Heimilisblaðið - 01.05.1952, Blaðsíða 15
11E I M I L I S B L A Ð I Ð
87
KVIÐLINGAR
eftir Brynjólf Björnsson frá Norðfirði
KvEÐIÐ á köldu vori
Sumarið fegurð sína
seint oss lætur skína;
harðúðg élin hvína,
höldar gleði týna.
STRÁ
Eins og strá um ævisjá
einatt má ég reika;
vonin há í höfn að ná
hvergi frá mun skeika.
Sefur Sunna löngum,
syrtir dals of þröngum,
brotnar brim á töngum,
byljir svarra á dröngum.
Ei mig saka um það má
oft þó blakist lífs við stjá,
eins og nakið stararstrá
straumi hrakið til og frá.
Elugmóð fetar lóa
freðna yfir móa;
eykur ört á snjóa
ems og væri Góa.
Betur að oss búðu
blessað vor, og hlúðu;
aftur að oss snúðu
asjón þinni prúðu.
stökur
Ellin vinnur mér ei mein,
Lótt mörgum valdi pínu.
^skan lifir hlý og hrein
1 hugar-inni mínu.
Bólarhalla sjóla frá
sólbros falla á trega,
^anns er galla, mein og þrá
mhda alla vega.
, Seta látið líta svo út, sem
^ahn Sg lítill. Síðan sagði
anh snögglega:
~ Ég geri ráð fyrir, að ég
,®bt þetta skilið fyrir það,
aft 6g eftir nánasta
v st°ðarfólki mínu. En þú
^ður ag viðurkenna, að
• Ss> atburðakeðja var vel til
P ii.
talhn að hræða mann.
- . þér aldrei nokkur
1. nsta ógn af þessari hræði-
t6Kn bók?
0 ~~~ 0> hvað það snertir, þá
ég . 1 ég hana strax þegar
^ana liggja þarna, sagði
r Brown. f henni voru
til6lns óskrifuð blöð. Sjáðu
vji eg er nefnilega alveg laus
0 njátrú.
VORKOMA
Hýrnar njóla, hækkar sól,
hlýnar gjólan svala.
Blikar fjóla brátt á hól,
— blóm í skjóli dala.
KAFFILOF
Kaffið lífgar, kætir hug.
Kaffið örvar vinnudug.
Kaffið ólund knýr á bug.
Kaffið lyftir sál á flug.
f SVALVIÐRI
Nú er ’ann þrunginn norð-austan,
nú er þungur sjórinn.
Hækkar drungi hafs um rann.
hleðst í bungur snjórinn.
HALDIÐ FRÁ LANDI með vélbát
Gnoðin syndir, — glitrar sær —
gára myndar hvíta.
Blómgað strindi, er flýgur fjær,
fyllst er yndi að líta.
HALDIÐ TIL LANDS
Hlaðin veiði skundar skeið
skeljungs breiðar grundir,
styttist leiðin ljúf og greið,
láin freyðir undir.
KVÖLDKYRRÐ
Tignarfríðu fjöllin háu
földuð hvítum breðahjúp.
Logar stjarna á lofti bláu,
ljóma slær á marardjúp.
Niðurlag á kvæði er nefnist:
BARNAGÆLA
List er svo að lifa
að lýðum sé til þrifa,
'steini úr brautu bifa,
brattar leiðir klifa.
( >
Brynjólfur Björnsson
er œttaður úr Breiðdal, en
jœddur og uppalinn á Stöðvar-
jirði, og bjó þar jyrstu búskap-
arár sín. Fluttist svo til Norð-
jjarðar, og bjó þar milli 30 og
40 ár. Síðasta áratuginn hefur
hann átt heimili í Reykjavík, hjá
dætrum sínum: Þórdísi og Bjarn-
veigu.
Brynjöljur er nú gamall mað-
ur orðinn, — kominn á nítugasta
aldursárið, — þrotinn að líkum-
legu j>reki, en andlega heill.
Hann á enn sín áhugamál, þó að
þau séu í öðru jólgin en áður
fyrr. Nú lúta störf huns að því
að ganga jrá ýmsum skrifum,
sem hann hefur áhuga fyrir að
gela lokið við áður en œvinni
lýkur. En Brynjólfur er ritfœr
vel, á sína vísu, og einnig vel
hagorður, og er hann nokkuð
kunnur fyrir það. Hafa birzt
kvœði eftir hann í blöðum og
tímaritum — helzt trúarlegs efnis,
en hann er einlœgur trúmaður,
og felur Guði allt sitt ráð eins
og sannir trúmenn gera. Hóg-
vœrð hans og prúðmennska bera
því líka vitni, en hann er fá-
gœtur maður í þeim efnum, —
sifellt glaður og rólegur, og blið-
ur eins og barn. Það á við um
hann þessi vísa Steingríms:
Elli, þú ert ekki þung
anda Guði kærum.
Fögur sál er ávallt ung
undir silfurhærum.
Það er sönn gæfa fyrir hvern
og einn að fá að beru slík ein-
kenni í ellinni. — Það eru jafn-
framt einkenni blessunarríkrar
ævi. M. Gíslason.
L__________________________________j
Helzt skal hefja markið
hátt yfir daglegt slarkið.
Mammons þys og þjarkið.
þrætur, ys og harkið.
í rósemd skulum reyna
að rækta göfgi beina,
ala hugsjón hreina,
helztu lækning meina.
Allar íslands vættir
efli frið og sættir,
svo að helgir hættir
haldist gegnum ættir.