Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1952, Blaðsíða 14

Heimilisblaðið - 01.05.1952, Blaðsíða 14
86 HEIMILISBLAÐlp sögu hans sjálfur, ef þú hefð- ir ekki fengið sönnun á henni með hvarfi skrifstofumanns- ins þíns. Alveg eins og Mac- beth mundi aldrei hafa trúað því, að hann yrði konungur, ef hann hefði ekki fengið sönnun fyrir því að hann fengi aðalsnafnbót, kennda við Cawdor. — Það getur verið rétt, sagði prófessorinn og kinkaði hóglátlega kolli. En þegar sönnunin kom, þá vissi ég að það var satt. Þú segir, að ég hafi ekkert séð sjálfur. En það gerði ég, ég sá skrifstofu- manninn minn hverfa, Berr- idge hvarf. — Berrid^e hvarf ekki, svaraði Faðir Brown. Þvert á móti. — Hvað áttu við með ,,þvert á móti“? — Ég á við, að hann hafi ekki horfið, sagði Faðir Brown. Hann kom í ljós. Openshaw horfði þvert yfir borðið á vin sinn, en augun höfðu þegar breytt um svip, eins og þau voru vön að gera, þegar hann einbeitti hugan- um að nýju viðhorfi einhvers viðfangsefnis. Presturinn hélt áfram: — Hann kom í ljós í skrif- stofunni þinni, dulbúinn, með rautt og úfið skegg, vafinn luralegri kápu og kynnti sig sem séra Luke Pringle. Og þú hafðir aldrei tekið það vel eftir skrifstofumanninum þín- um, að þú þekktir hann aftur, 'og það þó að hann væri ekki betur dulbúinn en þetta. — En, hóf prófessorinn máls. — Mundir þú geta lýst honum fyr'ir lögreglunni? spurði Faðir Brown. Nei, það gætir þú ekki. Þú mundir kannske vita, að hann var sléttrakaður og notaði lituð gleraugu, og það eitt, að taka þau gleraugu af sér, var betri dulbúningur en að sitja á sig önnur. Þú hafðir aldrei tekið eftir augum hans frekar en þú hafðir tekið eftir sál hans, en þau augu eru glaðsinna og hláturmild. Hann hafði þegar orðið sér úti um bókardoðr- antinn og hin einkennin, síð- an braut hann kaldur og ró- legur rúðuna, festi á sig skeggið, fór í kápuna og þrammaði inn í herbergið þitt í þeirri fullvissu, að þú hefðir aldrei séð hann á ævinni. — En hvers vegna hefði hann átt að leika svona djöf- ullega á mig? — Einmitt þess vegna, að þú hafðir aldrei á ævinni lit- ið á hann, sagði Faðir Brown, og hann beygði til höndina og kreppti hana lauslega, eins og hann mundi hafa barið í borðið, ef honum hefði verið það eiginlegt að beita handa- tilburðum. Þú kallaðir hann Reiknivélina vegna þess, að bað var eina gagnið, sem þú hafðir af honum. Þú tókst aldrei eftir því, sem ókunn- um manni, er leið átti inn í skrifstofuna þína, varð ljóst eftir fimm mínútna samræð- ur, sem sé það, að skrifstofu- maðurinn þinn var maður með fastmótaða skapgerð, að hann var maður mjög glað- sinna og hafði alls konar skoðanir á þér og kenningum bínum og orði því, sem af þér fór fyrir að geta ,,flett ofan af“ fólki. Skilur þú ekki, hversu mjög hann kitlaði í fingurgómana eftir að reyna að sanna, að þú gætir ekki einu sinni flett ofan af þín- um eigin skrifstofumanni? Svona gamansamar hugmynd- ir hefur hann af öllu tagi. Til dæmis að safna gagnS, lausum hlutum. Þekkir Þu ekki söguna af konunn1' sem keypti tvo af ga®nSj lausustu hlutunum, sem voru, sem sé látúnsskilti SalT1, als læknis og tréfót? þessum tveim hlutum skaP aði hugmyndaríki skrifstofu maðurinn þinn hinn frsega doktor Hankey jafn auðvel lega og hann skapaði sögu persónuna kaptein WaleS' Slóðina bjó hann til fyí'ir an húsið sitt ... — Áttu við, að húsið Hampstead, þar sem við kolU um, hafi verið hús BerridgeS sjálfs? spurði Openshaw. — Kannaðist þú nokku við húsið hans — eða ®in_u sinni við heimilisfangið? presturinn. Hlustaðu nU mig, en haltu ekki, að eg fara óvirðulegum orðum uU þig né starf þitt. Þú ert u1* ilvægur þjónn sannleikanS' . þú veizt, að ég mundi ald,e geta farið óvirðulegum orðul1 um slíkan mann. Þú ne f sagðl á vilí' séð í gegnum fjölmarga lyg' :tt ara, þegar þú hefur einS6[; þér það, en beindu athyP þinni ekki aðeins að lygurUl‘_ beindu henni einstöku sinI1 .einS um að heiðarlegu fólki og til dæmis þjóninum. 7 — Hvar er Berridge núna spurði prófessorinn eftir þögn. —— Ég er ekki í minn ^ vafa um, að hann er nu stí> oí skrifstofunni þinni. I raim ^ veru kom hann aftur á skr1^ stofuna þína á sömu stun ^ sem séra Pringle tók að . í bókinni voðalegu og h'* út í bláinn. síð' Enn varð löng þögn, en an hló prófessor Opensn^.jg og það var hlátur 1,11 manns, sem er nogu stor

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.