Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1953, Side 32

Heimilisblaðið - 01.01.1953, Side 32
KALLI OG PALLI 3 ^55 X' 1% ^ S '^A -3? ✓ 3K? JK Kalli og Palli hafa fundið ofurlitla tjörn, sem er tilvalinn baðstaður. En Kalli segir, að þeir verði að útbúa sér stökkprfll við hana, svo að þeir geti stungið sér á höfuðið út í. — Við getum sjálfir smíðað okkur pall, segir Palli, og þeir taka strax til við smíðina. Daginn eftir er pallurinn tilbúinn, og Júmbó litli á að verða fyrstur til að reyna hann. Hann gengur himinlifandi af ánægju fram á pallinn, og — BOMS — þarna stökk hann. Vatnið skvettist í allar áttir. En -— þetta var nú meiri óheppnin — vatnið skvettist allt saman upp úr tjörninni, svo að það varð ekki deigur dropi eftir handa Kalla og Palla. \) I 256CopyrigM P 1 B Box 6 Copenhogen Bangsaóþokkarnir hafa málað litla folaldið köflótt, málað strik þvert og endilangt um allt bakið á því og háísinn. Litla folaldinu finnst þetta hræðilega leiðinlegt. Það fer að gráta og flýtir sér heim til mömmu sinnar, og mamman verður fokvond við Kalla og Palla. Þegar þeir sjá, að hún er á leið- inni til þeirra, flýta þeir sér að fela sig í stórri tunnu. En það er alveg gagnslaust fyrir þá. Hesta- mamma er stór og sterk, og hún sparkar af öllu afli i tunnuna, svo að hún veltur niður brekkuna, og — BANG — hún rakst svo fast á tré, að hún hrundi öll í sundur. Þetta var ljóta veltan fyrir Kalla og Palla. Þeir láta það áreiðanlega ógert að hrekkja folaldið aftur.

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.