Heimilisblaðið - 01.01.1953, Qupperneq 24
Gamli maðurinn staulast upp þrekkurnar innan
við innsta dragið.
Dalmann
HUGLJOMUN
GLAUS dalurinn endar
uppi við fjallgarðana, með
háu jökultindana, þar sem
fyrstu dropar elfarinnar komu
endur fyrir löngu upp undan
snæröndinni, en eru nú sokkn-
ir til botns í hafinu fyrir utan
ströndina. Gljúfraþrengslin
geyma dularfulla skugga þar
uppi og snúast þeir kringum
nípur og dranga á flótta undan
geislum sólarinnar. Stundum
dettur einmanalegur klettur
um sjálfan sig og hrynur fram
af næstu brík með dunum og
dynkjum, sem bergmálið flyt-
ur langt niður í dal. Skugga-
hópurinn flýr í ósköpum, sum-
ir elta brotin úr klettinum nið-
ur eftir öllum giljum og hlíð-
um og hlaupa á bak við hrísl-
ur í skóginum, en aðrir stingast
kollhnís ofan í burknaholur.
Ymur lækjanna í fjallahlíð-
unum er þrunginn fomeskju-
legum blæ. Stórir fossar syngja
tröllsagnakvæði, en litlu, blá-
ustu lindirnar hvísla álfaljóð-
um. Og hrísrunnarnir hlusta
á. Hnjúkaþeyr fer um og hrist-
ir á þeim laufið. Fiðrildi rjúka
upp með andfælum. Stór,
sterkur fjallavalur þeytist
gegnum loftið, myndar hvirfil-
byl í fiðrildahópnum og hverf-
ur svo upp í hamrastallana.
Niðri á milli hólanna undir
hnjúkahlíðunum stendur bær-
inn, — grænar torfhvelfingar
yfir grjótveggjunum. Gráblár
hvolpur með glettni í smáum
augum situr uppi á þakinu og
horfir á gamlan kött. Ef til
vill verður eltingaleikur, sem
svarar kostnaði. Veðrið er gott.
Kötturinn bröndóttur. Hann
kúrir undir skarnkvörninni
þarna á veggbrúninni, tilbúinn
að rífa. En honum skal nú
ekki verða kápan úr því klæð-
inu.
Árni gamli í Grýtu kemur
lotinn út úr bæjardyrunum og
styðst við þriggja álna langan
broddstaf. Hann kallar á hvolp-
inn, og kötturinn verður hýr
í augum og hárafari, þegar hin-
ir tveir hverfa út fyrir tún-
garðinn. Það er veiðivor í daln-
um. Aldrei hafa jafnmargir
fuglar verið á flögri og nú eða
veðrin jafn blíð. Ekki
þarf nema læðast niður
^ í túnfótinn, til þess að
verða umkringdur af
gargandi öndum, sem
eiga unga að verja. Og há-
vaxið töðugresið með glóandi
sóleyjastjörnum hér og þar
skýlir vel hinu smávaxna tígr-
isdýri.
Gamli maðurinn stefnir inn
dalinn og fer hægt. Ofurlitið
bros færist yfir andlit hans,
þegar hvolpurinn fer að elta
spóana í götuslóðanum. Lang-
nefirnir halla sér áfram og
trítla ákaft og létt nokkra
stund, þangað til héppinn er
nærri kominn, þá rjúka þeir
upp með ósköpum. Svo byrj-
ar leikurinn á því sama aftur.
Dettur mér í hug, að gaman
væri að láta eldgos skella á,
meðan þeir eru að paufast
þarna eftir dalnum. Fyrst kem-
ur jarðskjálfti og spóarnir fá
ónot í stélin og þjóta eins og
byssubrenndir út í bláinn.
Hvolpurinn hleypur ýlfrandi
til Árna gamla, sem styður sig
við broddstafinn og æðrast ei
hót.
Eldgígurinn er uppi á fjall-
[20]
HEIMILISBLAÐIÐ