá einn til! Gestgjafinn varð undrandi, er hann sá að glas Destrys var tómt. Hann rétti fram- flöskuna, og þeg- ar Destry hafði hellt í glas sitt á ný, fyllti gestgjafinn sitt glas. því hann þarfnaðist hressingar. Allir þögðu í stofunni. Einn mannanna hafði farið svo lítið bar á út, hinir ætluðu að vera vitni að dauða Harry Destrys. Ekki vegna þess að hann væri þess virði núna, en hann hafði einu sinni verið karl í krapinu. Allt í einu sagði Jud Ogden: — Destry? Destry lyfti höfðinu og brosti dauflega. Andlit hans sá enginn á þessari stundu nema gestgjafinn. en um hann fóru furðulegir krampadrætt- ir og svelgdist honum svo á vín- inu, að það skvettist út um allt gólf. Hann setti glasið á borðið, svo breytti hann um ákvörðun og hvolfdi því í sig í einum teyg, sem eftir var. Hann ræskti sig ákaft, en hellti svo á ný í glasið. Hann greip með báðum höndum utan um borðrönd- ina og horfði eins og dáleiddur, ekki á Ogden-bræðurna, heldur á Destry, rétt eins og mikilla tíð- inda væri að vænta frá honum. — Destry, sagði Clarence Ogden og tók upp þráðinn frá bróður sín- um. Þú sýndir okkur einu sinni rangsleitni, Destry! — Hef ég sýnt ykkur rang- sleitni ? sagði Destry og virtist hugsa sig um. Hef ég gert ykkur óleik ? — Já, þú gerðir okkur óleik, skaut Jud Ogden inn i ruddalega. Aftur varð hljótt í veitingastof- unni, og áhorfendurnir, sem fund- ust þeir vera öruggastir í skugg- anum, horfðu hver á annan. Þeir vissu, að stundin var í nánd. — Jæja, sagði Destry. Mér þykir það ákaflega leiðinlegt, ef ég hef gert einhverjum hér í bænum óleik! Ég get ekki afborið þá hugsun! Hann sneri sér frá barnum og hló annarlegum hlátri. Það fór hrollur um gestina. Bræðurnir litu út undan sér hvor á annan, eins og þeir hefðu búizt við þessu. Svo sneri Clarence Ogd- en sér að Destry. — Viðbjóðslega rottan þín! sagði hann. En Destry hreyfði sig ekki. HEIMILISBLAÐIÐ — Þetta eru harkaleg umm®'1' sagði hann. En um leið og hann talaði, varð öllum ljóst, er heyrðu til hans, a® hann var ekki hræddur! Hann. lítilmennið, heigullinn, vék sér f>'a barnum, svo að hann sæi andW bræðranna, og þegar hann talað1 var hann blíðróma. — Þetta eru harkaleg umm®*1' sagði Destry. Og það var enginn hræðslu- hreimur í rödd hans. Sælleg andlit Ogden-bræðranna urðu litverp. Áhorfendurnir þrýstu sér ósjálfrátt þéttar hver að öðr- um. Þeir voru við öllu búnir. Og Destry hélt áfram: — HverS vegna kallið þið mig þetta' drengir ? Ogden-bræðurnir þögðu. Þeir voru komnir hingað í þelin tilgangi að finna villikött, er hafð1 misst bæði klær og tennur. það sýndi sig, að þeim hafði skjátl azt hrapallega! — Ég heyrði ótrúlega ljótt °r frá ykkur, sagði Destry. Það sæ111 tilfinningar mínar. Ég kem hinga inn og bið um hressingu, og s'° komið þið, Ogden-bræðurn11 ■ Hraustir menn. Stórir menn. ViH'1 lega vel þekktir. Þið kallið wtó viðbjóðslegt nagdýr, hvers vegna • Hann brosti til þeirra, en Þel1 brostu ekki á móti. — Það getur þó ómögulega ver ið, sagði Destry jafnrólega og a ur, að þið séuð hingað komnir 11 að leita að vesælum hundi, sel1 hefur verið barinn og kúgaður, e11 finnið svo reglulegan hund í st9 inn! Bros hans varð stærra, og Pa var hans og hann stækkaði allul’ brjóst hans þandist út og augurl urðu stærri. — Það er ómögulegt, sagði hann- að þið Ogden-bræðurnir séuð hug lausar rottur, sem renna af hólm1 Hann færði sig hratt að þeim' og þeir hörfuðu ósjálfrátt undan. — Það getur ekki verið, að PK séuð lúsugir flysjungar, sagði DeS try. — Það getur ekki verið, bm11, hann við og hækkaði röddina, a þið gangið um bæinn með mei l;lS svip, eins og þið væruð md'

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.