Heimilisblaðið - 01.05.1952, Blaðsíða 30
102
Vertu ekki að gráta mín
vegna, ég skal reyna að
kvarta ekki oftar.
— Manstu eftir því, Albert,
sagði hún og brosti í gegnum
tárin, hvernig Drottinn bar
þunga krossinn sinn okkar
vegna og hvernig hann einn-
ig hné niður undir þunga
byrðarinnar. Þá bar þar að
mann, sem hét Símon frá
Cýrene, og tóku þeir þá kross-
inn og létu manninn bera hann
fyrir Jesú. Gömul sögn segir,
að þessi maður hafi seinna
orðið trúr lærisveinn frelsar-
ans, sem hann áður hafði bor-
ið krossinn fyrir. Ég man, að
við töluðum um þetta einu
sinni, endur fyrir löngu og
ég minnist þess enn, að þú
óskaðir þess að þú hefðir ver-
ið í sporum mannsins og feng-
ið að bera krossinn fyrir Jesú.
Jæja þá, drengurinn minn,
ógæfa sú, sem Jesús hefur
lagt þér á herðar, er einmitt
krossinn, sem þú átt að bera
með þolinmæði fyrir hann.
Albert leit upp og augu
hans ljómuðu af gleði og
þakklátssemi. — Mig langar,
mamma — sannarlega vil ég
reyna að vera hugrakkur og
bera þenna kross. Hann skal
ekki iðrast þess að hafa lagt
hann á mig.
— Já, drengurinn minn. Ef
að þú hugrakkur tekur á þig
krossinn, sem frelsari þinn
hefur fengið þér að bera, mun
hann einhverntíma verða þér
til blessunar og hjálpar í stað-
inn fyrir það, að hann er þér
nú til sorgar og mæðu.
Frú Willén gekk út í bili,
en Albert lá eftir inni með
sæla gleði og frið í hjarta.
Nýjar hugsanir höfðu vaknað
í huga hans — nýjar, fagrar
framtíðarvonir. Hann hafði
freistazt til að álíta sig standa
öllum öðrum drengjum að
baki, vegna þess að hann var
farlama, og hann gat aldrei
gleymt hinum miskunnarlausu
háðsyrðum Tómasar, þegar
hanp hrinti honum niður í
skurðinn, og ekki heldur með-
aumkunarorðum skógarvarð-
arins, er hann bar hann heim,
vesalings ósjálfbjarga og ör-
kumla aumingja, sem ávallt
yrði háður meðaumkun góðra,
og fyrirlitningu vondra með-
bræðra sinna! En nú sá hann
þetta í allt öðru Ijósi. Nú var
það heiður hans, vesalings litla
drengsins, að frelsari hans
áleit hann þess verðan að
taka á sig og þola svo þunga
raun. Hann skyldi aldrei
framar gráta yfir ógæfu sinni,
aldrei hryggja móður sína
með umkvörtunum. Hann
ætlaði að bera krossinn, sem
Jesús hafði lagt honum á
herðar, með hugprýði.
Nú kom móðir hans inn
aftur.
— Heyrðu, Albert, sagði
hún, hann Tómas Bom er
hérna og spyr, hvort hann
megi koma inn og heilsa upp
á þig.
— Ó, mamma! gall Albert
við og stokkroðnaði. Ég held
að það sé bezt, að hann komi
ekki eins og nú stendur, sagði
hann svo hálf hikandi. Vertu
svo væn að segja honum að
ég geti ekki talað við hann
í dag.
Frú Willén lét aftur dyrn-
ar og settist hjá Albert. — Ég
held að Tómas sé kominn til
HEIMILISBLAÐIP
að biðja þig fyrirgefningar>
Albert, sagði hún alvarlega-
Hann virðist vera mjög sorg'
bitinn.
— Hvernig veiztu að þa^
var hann, mamma, ég hef
ekki minnzt á það við neinn,
ekki einu sinni við Þ1®’
mamma? sagði Albert for'
viða.
— Nei, það er satt, en ég
hef nú komizt að því samt-
Og ég fór rakleitt til Tóm'
asar, einn daginn, og talaði
alvarlega við hann, og nú e1
hann ákaflega sorgbitinn yfir
því sem hann gerði.
Cf
— En hann pabbi hans •
Hefur hann fengið að vita um
það? Hefur Tómasi verið refs'
að fyrir það? Heldur hann að
ég hafi sagt eftir honum?
— Nei, pabbi hans veit
ekkert um þetta. Ég bjóst við,
að þér væri ekki um að e&
segði honum það. En ég sagði
Tómasi hins vegar, að Þel
væri umhugað um, að engm11
fengi að vita hver það va1 >
sem hrinti þér niður í skurð'
inn. Hann var undrandi yÞ1
því, og ég held næstum Þvl
að hann hafi viknað nokkuð
við að heyra það. Ef þú verð'
ur nú vingjarnlegur við hanm
Albert, getur þú ef til vil|
stutt að því að hann verð1
betri drengur eftir en áður-
— Ég skal reyna Þa^’
mamma, sagði Albert.
Frú Willén gekk Þa út
rétt á eftir var drepið létt a
dyrnar og Albert svaraði:
Kom inn! Kom Tómas Þa 1
ljós í dyrunum, fölur °%
feimnislegur og hélt á húfu
sinni á milli handanna.
Framh.