Heimilisblaðið - 01.01.1953, Síða 9
til Music Hall. En nú er
hvorki þetta kvikmyndahús né
önnur risakvikmyndahús leng-
ur annað eins keppikefli þeirra
og áður var, heldur vilja þeir
frekar koma myndum sínum
í kvikmyndahús, sem ekki eru
nema tíundi hluti hinna að
stærð. Og hvers vegna? Jú,
það hefur komið á daginn, að
tekjurnar af þeim verða hærri
með tímanum.
Það er ekki á meðfæri fá-
tæklinga, að hefja sýningar á
stórmynd í einhverju þessara
risastóru kvikmyndahúsa ame-
rísku borganna. Leigan, aug-
lýsingarnar og útbreiðslu-
starfsemin kosta aldrei minna
en 7 000 dollara, og útgjöldin
geta jafnvel komizt upp í
40 000 dollara fyrir frumsýn-
mgu á Broadway, ef kvik-
myndafélagið ætlar sér um
leið að vekja athygli lands-
lýðsins á myndinni. Ef kvik-
myndahúsið er innan vébanda
,,hrings“ kvikmyndahúsa, svo
sem er um flest frumsýninga-
kvikmyndahús, þá krefjast hin
kvikmyndahúsin einnig 7 000
dollara leigu á viku, áður en
þau taka myndina til sýninga.
Myndin er sýnd í eina viku,
i mesta lagi tvær, og síðan
verður aftur að taka til við
hið kostnaðarsama og erfiða
starf að koma henni víðar til
sýninga.
En ef um ,,lista“hús er að
ræða, er kostnaðarhliðin mikl-
um mun lægri. Ekki þarf á
stórkostlegum auglýsingaher-
ferðum að halda, því að kvik-
myndahúsið hefur fastan hóp
sýningargesta og hefur auk
þess ekki skilyrði til að taka
a móti fjölmennum hópi gesta
í einu. Það þykja mikil útgjöld
hjá slíku kvikmyndahúsi, ef
syningarkostnaður nýrrar
myndar er 4 000 dollarar. En
það er þó mikilvægast, að
HEIMILISBLAÐIÐ
Laurerice Olivier sem Hamlet í samnefndri kvikmynd.
[5]
mynd, þeim mim ódýrara
verður að sýna hana. Það
verða meiri tekjur af mynd,
sem skilar 6 000 dollara tekj-
um á viku í „lista“-húsi og
skilar 2 000 dollurum á viku
er frá líður, heldur en mynd,
sem hefur göngu sína með
20 000 dollara tekjum í eina
viku í stóru kvikmyndahúsi,
en er að þeirri viku liðinni
tekin af sýningarskránni.
Kvikmyndaf élögin haf a aldr-
ei hagnýtt sér ,,lista“-húsin
svo sem þó væri hægt, segir
Max Youngstein, auglýsinga-
stjóri United Artists. Flest fé-
lögin halda ennþá fast við
þessi útgjöld jafnast niður
með nokkrum hundruðum
dollara á viku til blaðaaug-
lýsinga, og þá fyrst, þegar
myndin hefur verið tekin til
sýningar. Sjálfstæður eigandi
slíks kvikmyndahúss getur
greitt umboðsmanninum háar
prósentur af tekjunum vegna
þess, að húsnæði hans er
ódýrt og útgjöldin lág, og
venjulega hefur hann greitt
öll sín gjöld, þegar fyrsta sýn-
ingarvikan er liðin.
Það er hagnaður ,,lista“-hús-
anna, að þau geta sýnt hverja
mynd mjög lengi. Því lengri
tíma, sem hægt er að sýna