Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1953, Qupperneq 17

Heimilisblaðið - 01.01.1953, Qupperneq 17
Magnús Jóhannsson LOFTVOGIN að var heldur en ekki völl- ur á Salómon gamla, loks þegar loftvogin tók að lyfta sér. Við höfðum setið þrjá daga í landi, og í hvert skipti, sem aðrir ýttu úr vör, færðum við bátinn lengra upp. Við vorum hættir að skilja í þessu háttalagi, héldum satt að segja, að karlinn væri bú- inn að tapa sér. Það var ekki honúm líkt að vera með nein- ar vomur, ef útlit var fyrir útskot. En síðan hann kom með þetta barómet úr kaupstaðn- um, rótaði hann sér hvergi ef nálin hrapaði, þótt logn væri og ládeyða. Og svo voru mikil brögð að þessu, að við, pilt- ungarnir, báðir hálfdrætting- ar, vorum farnir að hafa orð á því, að ef þessu héldi áfram, væri óhætt að draga á bark- ann á sér. Það var septembermorgun, frostrósir á glugga og dauft mánaskin. Við klæddum okkur með hangandi höndum, syfjaðir og áhugalitlir. Það var ekkert notalegt að vera rifinn upp úr glóðvolgu rúminu, vera vak- mn af ljúfum draumi og skynja frostbitran veruleik- ann. En það var nú einu sinni svo, að þegar mann dreymdi éitthvað fallegt, var maður ræstur á sjóinn. Frammi í eldhúskytrunni bjástraði karlinn við prímus- inn, tók í nefið og snýtti sér, svo undir tók í panelþilinu, sem skildi sundur svefnhýsið og matarskálann. Gegnum gis- inn vegginn lagði megna olíu- brækju, súra soðningarlykt og daun af úldnu þangi neðan úr fjörunni. Prímussuðið og soghljóð sjávarins í vörinni var svæf- andi. Augnalokin verða blý- þung, og máttleysið í hnján- um eykst. Ég halla mér upp að rök- um veggnum, loka augunum og blunda. Mér finnst ég hafa sofið í marga klukkutíma, þegar ég vakna. Salómon gamli stendur í gættinni. — Reyndu að haska þér, drengur, við erum að fara, segir hann yggldur á svipinn. Ég sprett upp, blóta hraust- lega, káfa eftir öðrum sokkn- um mínum, skríð undir rúmið, grufla og róta. Eftir æðitíma uppgötva ég báða sokkana á sama fæti. Þegar ég kem fram, eru þeir farnir og prímusinn þagnað- ur. Lifrauður hringurinn kringum hausinn segir mér, að þeir séu fyrir skömmu gengnir út. Ég heyri fótatak þeirra á mölinni, þunglama- legt þramm, sem dvínar út í morgunkyrrðinni. Ég svolgra í mig kaffið, hálfvolgan uppá- helling, og gadda í mig grjót- hart beinakex. Ég er ekki almennilega vaknaður, fyrr en úrsvalur morgunninn strýkur af mér storku næturinnar. Það djarf- ar fyrir degi í austri, stjörn- umar slokkna og máninn hverfur bak við fjallseggina, handan fjarðarins. Út fjörð- inn leggur norðanhrím, og það er kuldasúgur í vörinni. Fyrir dalnum í norðvestri er grá misturmóða og éljagangur út með fjallinu. Þeir hafa sett á flot, bíða mín og eru tilbúnir að leggja i hann. Framundan er lang- ræði, en það er jómfrúarleiði, og aldrei er svo lítið kul, að seglin séu ekki notuð. Við dömlum fyrir nesið, en þar er siglan reist og seglum hag- rætt. Báturinn tekur mjúkan skrið, ristir kvikan sæinn og kjölrákin glitrar af maurildi. Ég er glaðvaknaður, enda orðið bjart af degi. Við setjumst undir árar, kreppum kaldar greipar um hlunnana, spyrnum fótum og tökum bakföll. Báturinn hnykkist áfram við hvert áratog. Við strákarnir róum sinn hvorum megin við sigluna. Með okkur er heitur meting- ur, hvor sé meiri ræðari, og við tökum á því sem til er. Karlinn rær í austurrúminu, stingur við tveim árum, japl- ar á skroinu og spýr mórauðu í allar áttir. Hann er í kónga- skapi, raular fyrir munni sér og hnykkir á árunum. [13] heimilisblaðið

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.