Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1953, Blaðsíða 14

Heimilisblaðið - 01.01.1953, Blaðsíða 14
— Komdu, elskan, við er- um orðin allt of sein. Hann lagði þann litla aftur í vagninn, og þau komu og hringdu dyrabjöllunni. Stofu- stúlkan vísaði þeim inn. Þau heilsuðu ungfrú Gray með handabandi. Þar sem ég stóð nær, þá byrjaði hún á að kynna mig fyrir þeim. Svo sneri hún sér að dómaranum. — Og þarna er hr. Landon — hr. og frú Craig. Það var hægt að búast við, að dómarinn stæði á fætur og gengi til þeirra til að heilsa þeim, en hann stóð aðeins á fætur og hreyfði sig ekki úr sporunum. Hann lyfti einglyrn- inu upp að auganu og beindi því að þeim. Þetta einglyrni hafði ég oft séð hann nota í réttinum og áhrif þess voru hræðileg. Hann starði á þau gegnum einglyrnið. Guð minn góður, hvílíkur dóni! hugsaði ég ósjálfrátt. — Góðan daginn, sagði hann. Skiátlast mér? — Höf- um við ekki hitzt áður? Opurningin kom mér til að ^ líta á Craigshjónin. Þau stóðu hlið við hlið, eins og hau væru að leita verndar hvort hiá öðru. Þau stein- þögðu. Frú Craig var angist- arfull á svipinn, en andlit Craigs var purpurarautt, og það var eins og augun ætluðu að springa út úr höfðinu á . honum. En bað stóð ekki nema augnablik. — Ég minnist þess ekki, sagði hann með hægri og diúpri röddu. En ég hef auð- vitað heyrt getið um yður, Sir Edward. Meðan þessu fór fram stóð ungfrú Gray og blandaði cock- tail. og nú rétti -hún gestum sínum glösin. Hún hafði ekki tekið eftir neinu. Ég gat ómögulega gert mér í hugar- lund, hvernig stóð á þessu. Atvikið, ef í rauninni er hægt að nefna það atvik, skeði svo snöggt, að ég hafði hálft í hvoru tilhneigingu til að álíta, að ég hefði að ástæðu- lausu skapað mér rangar skoð- anir um augnabliks vandræði þeirra yfir því að vera að óvörum kynnt fyrir svo fræg- um manni. Eg byrjaði strax að reyna að koma af stað einhverjum skemmtilegum samræðum. Ég spurði þau að því, hvort þau væru ekki hrifin af Rivieraströndinni. Og ungfrú Gray lagði strax orð í belg, og við töluðum um alla heima og geima eins og venjulega, þegar ókunnugir eiga í hlut. Þau voru frjáls- leg og óþvinguð, en ég veitti því eftirtekt, að dómarinn tók engan þátt í samræðunum. Hann starði niður á tærnar á sér og virtist ekki hafa minnstu hugmynd um, hvað fram fór í kringum hann. Hádegisverðurinn var tilbú- inn. og við gengum inn í borð- salinn. Undir borðum var dómarinn alltaf iafn þögull, en hann var það svo oft, að hað hafði engin áhrif á mig. rVaÍp-qVuónm voru dálítið feimin. en þegar kom að öðr- um nét.tinum, urðu þau strax friálsleori — en þau virtust hafa lítinn áhuga fvrir öðru en barninu sínu og útsláttar- semi ítölsku þjónustustúlkn- anna sinna. Allt í einu kom dálítið óvænt fvrir: Hr. Craig reis á fætur og féll endilaneur á vólfið. Við butum á fætur. Frú Craig kastaði sér á kné hiá manni sínum o" t.ók höf- uð hans milli handanna. — Verið óhræddur, George. hrónaði hún angistarfull. Það er allt í lagi! [10] — Láttu höfuðið á honum liggja á gólfinu, hann hefur aðeins fengið svima! Landon sat hinn rólegasti á stólnum. — Ef hann hefur fengið svima, þá hjálpið þið honum ekki með því að standa yfir honum og hrúgast í kring- um hann, sagði hann fúll. Frú Craig sneri sér að hon- um með hatursfullu augnaráði. — Ég hringi í lækni, til- kynnti ungfrú Gray. — Nei, ég held að þess þurfi ekki. Hann er að koma til meðvitundar aftur, lýsti ég yfir. Craig opnaði augun og glápti á okkur. Þegar honum varð lióst, hvað komið hafði fyrir, reyndi hann að komast á fæturna aftur. Við vildum að hann leggðist í sófa og jafnaði sig eftir þetta, en hann vildi æstur fara heim. Hann slangraði út um dyrnar, og kona hans studdi hann og við sáum þau ekki meir. — Ég veit, hvers vegna hann fékk svima, sagði ung- frú Gray. Glugginn er opinn, og bað er langt frá því að vera hlýtt í dag. — Ég líka, sagði dómarinn. egar við höfðum fengið kaffið, kvöddum við Land- on húsmóðurina og fórum út að leika golf. Á leiðinni töluð- um við um ungfrú Gray, og þegar ég minntist á söguna, sem hún hafði búið til um Craigshiónin, sagði hann. — Vinur minn, ég er hræddur um að vinkona yðar sé móðursiúkur kiáni. Það er eins oer ég sagði: Konur eiga að gifta sig. — Hvað þekkið hér til Craigshiónanna? spurði ég. Hann leit kuldalega á mig. — Ég? Hvers vegna ætti ég HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.