Heimilisblaðið - 01.01.1953, Page 36
Dœgradvöl barmnna ^fu!,§!n
O , j. , . *,
i dimmu næturmnar, ao pau
virðast vera að hrapa yfir
okkur. Nes og tangar reka nef
sín út úr myrkrinu, horfa á
okkur sínum steindu augum,
þursaleg og þögul.
Loks náðum við heim. Það
var farið að elda aftur og það
grámataði fyrir degi í austr-
inu, köldum haustdegi.
Það voru þöglir og drumbs-
legir menn, sem þrömmuðu
heim í verbúðina.
Það var dásamlegtað teygja
úr sér undir hrjúfu brekán-
inu, finna svefninn lykjast um
sig, hægt, hægt eins og mjúk-
an faðm. Maður heyrir og sér
það sem fram fer eins og fjar-
lægan óm. Karlinn var eitt-
hvað að gaufa frammi. Svo
kemur hann inn, gengur að
fletinu, þrífur loftvogina af
naglanum og gengur út. Það
kveður við brothljóð úti á
tröðinni. Svo er allt hljótt.
Hann kemur inn aftur tóm-
hentur og þungbúinn, gengur
að rúminu og háttar. Nokkra
stund tuðar hann við sjálfan
sig; síðan byrjar hann að
hrjóta.
Leiðréttingar.
í 9.—10. tbl. 1951 birtust vísur
eftir Þ. K. í einni vísunni, Hlégarð-
ur við Brúarland, var leiðinleg
prentvilla, sem höfundur er beð-
inn velvirðingar á. Vísa þessi er
því birt hér aftur:
Sárt er þegar fjólan frýs,
fögnum kærleiksbandi.
Hlégarður einn hærra rís
til heilla Brúarlandi.
í síðasta tölublaði, í ljóðinu Rétt
úr þér, hefur slæðzt inn villa í
6. erindi, fyrstu línu. Hún á að
vera þannig:
Þá fagnar Guðs himinn,
þá fagnar Guðs jörð
Lárétt:
1. Blóma, 4. fisk-
urinn, 8. álegg, 10.
ríki, 11. tötrarnir,
12. minnkar, 15.
vindátt, 18. hátíð,
19. blekking, 20.
gjörðin, 21. fremri.
Lóðrétt:
1. Dauðyfli, 2.
reykja, 3. eyja við
Ítalíu, 5. átt, 6. flýti,
7. nag, 9. sólarupp-
rás, 13. hafrót, 14.
karlmannsnafn, 16.
verkfæri, 17. dropi.
Nafnagáta.
Hálft er nafn á himnum uppi,
en hálft er niðri í eldastó. (Karl-
mannsnafn).
Reikningsþraut.
Talnamynd.
Heimili
Péturs
Heimili
800 m. óla
Pétur og Óli eru sam-
ferða úr skóla. Pétur
fylgir Óla, áður en
hann fer heim til sín.
Eitt sinn, er þeir eru
komnir hálfa leið heim
til Óla, uppgötvar Pét-
ur, að hann hefur
gleymt landabréfinu
sínu í skólanum; hann
hleypur aftur til að ná
í það. Þegar báðir
drengirnir eru komnir
heim til Óla, fylgir Óli
Pétri heim, og þegar
þeir eru komnir heim
til Péturs, fylgir Pétur
Óla hálfa leið að heim-
ili hans.
Hversu marga metra
hafa drengirnir geng-
ið, hvor fyrir sig,
þegar þeir koma heim
til sín ?
'ff
Skóli
LAUSN
á dægradvölum í síðasta blaði.
Krossgátan.
Lárétt: 1. Hirðar, 5. jól, 6. fíl, 8.
öl, 9. nút 11. ný, 12. kátt, 14. urg,
16. ári, 18. ló, 19. má, 20. án, 22.
fórn, 24. sr., 25. ef, 27. Akureyri,
29. Róm, 30. tel, 31. Itatiaya.
Lóðrétt: 1. Hól, 2. il, 3. af, 4.
Rín, 5. jökull, 7. lýsing, 9. ná, 10.
út, 12. kg., 13. tá, 15. ró, 17. ká,
19. mó, 20. ár, 22. fruma, 23.
neyta, 24. skot, 26. Frey, 27. Ari,
28. ila.
Talnamyndin: 50.
[32]
HEIMILISBLAÐIÐ