Heimilisblaðið - 01.01.1953, Síða 15
að þekkja þau? Þau eru mjög
venjulegar manneskjur.
Ég sá, að hann ætlaði ekki
að láta veiða sig.
Daginn eftir vann ég á
skrifstofunni fram að hádegi,
svo að ég hitti ekki Landon
fyrr en við hádegisverðinn.
Við vorum rétt að byrja að
borða, þegar síminn hringdi.
Það var ungfrú Gray. Hún
sagði mér, að Craigshjónin
væru hlaupin á brott, þau
hefðu horfið í myrkrinu um
nóttina. Þau höfðu tekið barn-
ið og farangurinn með sér,
en skilið peninga eftir á borð-
mu, til að borga þjónustu-
stulkunum, húsaleiguna og
kaupmannareikninginn.
Þegar ég kom frá símanum,
sagði ég dómaranum frá þessu,
en hann sagði ekkert við því.
Hann náði sér aðeins í vindil
nr kassanum, og athugaði
bann gaumgæfilega og kveikti
siðan í honum með mikilli
nákvæmni.
— Jæja, hvað getið þér sagt
nm þetta, gat ég ekki stillt
mig um að segja.
Það hlakkaði í dómaranum,
°g það brá fyrir glettnis-
glampa í bláum, kuldalegum
nugunum. — Það var fram-
nrskarandi gott koníak, sem
bér gáfuð mér í gærkveldi,
sagði hann. Það er venja mín
nð drekka aldrei að afloknum
hádegisverði, en enginn ætti
að gera sig að þræli van-
ans . .
Ég sótti koníakið, og hann
skenkti í glasið sitt og dreypti
a _ því með auðsýnilegri vel-
bóknun.
Munið þér nokkuð eftir
Wingfordmorðinu? spurði
hann. Nú, jæja. Þér hafið
sennilega verið erlendis, þeg-
ar ^ það skeði. Það var leitt,
því að þér munduð hafa fylgzt
með því máli, og það mundi
HEIMILISBLAÐIÐ
hafa skemmt yður vel. Ung-
frú Wingford var gömul pip-
arkerling, sem bjó úti í sveit
með lagsmey sinni. Hún var
í alla staði hraust og fjörmik-
il, þess vegna undruðust allir,
sem þekktu hana, þegar hún
dó mjög skyndilega. Læknir
hennar, sem hét dr. Brandon,
skrifaði undir dánarvottorðið,
og hún var grafin, án þess að
nokkurn grunaði hið minnsta.
Það kom í ljós, þegar erfða-
skrá hennar var opnuð, að
hún hafði arfleitt lagsmey sína
að öllum eignum sínum, sem
voru á milli þrjátíu og fjöru-
tíu þúsund pund. Ættingjar
hennar urðu fyrir sárum von-
brigðum, en þeir gátu ekkert
að gert.
Hjá ungfrú Wingford hafði
verið sama þjónustustúlkan í
þrjátíu ár, og hún var alveg
viss um, að ungfrú Wingford
mundi minnast sín í erfða-
skránni. Hún sagði ættingjun-
um frá því, að hún teldi það
víst, að ungfrú Wingford hefði
verið myrt á eitri. Hún sagð-
ist fara sjálf og skýra lögregl-
unni frá því, ef þeir gerðu
það ekki.
Nú, jæja, þeir gerðu það
ekki, en fóru í þess stað í
heimsókn til dr. Brandons.
Hann hló aðeins að þeim og
skýrði þeim frá, að hann hefði
stundað ungfrú Wingford í
mörg ár og hún hefði verið
hjartabiluð. Það væri hlægi-
legt að álíta, að hún hefði
hatað lagsmey sína, ungfrú
Sterling, eða verið afbrýðis-
söm í hennar garð. Ættingj-
arnir sneru heim til Londonar,
ánægðir með þessa skýringu.
Þjónustustúlkan hélt því
stöðugt fram, að ungfrúWing-
ford hefði verið myrt. Að lok-
um tók lögreglan málið að sér,
þrátt fyrir miklar mótbárur.
Líkið var grafið upp og kruf-
[11]
ið. Það kom í ljós, að dauða-
orsökin var of stór skammtur
af veronal. Einnig upplýstist
það, að ungfrú Sterling hafði
gefið henni inn veronal-
skammtinn, og var hún sett
í varðhald. Leynilögreglumað-
ur komst að því, að það hefði
mikið verið um það rætt, að
þau ungfrú Sterling og dr.
Brandon væru að draga sig
saman. Það var jafnvel álit
manna í þorpinu, að þau hefðu
aðeins beðið eftir dauða ung-
frú Wingford, til þess að geta
gift sig.
Dómarinn dreypti aftur á
glasinu.
— Málið kom fyrir í réttin-
um hjá mér. I ákærunni var því
haldið fram, að þau, sem tek-
in hefðu verið, væru elskend-
ur, að þau hefðu myrt vesal-
ings gömlu konuna til að geta
gift sig og lifað af auðæfun-
um, sem ungfrú Sterling hafði
fengið atvinnuveitanda sinn til
að arfleiða sig að.
Sakborningarnir fengu
slæma útreið hjá vitunum. En
þau lugu án þess að hika.
Þrátt fyrir að vitnin stað-
hæfðu, að þau hefðu sézt kyss-
ast, þá sóru þau, að þau væru
ekkert annað en góðir vinir.
Svo einkennilega vildi til, að
læknisskoðun leiddi í ljós, að
ungfrú Sterling væri óspjölluð
mey.
Brandon játaði að hafa lát-
ið ungfrú Wingford hafa ver-
onaltöflurnar, en hann sagð-
ist hafa varað hana við að
taka meira en eina í hvert
skipti. Verjandinn reyndi að
sanna, að hún hefði tekið töfl-
urnar inn í misgripum eða
gert það til að fremja sjálfs-
morð, en ég efast ekki um að
þetta var fyrirfram ákveðin
ráðagerð af lækninum og lags-
meynni. Ástæðan var augljós,
og það hvarflaði ekki að