Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1952, Blaðsíða 16

Heimilisblaðið - 01.05.1952, Blaðsíða 16
88 HEIMILISBLAÐIÖ Gerald Kersh FRAKKINN, KONURNAR 17'ONAN með banangula hár- iv ið hreykti sér og dró að sér athygli manna með fyrir- gangi miklum, eins og hún væri á einhverskonar sýningu. Strax er hætta virtist á, að athygli samkvæmisgestanna á henni sljóvgaðist, hækkaði hún röddina. Ef þeir reyndu að laumast burtu, dró hún þá aftur til baka. Salurinn kliðaði af rabbi hundrað smáhópa masandi fólks. I salnum fyrir innan dönsuðu fimmtíu pör eftir tónum 15 manna hljómsveit- ar, og negrastúlka söng Basin Street Blues með rödd, sem var eins og volgt hunang. En-það get ég lagt við heið- ur minn og samvizku, að skrækirnir í þessari glymj- andi konu heyrðust glöggt og greinilega þangað sem ég sat, að minnsta kosti tíu metra í burtu: Kvak-ak-ak-aak! Hvell- ir og nístandi eins og í ofsa- hræddri önd í þrumuveðri. Hún sveiflaði höndunum SEM ÞEKKTI óstjórnlega í kringum sig, hnippti í fólk og sló glettnis- lega í það. Einu sinni elti hún ungan undrandi mann hring- inn i kringum sófa með held- ur ótiginmannlegu látbragði. Hún bægslaðist áfram eins og sækýr — þessar ólögulegu sævarskepnur, sem dýragarðs- eigendur hafa í sæbúrum og sýna sem „ekta hafmeyjar“. Mig langaði til að kyrkja hana eða að minnsta kosti binda hana einhvers staðar. Hún kom mér í illt skap, þessi ljós- hærða kona, sem minnti helzt á drynjandi lúðrasveit. Það var ekki einu sinni hægt að ásaka hana fyrir að hún væri lagleg. Grísaaugu, hrosstenn- ur. Andlitið á henni var gljá- andi, og röddin vældi eins og 75 aura skrækiblaðra. — Burr! sagði ég við rosk- inn mann, sem stóð hægra megin við mig. — Afsakið . . . — Ég sagði Burr! og átti við þennan hræðilega kven- mann. Hlustið þér á, hafið þér nokkurn tíma heyrt a^ra eins rödd? — Það er alveg rétt, sagði hann. Röddin í . henni el skelfileg. Það er eins og Hou elle orðaði það svo fagurleg3' Til eru fögur blóm, sem ekk1 hafa ilm og fagrar konur, sea1 ekki hafa yndisþokka. Enda þótt fegursta kona í heim111 um væri, hefur hún fráhrind' andi áhrif á mig, ef hennar er ekki hljómfögul Ættum við að labba selT1 snöggvast út í trjágarðinn- — Því ekki það? Við gengum út. Honu11'1 fylgdi einskonar ýktur settur glæsileiki, þessum fe leita og skemmtilega gamH manni. I fari hans var eiH hvað, sem minnti mig á lel^ arann Conrad Veidt, sem 1111 er látinn. Hin skerandi, e gula rödd fylgdi okkur eftjr’ ljóshærða konan sló glettnij lega utan í feitlaginn ka1- mann með nellíku. — Kerlingarskrukka! urI" aði ég. — Það var Pigault-Leb1"11 sem sagði: Sá, sem alltaf ar vel um konur, hefur e , kynnzt þeim nógu vel; s3’ sem alltaf talar illa um Þ^ ’ hefur alls ekki kynnzt Þel11^ Ég er Frakki, ungi maður, ^ hef kynnt mér konurnar. hef alltaf haft til að ber a ye1 greind að vissu marki og þjálfaða dómgreind, auk ÞeS^ allmikla peninga og —■ Þ ,^_ ég var ungur — aðlaðand1 lit, og því hefur mig ekki sk° tækifæri til þess að kyu ine mér þær. — Eruð þér kv^ ur? spurði hann allt í el°U

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.