Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1953, Qupperneq 34

Heimilisblaðið - 01.01.1953, Qupperneq 34
Hólbúakerlingin stóS þarna steinhissa og virti mannabarnió jyrir sér. barn, svo það er auðskilið, að þeim var mikið í mun að ná í það aftur. Bóndakonan var nokkrum hestlengdum á undan manni sínum, og hún kom fyrr auga á barnið, sem lá við götu- brúnina. Það hrein eins og kraftarnir leyfðu, til þess að kalla á móður sína, og konan hefði strax átt að skilja af þessu hræðilega öskri, hvers konar barn þetta var, en hún hafði verið svo hrædd um, að barnið hefði dáið af fallinu, að hún hugsaði aðeins: — Guði sé lof, að hann er lifandi! — Hérna liggur barnið! hrópaði hún til mannsins, og í sömu svifum renndi hún sér af baki og flýtti sér til hól- búakrógans. Þegar bóndinn kom á stað- inn, sat kona hans á jörðinni, og það leit út fyrir, að hún tryði ekki sínum eigin skiln- ingarvitum. — Ekki hafði barnið mitt oddhvassar tenn- ur, sagði hún um leið og hún sneri barninu fram og aftur fyrir sér. Ekki hafði barnið mitt hár eins og svínsburst, kveinaði hún, og skelfingin í rödd hennar jókst jafnt og þétt. Ekki hafði barnið mitt kló á litlafingri. Bóndinn gat ekki öðru trú- að, en að kona hans væri gengin af vitinu, og hann stökk snarlega af baki. — Líttu á barnið og segðu mér, hvort þú skilur, hvers vegna það er svona undarlegt ásýnd- 'um? sagði konan og fékk hon- um barnið. Hann tók við því af henni, en hann hafði varla fyrr litið á það en hann spýtti þrisvar sinnum og fleygði því frá sér. — Þetta er hólbúakrógi! sagði hann. Þetta er ekki barnið okkar. Konan sat enn kyrr við götubrúnina. Hún var ekki hröð í hugsun, • og hún gat blátt áfram ekki gert sér grein fyrir, hvað það var, sem skeð hafði. — En hvernig ferðu með barnið? hrópaði hún. — Sérðu ekki, að þetta er umskiptingur? spurði maður- inn. Hólbúarnir hafa fylgzt með því, þegar hestarnir okk- ar fóru að prjóna. Þeir hafa stolið barninu okkar og skil- ið eftir eitt af sínum börnum. — En hvar er barnið mitt þá núna? spurði konan. — Það er langt í burtu, hjá hólbúunum, sagði maðurinn. Nú skildi konan, hvaða ólán hefði hent þau. Hún fölnaði upp eins og dauðvona mann- eskja, og maðurinn hélt, að hún mundi gefa upp öndina þar sem hún var komin. — Barnið okkar getur ekki verið langt í burtu, sagði hann og reyndi að stilla hana. Við skulum fara inn í skóginn og leita að því. Hann batt síðan hest sinn við tré og lagði af stað inn í kjarrið. Konan stóð á fæt- ur og ætlaði að fylgja honum eftir, en þá tók hún eftir því, að hólbúakróginn lá þar sem hestarnir gátu sparkað í hann hvenær sem var, því að þeir voru ókyrrir vegna þess, að þeir vissu af honum nærri sér. [30] HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.