Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1953, Qupperneq 16

Heimilisblaðið - 01.01.1953, Qupperneq 16
mér minnsti efi um að kviðdómendurnir myndu sak- fella þau. En kviðdómur er eitt af því óútreikanlegasta. Þeir voru í þrjá tíma, og þeg- ar þeir komu inn aftur, var dómur þeirra: Saklaus! Rétta nafn hr. og frú Craigs er hr. og frú Brandon. Ég er alveg jafnöruggur um það, eins og ég sit hérna, að þau frömdu þarna hryllilegt morð, og verðskulduðu ekkert annað en hengingu. — Hvað álítið þér að hafi komið kviðdómendunum til að dæma þau saklaus? — Ég hef oft spurt sjálfan mig að því, og getið þér gizk- að á, hver sú einasta' skýr- ing er, sem mér hefur komið til hugar? Staðreyndin, að þau höfðu aldrei verið saman eins og elskendur, var óvé- fengjanleg. Þegar hugsað er um það, þá virðist það vera sérkennilegasta hlið málsins. Konan hikaði ekki við að fremja morð til að vinna ást þess manns, sem hún élskaði — en hún vildi ekki láta líta svo út í augum fjöldans, að hún lifði ótilhlýðilegu ástalífi með honum. — Finnst yður ekki mann- legt eðli mjög flókið viðfangs- efni? — Mjör einkennilegt, end- urtók Landon og hellti í glös- in að nýju. -------------------------------- Maður kom á lögreglustöðina og sagði: — Ég varð fyrir því óhappi í morgun að týna flösku af úrvals viskíi. Það hefur líklega enginn fundið hana og skilað henni hing- að? — Nei, sagði lögregluþjónninn, en bíðið þér andartak. Það mœtti segja mér, að maðurinn, sem fann hana, væri staddur hjá okkur núna. Ekkert uppeldi jafnast á viS mót- lœtiS. Disraeli. ÚR BÚNAÐAR BÁLKI EGGERTS ÓLAFSSONAR Upphaf fyrsta kvæðis, sem nefn- ist Eymdar-Óður eður Óvætta-Dvöi og Ógeðs Æfi, um það, hvörnig dagfar og bæarbragur á íslandi sé orðið leiðindasamt og ónáttúrligt. (Prentað í Ármanni á Alþingi 1829). A. 1. Þér sudda drúnga daufir andar, sem dragist gégnum myrkva lopt! Þér jökul-bygða vofur vandar, sem veikar þjóðir kveljið opt! Hvað lengi Garðarshólma þið, hyggist að trylla fáráðt lið? 2. Yðar skýgérðar fánga fjaðrir, fjöll og dali með vöggu-brag: Þér valdið því, en engir aðrir, Islendskir sýta nótt og dag! ellegar svefninn endalaus, umgirðir þeirra dofinn haus. 3. Þeir nema fæst til yndis auka, enn þó náttúran hafi til: fyrir ilmgresi fýlu-lauka, fyrir skémtanir hrygðar-spil, fyrir heilbrygði fánga pín, fyrir sætindi Brennuvín. 4. Fyrir mannvit þeir flónsku velja, fyrir hreinlæti skörnugt gróm, fyrir alúð þeir fúlur selja, fyrir kurteysi rustadóm: fyrir saunglystar sætan eym, svartagallsraul er helst í þeim. B. 5. Enga nýta þeir afgángs mola, er kallast vilja nockrir menn, húngur kjósandi í hvilu að þola, [12] heldur enn veiða smádyrin: golþorskar fylla gráðgann búk, þó gjörist við það yðrin sjúk. 6. Sama’ er um allt er ómaks krefur, ecki vilja þeir skeyta því; hitt sem tilbúið Guð þeim géfur. géti það komist magann í, beint úr náttúru fýsir fá, fyrirhafnarlaust eta þá. 7. Matvæli þegar þverra fara, þeir kénna Guði sultar stúr, í góðum árum aldrei spara, enn síður hafa nægtabúr; heldur farga til fánýtis, fyrir óþarfa snap og glis. 8. Og þó þeir fái nægtir nógar, nockuð þykir þeim vanta samt: árið leiðist til lands og sjóar, likar þeim ei við Herrans skamt, gjöra lítið úr gáfum, hans, gremja svo mildi Skaparans. 9. Missiraskipti minnst þá gleðja; murra þeir jafnt og dunda sér; hafi þeir nockuð húngrið seðja, hvört sumar eða vetur er, nauðugir sumir, nockrir frí, náttúru straumi rekast í. 10. Þegar flugurnar lifa ei lengur, leggjast þeir upp í vetrar hams; en nær fiskur að fjöru gengur, fara til róðurs innan skams: áður enn grasið blóma brá, bóndinn skal fyrir kúna slá. I 11. Svo rekur nauðin ætíð eptir, ef að lífinu bjarga skal, en yndis vegir verða tepptir: Við þetta leit eg margann hal; sem að andlitis sveita með, sífeld leiðindi þola réð. HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.