Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1953, Page 30

Heimilisblaðið - 01.01.1953, Page 30
allt eftir. Viltu lofa því að vera hérna í herberginu? Ef til vill trúa þá einhverjir því, að ég komi aftur. Þeir eru á hælum mér, Chet. Það biðu mín fjórir menn í her- berginu í nótt, þegar ég kom upp. Mér komst að koma þeim burtu mjög auðveldlega, en það er óvíst að svo verði næst. Vertu sæll, gamli vinur. Þú ert bezti vinurinn minn. Þinn Harry. Bréfi þessu ýtti hann undir hurð- ina hjá Bent, um leið og hann hraðaði sér burtu í grámu morg- unsins. Tuttugasti og fimmti kapítuli. Tilfinningar Chester Bents voru langt frá því að vera eins og Destry hafði hugsað sér þær. Því þegar Bent fór á fætur um morguninn og fann bréf,- það, sem ýtt hafði verið inn undir hurðina, brá fyrir reiðiglampa í augum hans, og hann kreppti ósjálfrátt hægri hnefann. Hann flýtti sér í fötin og fór heim til Jimmy Cliftons. Jimmy bjó í litlum skúr, er stóð næstum því á götunni. Faðir hans hafði byggt húsið, en nú bjó þar hinn gáfaði sonur hans, sem var dug- legur námuverkfræðingur, og þess vegna „heppinn“ að áliti fólksins. Chester Bent gekk hratt. Við hvert skref óx sjálfstraust hans, en óþolinmæðin að sama skapi. Þótt snemma væri morguns, voru menn komnir á stjá. Og hann þekkti alla, sem hann mætti. Þeir heilsuðu honum og virtust fúsir til að hefja við hann samræður. En Bent flýtti sér framhjá. Hann brosti með sjálfum sér. Það leyndi sér ekki, að hann var í miklu áliti í bænum. Bent fann Clifton í eldhúsinu. Hann var að gæða sér á svína- fleski. Jimmy Clifton horfði á gest sinn gulu andliti eins og Kínverji. Hann líktist einnig Kínverja að því leyti, að líkami hans var mjósleg- inn og grannur. Sagt var, að Jimmy Clifton hefði lent í elds- voða, þegar hann var barn að aldri, og þá fengið þennan hörundslit, er líktist helzt pergamenti. Clifton heilsaði Bent glaðlega og bauð honum að fá sér sæti og borða með sér. Morgunverðurinn var nægur fyrir tvo. En Bent afþakkaði boðið. Clift- on tók til matar sins, en Bent sagði: — Við skulum segja sem svo, að faðir þinn hefði tekið þátt í máli eins og þessu. Hvað heldurðu, að hann hefði beðið lengi ? Hann mundi áreiðanlega hafa dvalið í herbergi Destrys alla nóttina. Hann mundi jafnvel hafa beðið þar einn, unz Destry var háttaður! Bent benti á vegginn til sönn- unar máli sínu, en þar héngu í röðum gráar dýraklær. Clifton gamli hafði drepið dýr þau, sem klærnar voru af, en samkvæmt venju Indíána geymdi hann þær til minningar um veiðiskapinn. Sú saga var sögð, að einhverju sinni hefði hann ráðizt á stórt villidýr í greni sínu og drepið það með hnxfstungu. En Jimmy Clifton var ekki gefið slíkt hugrekki, enda datt engum í hug að líkja honum við föður hans. Það merkilegasta við Jimmy Clifton var, að hann lét aldrei koma sér á óvart, hvorki í sam- ræðum né athöfnum. Loks svaraði hann Bent: — Ég veit ekki. Sá gamli var seigur karl, en ég veit ekki, hvort hann hefði kært sig um að vera einn með Destry. En ég skal segja þér eitt. Ég reyndi að fá þá til að vera kyrra með mér! — Uss! Vertu nú ærlegur, Jimmy! Þið voruð allir dauðhræddir! — Ég var hræddur, það er satt! sagði Clifton hreinskilnislega. Ég kærði mig ekki um að taka einn þátt í aðförinni. Mig langaði ekki til þess. Þú vissir ekki, hvað kom fyrir. Bölvuð hurðin opnaðist af vindgusti, jafnvel þótt ekki væri hægt að greina neinn súg í hús- inu. Hurðin opnaðist í hálfa gátt og svo fór súgur um herbergið og hurðin opnaðist alveg. Þetta var mjög óhugnanlegt! — Hvað gerðuð þið ? Hvenær skeði þetta? — Um klukkan tíu, held ég! — Ég skal segja þér, hver þessi andi var! Það var Destry! Hann fór að hátta nákvæmlega klukkan tíu! .— Heldurðu því fram, að hann hafi opnað hurðina og staðið frammi í myrkrinu og beðið okkar ? — Auðvitað stóð hann frammi í ganginum og hló að hinum fjórum hræddu hetjum, þegar þær laum- uðust burtu. Ég sat niðri og beið og beið eftir að heyra skot. Svo datt mér í hug, að þið hefðuð farið inn til hans og lagt hann í gegn með hníf. En mér varð ljóst, að það var enginn hugur í neinum ykkar til slíks verks! — Var þér það? spurði hinn blíðlega. — Já, það var mér! Og nú er tækifærið glatað, og Destry á burt. Hann skildi eftir bréf til mín. Skrambinn sjálfur, Jimmy, þið hafið glatað prýðilegu tækifæri! Jimmy kinkaði kolli. — Þetta var ágætt tækifæri, sagði hann. Auðvitað datt mér ekki í hug, að piltarnir yrðu svona skelfdir á síðustu stundu. Þeir voru reiðubúnir að berjast við menn en ekki drauga, Chet! Þeir hlupu út úr herberginu og það var ómögu- legt að koma neinu tauti við þá. Þannig var því háttað! — En að hugsa sér, stundi Bent. Þið fjórir — í myrkri — og Des- try á valdi ykkar! — Segðu mér, sagði Clifton. Hvers vegna hatar þú Destry jafn- mikið og þú gerir? — Ég skal segja þér, Jimmy, þú munt aldrei geta skilið, hvers vegna ég hata hann. Við skulum láta það liggja á milli hluta. Aðal- atriðið er, að það verður aldrei unnið á honum, hversu mörg tæki- færi, sem ég gef ykkur. Ég verð að taka málið algjörlega í mínar hendur! — Er það stúlkan? spurði Clift- on. Er hún ennþá ástfangin af honum? Þú álítur þig geta náð í hana, ef Destry er vikið úr vegi? — Jimmy, sagði Bent dimmum rómi. Þetta er dæmalaus frekja, [26] HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.