Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1952, Blaðsíða 20

Heimilisblaðið - 01.05.1952, Blaðsíða 20
92 HEIMILISBLAÐIP getur ekki synjað mér um aðgang. En það heyrðist ekki fleira til raddarinnar fvrir innan dvr himnaríkis. Og er syndarinn hafði beðið stundarkorn, tók hann enn að berja á dyr og sárbiðja um að sér yrði lileypt inn í konungs- ríki himnanna. Þá heyrðist þriðja röddin tala fyrir innan dyrnar og liún sagði: Hver er þessi maður og hvernig hefur haim lifað á jörðinni? Og rödd ákærandans svaraði, og í þriðja skipti þuldi hún upp hinar illu athafnir manns- ins en nefndi engar góðar. Þá tók röddin fyrir innan dyrnar aftur til máls. — Fyrir því skalt þú fara brott héðan, sagði liún. Syndarar mega ekki koma inn í konungsríki himn- anna. En syndarinn lirópaði: — 0, dómari, ég heyri rödd þína, en ég sé ekki auglit þitt og ég veit ekki nafn þitt. Og röddin svaraði: — Ég er lieilagur Jóhannes, lærisveinn- inn, sem Jesús elskaði. Þá þagnaði syndarinn og sagði: — Nú getur þú ekki synjað mér um aðgang. Pétur og Davíð liefðu getað lileypt mér iim, af því að þeir þekkja veikleika mannanna og náð Guðs, en þú munt hleypa mér inn af því að þú átt til kær- leika í ríkum mæli. 0, lieilag- ur Jóhannes, skrifaðir þú ekki í bók þína, að Guð sé kærleik- ur, og að hver sem ekki elski, hann þekki heldur ekki Guð? Gafst þú mönnum ekki á gam- als aldri þetta spakmæli: — Bræður, elskið liverjir aðra? BRIDGE-ÞÁTTUR Austurrísku spilararnir Hans Jellinek og Karl Schneider voru um 1936 álitnir einhverjir beztu spilarar í heimi. Karl Schneider tók þátt í Evrópumeistarakeppn- inni í Feneyjum síðastliðið sumar og sýndi þar afbragðs leikni og kunnáttu. Spil það, sem tekið verður fyrir að þessu sinni, var spilað 1936 í Evrópumeistarakeppn- inni í Stokkhólmi. S. G-9-7-5-4 H. K T. Á-K-D-6 L. Á-6-2 S. Á-K-10 H. G-5-4-2 T. G-8 L. 8-7-5-3 S. 8-6 H. Á-D-10-9—7-6 T. 9-5-2 L. G-10 í keppni þessari var hafður sá háttur á, að sama spilið var spil- að á öllum borðunum. Á öllum borðunum var farið í 4 hjörtu hjá N-S. Allir töpuðu því, nema Schneider. Hann spilaði það þannig: Vestur spilaði út laufakonungi. Schneider, sem hafði grun um að hjörtun lægju 4—2, ákvað að spila spilið samkvæmt því. Hann gaf því laufakonunginn. Nú er Vestur hræddur um að gefa Suðri slag á lauf, ef hann spilar því aftur og spilar þess vegna út trompi (sem á að vera hættulaust). Blindur (N) kemst inn og þaðan er spaða Hvernig getur þú þá hatað mig eða rekið mig hrott héðan? Annaðhvort hlýtur þú að elska mig og því að láta það eftir mér að hleypa mér inn í kon- ungsríki himnanna, eða þú hlýtur að afneita því, sem þú hefur sjálfur sagt. Þá opnuðust dyr hinmaríkis og Jóhannes tók á móti synd- aranum iðrandi og veitti hon- um aðgang að konungsríki himnanna. S. D-3-2 H. 8-3 T. 10-7-4-3 i ir_n_Q-zi spilað út. Austur drap með kóngi og spilaði laufi, sem var drep' í blindum með ás. Frá blind er nú aftur spilaður spaði. Austur drepur með ás og spilar aftur luu *' Schneider drap með trompi, spi aði síðan út trompdrottningu °f> spilaði sér síðan inn á blind n1 því að spila tigli. Nú er spu a spilað út og hann trompaður *nU er spaðinn í blindum orðinn frir og aftur fer hann inn á blindan með því að spila tigli. Þá er sta an þannig: S. G-9 H. — T. Á L. — Nú spilaði Schneider spaða u frá blindum og Austur er varnai laus. Ef Austur drepur þá drepu' Suður feetur og tekur trompiö 0 þá er tigullinn góður. Ef Austu^ gefur þá gefur Suður líka og neeS, verður Austur að drepa. — þarna hafið þið nú fylgzt með elD^ um af meisturunum. Finnst ykn þetta auðvelt ? Nú úr því svo ®r, þá er hérna smá þraut, sem ® nú ekki að vera erfið, ef ykku^ finnst hitt spilið auðvelt. Hún c þannig: / S. Á-D-10-6 H. D-G T. 5-4-3-2 L. Á-K-G S. 9-8-7-4 H. 9-7-5 T. 8-7-6 L. 10-8-6 S. — H. Á-K-10-8-6 T. Á-K-D-G L. 5-4-3-2 Suður spilar 7 hjörtu og 8 fá 13 slagi; á móti beztu vUt Vestur spilar út tígul 8. Ráðning í næsta blaði. Egome*-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.